Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Qupperneq 32
azt dreng fyrir sex árum, hefði hann verið jafn-
gamall honum.“
„En það gat nú ekki orðið,“ sagði 'herra Mc-
Caskey dræmt.
„En ef við hefðum átt hann, Jón, hugsaðu
þér bara hve hrygg við værum í kvöld, ef hann
Phelan litli okkar væri týndur, — kannski í
ræningjahöndum, og hvergi hægt að finna hann,
hvernig sem væri leitað.“
„Þú talar fávíslega,“ sagði herra McCaskey.
„Hann hefði heitið Pat, eftir pabba mínum
gamla í Cantrim.“
„Eg held nú ekki,“ -sagði frú McCaskey,
þykkjulaust. „Bróðir minn var hundrað sinnum
meiiá maður en nokkur leppalúði af McCaskey-
ættinni. Hann hefði verið skírður eftir honum.“
Hún hallaði sér fram í gulggakistuna og virti
fyrir sér gauraganginn niðri.
„Jón,“ sagði frú McCaskey blíðlega. „Fyrir-
gefðu mér, að það skyldi fjúka svona í mig
áðan.“ .
„Það er ekki ofmælt, að það fyki í þig,“ sagði
eiginmaðurinn, „og að rófurnar hafi brugðið á
leik og kaffið ekki látið standa á sér. Það var,
ýkjulaust, hægt að kalla það skjóta afgreiðslu.11
Frú McCaskey renndi handleggnum undir
handlegg bónda síns og tók um hrjúfa hönd
hans.
„Hlustaðu á veinið í aumingja frú Murphy,“
sagði hún. Það er hryllilegt fyrir lítinn dreng
að vera týndur í þessari stóru borg. Ef það
væri hann Phelan litli okkar, Jón, mundi ég
springa af harmi.“
Herra McCaskey losaði um hönd sína og fór
hjá sér. En hann lagði handlegginn um herðar
konu sinnar.
„Þetta er auðvitað bull og vitleysa,“ sagði
hann hranalega. „En mér mundi ekki líða vel,
ef hann — hann Pat litli okkar væri í ræningja-
höndum eða eitthvað því líkt. En við höfum
aldrei átt nein börn. Stundum hef ég verið
vondur og ósanngjarn við þig, Judy. Reyndu
að gleyma því.“
Þau hölluðust hvort upp að öðru og horfðu
á sorgarleikinn á götunni fyrir neðan.
Þannig sátu þau lengi. Fólkið þyrptist á gang-
stéttina og fyllti loftið með spurningum og ó-
líklegustu getgátum. Frú Murphy geystist fram
og aftur innan um þröngina, eins og bljúgt fjall,
með háværum fossaföllum niður hlíðarnar.
Leitarfólkið var sífellt að koma og fara.
Háværar raddir og gauragangur heyrðist að
nýju fyrir framan húsið.
„Hvað er nú á seiði, Judy?“ spurði herra Mc-
Caskey.
„Þetta er málrómurinn hennar frú Murphy,“
sagði frú McCaskey og lagði við eyrun. „Hún
segist hafa fundið Mikka litla sofandi bak við
gólfdúkaströngul undir rúminu sínu.“
Herra McCaskey skellihló.
„Þarna sérðu nú hann Phelan þinn,“ hrópaði
hann háðslega. Fjandakornið sem Pat hefði
farið svona að. Ef strákurinn, sem við höfum
aldrei átt, hefir strokið eða látið stela sér,
máttu gjarnan mín vegna kalla hann Phelan, og
finna hann svo eins og óþrifahvolp sofandi
undir rúmi!“
Frú McCaskey reis þungt á fætur og gekk að
eldhússkápnum. Munnvik hennar beygðust í-
skyggilega niður á við.
Cleary lögregluþjónn kom aftur fyrir hornið,
þegar liópm-inn tvístraðist. Hann hlustaði undr-
andi eftir því, sem var að gerast í íbúð Mc-
Caskeys, þar sem járnabramlið, diskabrothljóð-
ið og glamrið í fljúgandi pottum og pönnum
var að heyra jafn hátt og áður.
Cleary lögregluþjónn tók upp úrið sitt.
„Nei, nú dámar mér ekki!“ sagði hann. „Jón
McCaskey og kerlingin hafa nú slegizt nákvæm-
lega í klukkutíma og kortér. Kerlingin er sjálf-
sagt einum fjörutíu pundum þyngri en hann.
Honum er sannarlega ekki fisjað saman, karl-
inum.“
Cleary lögregluþjónn hvarf aftur fyrir hornið.
Denny gamli braut saman dagblaðið sitt í
flýti og skauzt upp þrepin, rétt þegar frú
Murphy ætlaði að fara að læsa húsinu undir
nóttina.
Maður nokkur, sem kunni hraðritun, kom inn í
veitingahús, þar sem kunningi hans einn var að
þjóra. Maðurinn settist svo nálægt kunningja sínum,
að hann heyrði hvert orð, sem hann sagði, og hrað-
ritaði það niður. Daginn eftir vélritaði hann það,
sem hann hafði hraðritað, og sendi kunningjanum.
Skömmu síðar kom maðurinn æðandi með blöðin í
höndunum.
— Hvað er þetta eiginlega? sagði hann og var
mikið niðri fyrir.
— Það, sem þú sagðir á veitingahúsinu í gær-
kveldi, svaraði sá, sem hraðritað hafði.
—- Sagði ég þetta ? sagði hinn lágt.
— Þetta er orðrétt tekið upp eftir þér.
Maðurinn fölnaði, stakk blöðunum á sig og gekk
hægt út. Hann snerti aldrei áfengi framar.
32
VÍKINGV