Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Síða 40
Itfflinnmcjsirorð:
JÓHANN JÓIMSSOIM
VÉLSTJÓRI
Jóhann Jónsson, vélstjóri, var einn af fimm,
er fórust við hið hörmulega slys, er togarinn
„Vörður" frá Patreksfirði sökk í hafið að
kvöldi þess 29. janúar s.l. Jóhann var 2. vél-
stjóri á skipinu, reyndur maður í sínu starfi,
hafði marga svaðilför farið á undanförnum ár-
um. Sigldi á Patreksfjarðartogurunum öll styrj-
aldarárin, svo að engin ferð féll úr, oftast sem
1. vélstjóri. Ungur byrjaði hann sjósókn, aðeins
14 ára, sem hjálparmatsveinn á gamla „Nirði“.
Árið 1916 réðist hann kyndari á „Eggert Ólafs-
son“ á síldveiðar, og svo til náms um haustið,
sem járniðnaðarnemi. Hugurinn stefndi þá til
þess, sem síðar varð, að verða vélstjóri. Hann
var strax ötull og kappsamur og stefndi ákveð-
inn að vissu marki. Vélstjói'aprófi lauk hann
við véiskólann 1925, og vann þá upp frá því,
sem undirvélstjóri á skipum úr Reykjavík. Ár-
ið 1935 flutti hann vestur á Patreksfjörð og
var á togurum þaðan til síðustu stundar, að
undanteknum nokkrum mánuðum, sem hann
var 1. vélstjóri á togaranum „Elliðaey" frá
Vestmannaeyjum á síðastliðnu ári. Jóhann var
prýðilega liðinn, jafnt af undirmönnum sem
yfirmönnum sínum. Hann var vel fær í sínu
starfi, duglegur og kjarkmikill, lyndisgóður og
félagslyndur.
Jóhann fæddist 30. maí 1901 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Arnbjarn-
ai'dóttir og Jón Jónsson sjómaður. Þau eignuð-
ust sex börn, sem öll eru á lífi nema Jóhann,
en hann var næst elztur sinna systkina. Móðir
hans dó 1916. En faðir hans er á lífi mjög ern,
77 ára gamall. Jón kvæntist í annað sinn Lilju
Sigurjónsdóttur, og eiga þau fjögur börn. Lilja
reyndist stjúpbörnum sínum sem bezta móðir,
og skoðaði Jóhann hana sem aðra móður sína,
mat hana og virti til hinztu stundar. Kona
Jóhanns er Lára Sigfúsdóttir, ættuð frá Siglu-
firði. Þau eignuðust sjö börn og eru tvö þeirra
innan fermingar. Áður en samvistir þeirra tók-
ust, eignaðist Jóhann son, sem býr hér í bæn-
um og stundar rafvirkjanám.
Jóhann bjó á Vatneyri á Patreksfirði frá
því hann réðist á skip þaðan; átti þar ágætt
hús og heimili og myndarleg börn. Þar undi
hann bezt hag sínum og þangað var hann flutt-
ur til hinztu hvíldar, að afstaðinni minningar-
athöfn hér í Reykjavík. Jarðarför hans verður
um leið minningarathöfn hinna fjögurra félaga
hans, sem hlutu hvílustað úti í miðju Atlants-
hafi við hið hörmulega slys.
Slíkir atburðir sem þessi, vekja harm og
trega í brjóstum margra, og íbúar Eyrakaup-
túns munu allir drjúpa höfði með trega í brjósti
yfir missi ágætra manna. Sárastur er söknuð-
urinn hjá börnunum sjö og móður þeirra, öldr-
uðum föður, stjúpmóður og hinum mörgu syst-
kinum, er öil sakna vinar í stað, er féll sem
hetja, við skyldustörf sín á hafinu, svo skyndi-
lega í blóma lífsins.
S. Á. Ö.
Sjóslysíð við Veslmanna-
eyjar 7. janúar 1950
Enn hefur þjóSin mín orðið að sjá
af ötulum, daöríkum sonum,
viö skyldur á hafinu féllu þeir frá
foreldrum, börnum og konum.
í sorginni þjóð mín í einingu er,
þá ástljúfu drengina góðu
með kærleik og lotningu kveður hún hér,
sem hvarvetna hugdjarfir stóðu.
Maður, hvar lítur þú fegurri fórn
en farmannsins störfin á ægi?
Það reynir á vizku og valmennsku í stjórn
við válynda bylgjunnar slagi.
Hetjunnar þorið í hjartanu býr
þá haföldur ógnandi nsa
og stormurinn háværu strengina knýr
og strandljósin ná ekhi að lýsa.
Hver getur meira en lífið sitt lagt
í lífsstarfi sínu að veði?
Um sjómannsins afrek ei orð geta sagt,
hann ódeigur vinnur með gleði.
Hver ætti fremur en hetjan um haf
heiðursins orður að bera,
sem þrek sitt í fórn fyrir þjóð sína gaf ?
en þannig á sonur að vera.
Hetjurnar tíu, sem hnigu í val
á hyldjúpu bárunnar vengi,
þær áttu þann manndóm, sem myrkvast ei
skal,
en minningar geyma svo lengi,
Hafið, það syngur þeim sorgþrungið Ijóð
á sævarins voldugu strengi.
74
VÍKIN □ U R