Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Síða 10
W. W. Jacobs
Sakamáli slegið á frest
Það vildi Bligh skipstjóra til happs, að fátt
manna var á ferli, og eini sjónarvotturinn að
því, er hann brá fæti fyrir Pilbeam yfirlögreglu-
þjón, var roskinn maður með staurfót; hann
tók á rás á eftir Bligh, ásamt sárgrömum lög-
regluþjóninum. Skipstjórinn naut þess að hann
var ungur, og er hann kom inn í þröng trjá-
göngin í gamla borgarhlutanum í Voodhatch
linnti hann sprettinum og lagði við hlustir.
Hróp þeirra, sem eftir honum sóttu, dóu út í
fjarska, og hann var farinn að ganga rólega
þegar hann heyrði ákaft pjakkið í staurfætinum
á aðra hlið sína, en kór háværra radda á hina.
Það var greinilegt að eftirleitarmönnum hafði
fjölgað.
Hann stakk við fótum, og var á báðum áttum.
Síðan oþnaði hann dyr, sem stóðu í hálfa gátt í
steingarði einum, og gægðist inn fyrir. Hann sá
lítinn skrúðgarð með gangstíg lagðan tígulstein-
um; þar uxu snyrtilegar myrtusjurtir og blómg-
aðar plöntur í nýlegum leirkerum, og hann
smeygði sér inn og lokaði dyrunum á eftir sér.
„Nú?“ sagði þurrleg rödd. „Hvað viljið þér?“
Bligh skipstjóri snerist á hæli, og sá unga
stúlku standa í vígalegum stellingum í opnum
dyrum hússins.
„Uss!“ sagði hann og^bandaði að henni fingri.
Blóðið þaut fram í vanga ungu stúlkunnar
og augu hennar leiftruðu.
„Hvað eruð þér að vilja inn í garðinn okkar?“
spurði hún.
Það létti yfir svip skipstjórans, þegar hann
heyrði raddirnar fjarlægjast. Hann sneri upp
á yfirskeggið og virti stúlkuna fyrir sér með
ófeilinni aðdáun.
„Á flótta“ sagði hann. „Það munaði samt
minnstu að þeir næðu mér“.
„Þér hafið ekkert leyfi til að flýja inn í garð-
inn okkar“, sagði stúlkan. „Undan hverjum er-
uð þér að flýja?“
„Feitum lögregluþjóni“, sagði skipstjórinn
kankvíslega og sneri upp á yfirskeggið.
Ungfrú Pilbeam, einkadóttir Pilbeams yfir-
lögregluþjóns, greip andann á lofti.
„Hvað hafið þér gert af yður?“ spurði hún,
jafnskjótt og hún hafði náð valdi á rödd sinni.
„Ekkert“. sagði skipstjórinn þóttalega. „Ég
var að sparka steinvölu eftir götunni og hann
skipaði mér að hætta bví“.
„Nú?“ sagði ungfrú Pilbeam óþolinmóð.
„Við fórum að jagast", sagði skipstjórinn.
,.Ég hef skömm á lögregluþjónum — feitum
lögiægluþjónum — og meðan við töluðumst við
missti hann jafnvægið og steyptist á hausinn í
forarleðju við vegkantinn".
„Missti hann jafnvægið?" sagði ungfrú Pil-
beam andaktug.
Skipstjóranum bótti vænt um hve áfiáð hún
var. „Þér hefðuð hlegið ef þér hefðuð séð hann“,
sagði hann brosandi. „Verið þér óhrædd. Hann
hefur ekki náð mér ennþá“.
„Nei“, sagði stúlkan með semingi. „Ekki
ennþá“.
Hún starði á hann með svo hyldjúpa þrá í
augum, að skipstjóranum hnykkti við, þótt
sjálfstraust hans væri annars ekki skorið við
nögl.
„Og hann skal aldrei ná mér“, sagði hann og
endurgalt augnaráð hennar.
Ungfrú Pilbeam varð hugsi. Hún var kröft-
uglega vaxin, en henni var ljóst að hún hafði
ekkert að gera í hendurnar á þessum glæpa-
manni, sem frammi fyrir henni stóð og sneri
upp á skeggið og hagræddi hálsbindinu. Og
faðir hennar kæmi ekki af verði fyrr en klukkan
níu.
„Ég býst við að yður langi til að bíða hér til
myrkurs?" sagði hún eftir nokkra þögn.
„Ég vildi hvergi bíða fremur en hér“, sagði
skipstjórinn áfjáður, en þó virðulega.
„Þér vilduð kannske koma inn fyrir og hvíla
yður?“ sagði stúlkan.
Bligh skipstjóri þakkaði henni gott boð, tók
ofan húfuna og fylgdi á eftir stúlkunni inn í
litla stofu, sem sneri að götunni.
„Pabbi er ekki heima“, sagði hún og leiddi
hann til sætis í hægindastól, „en ég er viss um
44
VÍKINGUR