Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 1
SJÓMANIMABLAÐIÐ UÍKlHöUR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XV. árg. 9. tbl. Reykjavík, september 1953 Kaldar kveðjur ÍJtgerSarmenn og bla'Samenn í Bretlaitdi hafa sent íslenditigum nœsta kaldar kveSjur nú um hríS. Er þar fremst í flokki bla‘Si‘8 The Fishing Netvs, sem nú hefur veri<5 stœkkdð til mikilla muna. VirSist sú stœkkun ekki hvaS sízt hafa veriS til þess gerS, að fá aukiS rúm fyrir róggreinar um Islendinga, og þá alveg sérstaklega íslenzka sjómenn. Kemur nú varla svo út bla<5 af The Fishing News, aó þar séu ekki greinar fullar af fjandskap í gar'8 íslendinga, þar sem þeim eru bornar á brýn hvers konar vammir og þeir sakadir um fádœma varmennsku. Þegar bld8i8 skýrói um daginn frá töku brezka togarans, sem sektaður var fyrir landhelgisveióar vi<5 Austfir<5i, talaði The Fishing News um „villimennsku“ Islendinga, „óskammfeilni“ og þar fram eftir götunum. Einhver svívirðilegasta greinin, sem bla<5 þetta hefur ennþá birt í tilefni af landhelgisdeilunni, sá dagsins Ijós í dálkum þess 19. september s.l. Er hún byggö á vi<5tölum vi<5 nokkra brezka togaraskipstjóra. Þar eru borin á bor<5 fyrir brezka lesendur svo svívirdileg ósannindi um íslendinga, a<5 anndö eins hefur naumast heyrzt á<5ur, þótt mörg ófögur or<5 liafi brezkir útger<5armenn og skipstjórar látiö eftir sér hafa. Þarna er fullyrt, a<5 Islendingar sýni hina mestu villimennsku gagnvart sjúkum sjómönnum brezkum og hagi sér eins og varmenni, þegar enskir togarar hafa orðið fyrir sjótjóni og þurft a<5 leita á ná<5ir þeirra um viögeröir eða aðra hjálp. Þá er staShœft, að allir brezkir togarar, sem teknir eru af íslenzkum varöskipum, hljóti háar sektir, hvort sem þeir hafa veriö innan landhelgi eða utan! Fari<5 er háöulegum oröum um íslenzka sjómenn í sambandi viö fiskflutninga þeirra til Bretlands á stríösárunum: Þeir þykist hafa lagt sig í mikla hœttu og goldiö verulegt afhro<5, misst hlutfallslega mikiö bœ<5i af mönnum og skipum, en sannleikurinn sé sá, að þaS tjón muni vera tífallt minna en þeir vilji vera láta. Loks klykkir bla‘Si‘8 út me8 þeim spaklegu or8um, að Ijótustu sögurnar um fram- komu íslendinga í gar8 brezkra sjómanna séu ennþá ósag8ar. Þær kunni þó a8 ver8a rifjaSar upp vi8 tækifœri! Þarflaust œtti a8 vera að segja nokkrum íslenzkum manni hvers konar skrílblaóamennska hér er á fer8inni. Hitt er aftur á móti nau8synlegt, a8 brezkur almenningur fái a8 vita sann- leikann í þessum efnum, þar eð þa.8 getur haft mikilvœg áhrif í sambandi vi8 lausn land- helgisdeilunnar. íslenzk stjórnarvöld og a8rir, sem a8stö8u hafa til, þurfa því að koma sem ví8ast á framfæri réttum upplýsingum um styrjaldarfórnir Islendinga, liin giftusamlegu björg- unarstórf þeirra, sem brezkir sjómenn hafa ekki sízt noti8 góös af, svo og afsónnun þeirrar ósönnu staöhœfingar, aö Englendingar búi hér viö annan og minni rétt en aörar þjóöir. En framar öllu ööru veröa Bretar að fá aö vita þaö, aö Islendingar trmnu aldrei slaka til um hársbreidd í sambandi viö fiskveiöilandhelgina. Svíviröingar og œrumeiöingar brezkra út- geröarmanna, togaraskipstjóra og blaöasnápa breyta þar engu um. Þœr lýsa aöeins vanmáttugri reiöi skammsýnna manna, sem ekki njóta í fullum mœli þeirra hlunninda, aö mata krókinn á kostnaö íslendinga. G. G. Ví KIN □ U R 1B9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.