Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 37
klukkustundum áður. Vélbáturinn Gotta er ein- hvers staðar úti í sjávarmyrkrinu; hún heldur vörð fyrir mennina á skerinu, fór út í óveðrið um níuleytið á laugardagskvöld, en er búin að missa loftnetið og getur ekkert samband haft við land. Um tíma voru menn farnir að óttast um hana. Herðubreið er búin að missa akkerið og ligg- ur oftast við laust. Með henni eru 30 farþegar, meðal annars konur og börn. Hún hefur reynt eftir megni að líta eftir Nönnu, sem er nú með bilað stýri, en í birtingu sést það, að hún er horfin — eitthvað út í buskann. Og við Edinborgarbryggju í austurhöfninni í Eyjum er efsta hæð Hraðfrystistöðvarinnar eitt logandi bál, sem lýsir upp bæinn, þar sem allir vaka, nema yngstu börnin. En í mörgum húsum er kertaljós, því veðrið er búið að rífa og slíta rafmagnslínur við ýmsar götur. / sólarhring við Faxasker. En nú verður farið fljótt yfir sögu. Á ellefta tímanum á sunnudagsmorguninn hefur teldzt að slökkva í Hraðfrystihúsinu. Þá er einnig vitað, að Gotta er ofan sjávar, en um klukkan eitt heyrðist í Nönnu, sem er með bilað móttöku- tæki, en getur skýrt frá því, að hún sé stödd 35 til 40 sjómílur vestur af Eyjum, reki hjálp- arlaust, en sé þó ekki í bráðri hættu. Ógerningur er að komast út í Faxasker. Klukkan sex um kvöldið, tala menn úr Björg- unarfélaginu við Herðubreið og spyrja, hvort reynandi sé þá að senda út bát. Herðubreið þvertekur fyrir það. Klukkan tíu kemur Gotta inn á höfnina, hefur þá verið við Faxasker í rúmlega sólarhring. Menn hafa hug á að senda annan bát á vörðinn, en það er ekki fært út úr höfninni. Brimið er geysimikið og stormur- inn um 10 vindstig. En það hefur heyrzt frá Nönnu, að hún sé búin að koma stýrinu í lag að einhverju leyti og sé á heimleið. Þá eru Sæbjörg og Ingólfur Arnarson farin að leita að henni. Herðubreið liggur hins vegar fyrir Eiðinu. Slysavarnafélagið hefur ekki beð- ið hana að fara í leitina, þar sem hún er með 30 farþega innanborðs. Lokaþátturinn. Og svo hefst síðasti þátturinn klukkan sex á mánudagsmorgun. Vélbáturinn Sjöfn leggur út úr höfninni og „fyrir klettinn" að Eiðinu, þar sem hann tekur björgunarbát, mannaðan níu völdum sjómönnum, og heidur áleiðis að Faxa- skeri. Vindur er þá suðaustlægur, um níu vind- stig. Ferðin gengur greiðlega, en er þó langt í frá hættulaus. — Björgunarbáturinn sleppir Sjöfn og heldur að skerinu, og innan stundar eru fjórir menn komnir upp í það. Þar finna þeir, í svolitlu afdrepi, lík Gísla Jónassonar stýrimanns og Óskars Magnússonar háseta. Þeim er komið um borð í björgunarbátinn og síðan flutt upp á Eiðið, við bátaskýlið. Þá eru liðnar rösklega 40 klukkustundir frá því Helgi fórst. En um líkt leyti kemur Nanna inn á höfnina heil á húfi og svo Herðubreið. Og um Vestmannaeyjar allar blakta fánar í hálfa stöng. Það er eitthvað verið að gera við slitnu rafmagnstaugarnar, en annars er lítið unnið. G. J. Á. Varðar-slysið Framh. af bls. 42. Var þá strax ákveðið að leysa báta og fleka, en þar sem bakborðsbáturinn var þá svo nálægt sjómáli, að ógerningur reyndist að koma hon- um út, vegna þess að öldurnar skelltu honum jafnharðan upp aftur, tókum við til þess ráðs, að losa stjórnborðsbátinn, þó ókleift væri að koma honum á flot. Hann var þá laus, ef skipið sykki, sem nú var að verða fullljóst. Myndi hon- um að öllum líkindum skjóta strax upp. Einnig leystum við björgunarflekann, og höfðum hann til taks í sama tilgangi. Loftskeytamaðurinn, Grímur Jónsson, hafði staðið vörð í klefa sínum, þar til hann var í sjó upp að mitti, og senditækið brann yfir. Þá braust hann upp í efri brú, til þess að reyna að tala þar í „varastöð", en tókst ekki, þar sem allt fyllti einnig þar. Gat skipstjórinn, Gísli Bjarnason, náð honum út á síðustu stundu, og komst Grímur aftur eftir til okkar við illan leik. Gísli skipstjóri komst aftur á móti ekki lengra en á aftur-„gálga“. Þannig var það, er skipið hallaðist svo, að sjórinn fór að renna inn í reykháfinn. Ég fyrir mitt leyti sá þá fyrst, að skipinu yrði ekki bjargað, en annars var það mín fasta trú fram að þessu, að það mundi takast. Þar sem við sáum, að ekki var annars úrkosta en að treysta aðallega á bátinn, settumst við allflestir í hann, og biðum þess rólegir, að skipið sykki, sem nú var skammt að bíða. Flestir okkar eru syndir, og sumir afbrags- sundmenn, en aðrir ósjmdir. Æðruorð heyrðist þá ekki frá einum einasta manni. Við sjáum nú „Bjarna Ólafsson" koma svo nálægt skut „Varðar“, að ég var kominn úr jakkanum og var að hugsa um að synda yfir til hans, en þá sá ég að kjölurinn á „Verði“ var að koma upp VÍKINGUR 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.