Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Qupperneq 29
Aflaskip
í 10. tölublaði sjómannablaðsins Víkings eru
birtar myndir og frásagnir af þrem aflahæstu
síldveiðiskipunum á s. 1. vertíð og skipstjórum
þeirra, og enn fremur ósk um það til sjómanna
og útvegsmanna að senda Víkingi myndir af
skipum sínum o. fl.
Eg vil því leyfa mér að senda yður hér með
mynd af m/b. Kristjönu, E. A. 615, að stærð
25 smálestir, og af skipstjóra hennar, Ásgrími
Sigurðssyni, Grundargötu 22, Siglufirði.
M/b. Kristjana hefir verið gerð út á síldveiðar
þrjú s. 1. sumur með hringnót, með 9 manna á-
höfn, og alltaf verið aflahæst af þeim bátum,
sem fiskað hafa með því veiðarfæri. Tekur að-
eins 250 mál síldar í hverri veiðiferð.
Hásetahlutir hafa verið þessi ár: 1942 kr.
4.537,00, 1943 kr. 6.735,00, 1944 kr. 7.760,00.
Og svara þessi aflahlutur til þess, að skip, sem
fiskar með snurpinót og ekki tekur upp báta,
liefði þurft að veiða, til að skila sama háseta-
hlut: 1942 12.250 mál., 1943 15.200 mál og 1944
J 7.500 mál síldar.
Nú verður að hafa það í huga, að þessi bátur
er ekki nema 25 smálestir, og hlýtur því að
vakna sú spurnihg hjá mönnum: Hvað mundi
þessi skipstjóri hafa fiskað og hásetarnir feng-
ið mikinn hlut, ef hann hefði verið á stærra
skipi með þetta veiðarfæri?
Eg held því að það sé tímabært fyrir þá, sem
gera út lítil skip á síldveiðar, og þá sérstaklega
þá, sem gera út svonefnda „tvílembinga“, að
gefa meiri gaum að hringnótinni en til þessa
hefir verið gert.
Nú hef ég sjálfur gert út slíka báta á síld-
veiðar og veit því vel hver munur það er. Hinu
verður svo reynslan að skera úr, hvernig hring-
nótin reynist á stærri skipum. En mín trú ei'
sú, að hringnótin eigi sér framtíð, en að sjálf-
sögðu með eitthvað breyttri aðferð frá því, sem
nú er, þegar farið yrði að nota hana á stærri
skipum, t. d. myndi þá þurfa að hafa mótorvél í
nótabátnum, eða þá að útbúa skipin sjálf þannig,
að hægt væri að taka nótina upp á þau og kasta
henni af því sjálfu.
Vonandi prófar nú einhver framtakssamur
útgerðarmaður hringnótina á t. d. 40—50 smál.
stóru skipi, því þó að útgerðarkostnaðurinn
verði svipaður og ef til vill ekki rétt að reikna
með meira aflamagni en með venjulegri snurpi-
nót, og því útkoman sú sama fyrir útgerðina,
þá væri árangurinn samt sá, að mannskapurinn
á því skipi fengi langtum stærri hlut, þar sem
ekki mundi þurfa meira en 10 manna áhöfn,
og tel ég það stóran ávinning, þar sem nú þarf
í flestum tilfellum að láta skipshöfninni í té
lágmarlcskauptryggingu yfir veiðitímann. Gæti
svo farið, að það skip þyrfti aldrei að grípa til
slíkrar tryggingar, en aftur á móti skip sömu
stærðar og með sama aflamagni, sem veiddi með
venjulegri snurpinót og fullri áhöfn, gæti þurft
að greiða sinni skipshöfn lágmarkskaup. Enn-
fremur tel ég rétt og sjálfsagt að spara sem
mest mannafla við hvaða atvinnurekstur sem er,
og jafnhliða því afla meiri tekna hverjum ein-
staklingi.
1‘orst. Þorsteinsson.
VÍKINGUR
29