Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 19
Frá Gramlandi. Iiúsin í Norðmannahöfn. þvotta. Var þar við síðuna látinn liggja annar léttbáturinn, og haft í honum vatn í segli, sem svo var dælt nmð handafli eftir þörfum bvotta- kvennanna og einnig á vatnsgeyma skipsins, til að spara ferðir inn á hafnirnar eftir vatni. Eini frjálsi gangurinn um skipið var bví stjórnborðsmegin frá svelg og aftur lír, og þó raðað þar tunnum og ýmsu dóti líka. Trillumennirnir unnu sjálfstætt við sína at- vinnu. Höfðu 1 mann af bát um borð við beit- ingu mcðan hinir voru á sjónum og lögðu afl- ann inn oftast hausaðan og slægðan. En svo sá skipshöfn Súðarinnar, karlar og lconur, um verkun hans að öðru leyti. Sú trillan, sem gerði bað bezt, var „Leifur heppni“ frá Akranesi. Voru á henni harðdug- legir menn og samhentir og sjáanlega vanir að heirnta auð úr Ægisdjúpi, enda útbúnaður allur hjá þeim svo sem til fyrirmyndar mátti vera. Þcir fiskuðu yfir tírnann 75 tonn af hausuðum og slægðum þorski. Nokkuð fisk- aðist einnig af smálúðu líka. Það mátti segja, að fiskurinn til að byrja með væri afskaplega horaður. Sögðu trillu- mennirnir, að maginn í honum væri alveg tómur. Hef ég sjálfur ekki séð horaðri fisk við Island, nema sumt af göngufiski, er kemur inn í Breiðafjörð snemma á vorin, en hlut- föllin af magni þess horaða miklu minni. En svo begar komið va" ’ endi ágúsV' ínaðar og byrjun september, var fiskurinn '"'hn prvði- lega feitur og sá horaði næstnm. h^’finn. Það mætti segja frá mörgu sk^mmtilegu af lífinu um borð, en hér er ekki rúm til þess og verð ég því að lofa lesanda '.um að æfa eigið hugmyndaflug um hið persóimlega sam- spil og samkomulag einstaklinganna í sam- bandi við dagleg störf og hagnýtingu hvíldar- tíma. Fer svo jafnan þar sem margt fólk er saman komið víðs vegar að, að mörg verða til- brigði gamans og gleði, kunnáttu og leikni. Má maður þá ckki gleyma þeim aðstæðum um- hverfisins, er skapast af breytileik veðurfars- ins, • birtu dags og blárökkri nætur, og bessu öllu, sem stuðlar að því að skipta huganum milli rómantíkur og raunsæis. En svo var vinnutíma okkar háttað sam- kvæmt samningi, að við áttum að vinna 8 tíma á sólarhring. einhvern tíma á tímabilinu 00.00 til 24.00, en ef maður vann lengur, þá reikn- aðist það se.m eftirvinna næstu 3 tímarnir og síðan næturvinna og var það stýrimannsins v i K i N G u R 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.