Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 18
um vélbilana, og svo Elsa rétt undir að við hættum. Lífiö um borö. Nú er þar til að taka, er við vorum lagstir á Suðurhöfn, að skipst.ióri og leiðangursstjóri fóru í lancl að hitta „Övrighedsmanden“, eða hvað Danir kalla það nú, til að sýna honum skjöl og skilríki leiðangursins. En trillubáta- menn að taka upp veiðarfæri sín og beita og búa sig undir að róa þegar í stað. En strax fréttum við hjá Færeyingum og Norðmönnum, sem við hittum, að aflatíminn á línu, á svæðinu út af K’angerdluarssoruseq, væri þegar búinn og fiskurinn orðinn tregur, og þeir bjuggust við hléi, unz fiskurinn færi að fást á handfæri. Það varð ekki úr, að við gætum náð í vatn strax fyrsta daginn, því að þarna er aðstaða til vatnstöku .mjög slæm; mun ég síðar lýsa því betur. Fóru trillurnar þegar í stað að róa og var ekki að spyrja að því, að þær rótfiskuðu fyrsta hálfan mánuðinn, þrátt fyrir umsögn útlend- inganna, að fiskurinn væri farinn að tregast. Það varð meðal annars til þess að hætt var við að halda norður eftir, þótt sögur gengi um meiri afla þar. En er þessa aflahrotu þraut, var komið ann- að babb í bátinn, sem sé, að kolabirgðirnar voru mjög gengnar til þurrðar og þótti yfir- mönnum sýnt, að ekki hlýddi að leggja út í siglingu norður, ef takast mætti með þeim hætti að treina kolin eitthvað lengur, unz nýjar birgðir, sem ráð hafði verið fyrir gert, bærust yfir hafið. En það á Súðin með sanni, í viðbót við öll sjógæðin, að hún þarf með ódæmum af kolum, þótt legið sé um kyrrt, hvað þá heldur, ef verið er á siglingu. Það fór því svo, að við urðum með öllu kola- lausir kringum 15. ágúst og rættist ekki úr því fyrr en þann 25. ágúst, að m/s Oddur kom með 200 tonn af kolum frá Reykjavík. Hafði gengið illa hjá Steindói'i að ná sam- bandi heim í gegnum dönsku loftskeytastöðina í Færeyingahöfn. Þessa 10 daga, sem við vorum kolalausir, björguðum við ástandinu við með því að vera á sífelldu flakki á lífbátnum um allan fjörð og safna rekatimbri, aðallega sildarkössum frá norsku skipunum, sem við svo notuðum ásamt 2 tonnum af kolum, sem við gátum fengið lán- uð hjá dönsku birgðaskipi, sem lá þarna, til að halda við hita í skipinu, lítilsháttar ijósum og til matselda. Fór í þetta afar mikil vinna og þar að auki varð að blása út alla gufu af aðalkatlinum, svo að ekki var hægt að hreyfa vindur skipsins né hafa frystivélarnar í gangi, svo að við vorum í vandræðum með að geyma beitusíldina og einnig varð öll vinna um borð, sem vant er að nota vindur til hjálpar við, að gerast með handafli, og það var ekki þægilegt sökum þrengsla á þilfari. En pláss á þilfari Súðarinnar er ekki heppi- legt fyrir fiskaðgerð, því að yfirbyggingar, gufuvindur, 4 talsins, og þrennir lestarkarmar taka upp svo að segja alla miðju þilfarsins, aftur úr og fram úr, og þess utan er svelgur mikill yfir miðlestinni milli brúar og fram- þilja, þar sem eingöngu mjó gangbrú lá á milli fram- og afturþilja. En svelginn var ekki hægt að nota öðruvísi en sem opna lest. Geymd- um við fyrst í honum benzín og olíur. Síðar söltuðum við fyrstu söltun í hann, beggja megin við lestarop. Og loks er kolin komu, urðum við að geyma í honum næstum helming þeirra og aka þeim síðan í hjólbörum aftur í boxin jafnóðum og þau eyddust. Varð þá að moka þeim upp fyrir sig á börurnar. Má segja, að handaflið yrði lengst af að ráða vinnuað- ferðunum. Á framþiljunum gerðum við að, sitt hvoi'um megin við vindurnar og lestaropið, og var þá enginn gangur til fram í íbúðirnar, fyrir þern- urnar með matinn, nema að klifrast yfir vind- urnar og hálfopnar lestarlúgurnar. Ekki held ég að hefði hentað að vera í silkikjólum eða á háhæluðum skóm við það. Þarna framan við var fiskurinn heystur úr bátnum með hjálp bómunnar. Var til þess notaður stór háfur og úr honum hvolft í kassa, sem stóð ofan á lestarlúgunum, og svo var tínt upp úr kassanum á vigtina, sem tók 200 kg. í einu og sá Þórarinn fiskimatsmaður um allt réttlæti þar að lútandi, og var ekki örgrannt um, að maður yrði að sýna þessum tækjum töluverða nærgætni. Meðan kolaleysið stóð yfir, varð að tosa fisk- inum upp með handafli í litlum körfum, og fqngust venjulega við það tveir traustir og hamrammir kappar úr hásetaliðinu. Allt plássið, bakborðsmegin, að aftan og fram að kolalúgum, mátti heita upptekið handa beitingamönnunum af trillunum og Papey. Var slegið upp kassafjölum og pappa utan yfir milli öldustokks og bátaþilfars, svo langt aftur sem það náði, til að mynda skjól við beiting- una. Sömuleiðis var þiljað úr kassafjölum á sama hátt undir brúarvængnum bakborðsmegin handa kvenfólkinu, til þess að annast þar 52 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.