Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1945, Síða 34
Þó má geta þess, að hr. Friðrik Á. Brekkan, rit- höfundur, las upp úr óprentaðri sögu eftir sig, tvö kvöld, er hann var hér á ferð. FJÁRHAGUR Heimilið naut, eins og áður, opinberra styrkja til starfseminnar, og var þeim sérstaklega varið til þess að standast kostnað við rekstur þess, enda eru það hinar einu öruggu fastatekjur. Aðrar tekjur, svo sem frjáls framlög einstak- linga, fara mjög eftir atvikum, árferði og fleiru. Er þeim tekjum sérstaklega varið til eflingar starf- seminni, bæta og fegra húsakynnin, auka bóka- safnið og fleira. Á árinu fékk heimilið styrki frá þessum aðiljum: Ríkissjóður................... 5124.99 kr. Bæjarsjóður Siglufjarðar .... 2000.00 — Stórstúka íslands ............ 1500.00 — 8624.99 — St. Framsókn hefur lagt mikið af mörkum til heimilisins, bæði beint og óbeint. Allur ágóði af leikstarfsemi stúkunnar hefur gengið beint til heim- ilisins. Og margir félagar stúkunnar hafa lagt fram mikla vinnu heimilinu til hagsbóta á ýmsan hátt. Fjöldi útgefenda blaða og tímarita hafa sýnt heimilinu þá velvild að láta því í té blöð sín og tímarit ókeypis, og er hér um töluverða fjárhæð að ræða. Ágóði af veitingasölu hefur verið nokkur, en þó minni en ætla mætti, enda hafa veitingar allar verið seldar mjög vægu verði og allmikið lægra verði en hér tíðkast. Þá má síðast en ekki sízt minnast á hinn mikla fjárhagslega stuðning, sem sjómenn, útgerðarmenn og fjölmargir einstaklingar hafa látið heimilinu í té. Hefur þessi stuðningur komið sér mjög vel, bæði til þess að borga eldri skuldir, vegna endur- bóta á húsinu og til frekari eflingar á starfseminni í heild. Er nú ákveðið, að því fé, sem safnaðist á þessu starfsári, verði varið til þess að endurnýja hitunar- tæki húsins og koma upp steypiböðum til afnota fyrir gesti heimilisins. Hafa sjómenn oft látið í ljós ósk um það, að slík tæki kæmust þar upp. BÓKASAFNIÐ Bókasafnið var nokkuð aukið á árinu og mun nú telja um 600—700 bindi. Þá var tekin upp sú ný- breytni að lána sjómönnum bækur um borð í skipin. Voru smíðaðir litlir bókakassar, er tóku 510 bindi, og gátu sjómenn tekið þá með sér um borð, einn í hvert skip, og gátu skipt um bækur eftir því, sem þeir óskuðu. Var þetta vinsælt mjög og reyndust bókakassarnir helzt til fáir. Nokkrir einstaklingar, er unnu í landi, fengu og bækur lánaðar. GEFNIR MUNIR Barnastúkan Eyrarrós gaf heimilinu 12 blómst- urvasa til þess að skreyta með borðin í veitinga- salnum. St. Brynja nr. 99, Ak.: Veggmynd af Akureyri. St. Verðandi: Málverk af Þríhyrningi. Andrés Hafliðason: Málverk af Siglufirði. Herbert Sigfússon: Málverk af Þingvöllum. Sigurpáll Aðalsteinsson: Seglskip (teikning). Starfsstúlkur Sjómannah.: Lágmynd. Árni Jóhannsson: Bækur. Eins og skýrsla þessi ber með sér, hefur Sjó- manna- og gestaheimili Siglufjarðar notið mikillar velvildar fjölda manna, bæði sjómanna og annarra. Reynslan hefur þegar sýnt, að það hefur bætt ur brýnni þörf. Fjöldi sjómanna leitar þangað í frí- stundum sínum, og starfsemi þessa heimilis hefur opnað augu margra fyrir því, að slík heimili þyrftu að vera í öllum verstöðvum landsins. Allt, sem vel hefur tekizt í starfi Sjómanna- heimilisins, og öll vinsemd í orði og verki, sem því hefur verið sýnd, er hin bezta hvatning að efla starfið sem mest, því að enn skortir mikið á, að hér sé um fullkomið sjómannaheimili að ræða. En takmarkið, sem ber að stefna að er, að hér rísi upp fullkomið sjómanna- og gestaheimili, eins og bezt tíðkast erlendis, er starfi allt árið og geti sett var- anlegan svip á menningar- og samkvæmislíf Siglu- fjarðar. St. Framsókn nr. 187 hefur eins og að undan- förnu annast rekstur Sjómannaheimílisins, og skip- uðu stjórn þess þeir: Pétur Björnsson, kaupmaður, Óskar J. Þorláksson, sóknarprestur, og Andrés Haf- liðason, forstjóri. Stjórnin vill að lokum flytja bæði starfsfólki og öllum velunnurum Sjómannaheimilisins nær og fjær, beztu þakkir fyrir samstarf og velvild á liðnu starfsári. í stjórn Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar: Siglufirði í júní 1944. Ósltar J. Þorláksson. Pétur Bjömsson. Andrés Hafliðason. 34 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.