Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 9
um Egypta. Stendur það vafalaust í sambandi við trúarskoðanir þeirra. Hafa þeir ætlað hin- um látnu að sigla á skipum þessum um höf undirheima. Hvernig voru nú þessi skip, sem Egyptar not- uðu lífs og liðnir? Gera má sér um það nokkra hugmynd, en þó ekki glögga. Listhneigðin er manninum í blóð borin. Ber það sízt að lasta. Þó myndi nú margur óska þess, að myndhöggv- arar og leturgerðarmenn á dögum Forn-Egypta hefðu látið listræn viðhorf þoka nokkuð um set, er þeir gerðu skipamyndir sínar, en nálgast fremur vinnubrögð skipateiknarans. En svo er nú ekki, og þá er að t.jalda þeirri vitneskju, sem til er. Skip Egyptanna báru þess glögg merki, til hvers þau voru notuð. Það voru ekki skip mik- illar verzlunar- og siglingaþjóðar. Egyptar voru fyrst og fremst akuryrkjumenn, bændur. Þeir þurftu skip til þess, að komast yfir ána Níl. Þeir þurftu skip til að flytja stórgrýtið í hofin og pýramídana miklu. Skip þeirra voru mjög breið, grunn og flatbotnuð, svo að auðvelt væri að flytja á þeim stór granít- og blágrýtisbjörg. Skipin voru gerð úr smáviði, stuttum plönkum, sem felldir voru saman og festir bæði með tré- saumi og þvengjum. Stafnar báðir voru bog- niyndaðir og sköguðu langt fram. Var það gert til þess, að auðveldara væri að ferma skipin og losa, þar eð trjónan hefur náð upp á þurrt land þegar flatbotnað skipið kennjdi grunns. Skip Egypta voru seglskip, en seglaútbúnað- urinn frumstæður. Siglan var gerð úr tveim i'ám, sem stóðu gleitt að neðan, sin úti við hvorn borðstokk, en voru festar saman í toppinn. Líkt- >st siglan mest trönum. Seglið var aðeins eitt, ferhyrnt þversegl, og hefur naumast komið að uotum nema byr væri mjög hagstæður. Árar Egyptanna voru með einu blaði. Réru menn standandi, og sýnir það glögglega, að skip- v í K I N G U R um þessum voru ekki ætlaðar ferðir á hafi úti, því naumast er hægt að róa standandi þar sem öldugangur er að ráði. Skipunum var stýrt með breiðum árum eða stýrum, sem komið var fyrir aftarlega á stjórn- borðshlið. Eitthvað skýli mun hafa verið frammi í stafni þessara skipa, að minnsta kosti hinna stærri. Skip Egyptanna voru allmismunandi að stærð. Flest þeirra voru lítil, en kunnað hafa þeir að gera býsna stór skip. Sagnir herma, að þegar flytja þurfti stærstu granítbjörgin, hafi verið smíðaðir sérstakir prammar, geysistórir, sem 30 róðrarbátar voru látir draga eftir fljót- inu. Er mönnum það enn í dag hulin ráðgáta, hvernig Egyptar hafa- lyft margra smálesta björgum af skipi og á. Þótt skipum Egypta hafi einkum verið það hlutverk ætlað, að halda uppi siglingum á Níl, virðast hin stærstu þeirra hafa verið nothæf til meiri háttar sæfara. Egyptar sigldu að minnsta kosti tvisvar sinnum til landsins Punt, en það er nú kallað Somaliland. Fyrri ferðin var farin árið 2750 fyrir Krists burð. Þegar foringi leiðangursins kom heim eftir giftusama för, var nafn hans höggvið á klett einn mikinn, ásamt stuttri skýrslu um ferðina. Hefur hvort- tveggja varðveitzt fram á þennan dag. Ferðin var farin að tilhlutan konungsins, til að sækja kryddvörur, og tókst hún í alla staði vel. Leið- angursmenn komu aftur með hlaðin skip af myrru, fögrum steinum og idýrmætum viði. Frá- Forngrískt skip. sögnin á klettinum endar með þeim orðum, að aldrei fyrr hafi mannlegar verur unnið þvílíkt siglingaafrek. Síðari leiðangurinn til Punt var farinn um 1200 árum síðar. Frásagnir og myndir frá þeim leiðangri voru höggnar á veggi höfs nokkurs. Segir þar, að Egyptar hafi hlaðið skip sín í 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.