Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 24
Risaskatan ... Framh. af bls. 200. Ég varpaði frá mér öllum harmahugsunum um það, sem skeð var. Nú einbeitti ég hugan- um að því að bjarga lífinu og losna á einhvem hátt við þessa djöfullegu risaskötu, sem valdið hafði slíkri bölvun. Ég greip skeiðahnífinn minn qg batt hann fastan við krókstjaka, sem ein- hvem veginn hafði orðið eftir innanborðs. Svo hallaði ég mér eins Iangt út og ég gat og reyndi að skera á kaðalinn. En hvernig, sem ég reyndi, gat ég ekki náð til hans. Við vorum bjargarlausir og dauðadæmdir. Ég leit á þann innfædda. Hann sat á þilfar- inu, hélt sér í leifar af borðstokknum og reri fram og aftur. Hann var gagnslaus, þegar mest þurfti á að halda. Það var ekki um annað að ræða en setja traust sitt á byssuna. Hættan var bara sú, að skatan, sem tjóðmð var svona nærri bátnum, myndi stökkva upp, þegar kúl- urnar hittu hana, og annað hvort hvolfa bátn- um eða skella sér yfir hann og brjóta í spón. Ég tróð skotum í riffilinn og stóð rólegur og beið færis. Brátt kom trýni, síðan partur af dökku baki upp á yfirborðið. Ég heyrði smell sem það var hinn hrausti danski Petersen eða Sörensen), fékk aldrei inngöngu í flotann. Niels Juel hafði verðskuldað það hrós, sem hann öðlaðist, og þau jarðnesku gæði, sem féllu honum í skaut. Skipstökuprósenturnar fyrir hei’teknu skipin var enginn smápeningur. Þá peninga notaði hann til þess að eignast Valdi- marslot á Taasige, sem enn þann dag í dag er eign niðja hans. 1 hinni fögru grafhvelfingu í Holmeskirkju, þar sem Tordenskjold sefur sinn síðasta blund, liggja jarðneskar leifar Nielsar Juel. Kistan hans stendur við hliðina á kistu trúföstu eigin- konunnar hans, sonar hans og tengdasonar. Hinir stóru fjölskyldufánar hreyfast fyrir dragsúgnum, hvíti marmarinn setur sinn blæ á kapelluna, en í baksýn eru 8 myndir af frægustu afreksverkum hans: Umsátur Kaup- mannahafnar — Gotland sigrað — Orustan við Bornholm — Orustan við Öland — Orust- an við Mön — Bardaginn í Kögeflóa — Sigur- inn við Rúgens — Slagurinn í Kalmarssundi. Maður getur ekki annað en orðið snortinn af þeim hluta sögunnar. sem er eins og tali út frá þessum minningum um gullöld Danmerkur og hugurinn staðnæmist víðar en hjá orust- unum og fallbyssudrununum, hann stöðvast hjá hinni göfugu persónu, sem skildi, að fólkið þurfti fremur þjóðlegan sigur en að þvinga fjandmanninn á kné. og sá kipp fara um skepnuna, þegar kúlan hitti. Áður en skatan gæti tekið viðbragð eftir skotið, sendi ég henni annað. Kaðallinn kipptist til og sjórinn freyddi. — Skatan kom æðandi að bátnum og lyftist upp úr vatninu. Ég sá gríðarstóran væng stefna beint niður yfir mig, þar sem ég stóð í skutn- um. Ég gerði mér ekki ljóst hvað ég hugsaði, heldur mun eðlishvöt hafa bjargað mér. Ég kastaði mér útbyrðis. Ekki veit ég hve lengi ég var í sjónum. Ég var orðinn sljór í höfðinu af undangengnum atburðum. Ég mundi, að við Cap höfðum jafn- an haldið því fram, að við hræddumst ekkert. Ef til vill hafði það verið satt. En það var ekki satt lengur. Nú vissi ég hvað dauðans angist var. En brátt tók ég eftir því, að báturinn var hættur að hringsóla. Mér virtist óskiljanlegt, að skrímslið væri farið að spekjast. Ég synti varlega í átt til bátsins. Ég hóf mig upp og valt inn yfir brot- inn borðstokkinn, svo skreið ég fram á þilfarið, ennþá sljór og dasaður. Sá innfæddi sat á sama stað, með sama tómlega, sljóa svipinn á andlitinu. Fáeina metra frá bátnum maraði skatan í vatnsskorpunni, sem nú var lituð blóði hennar. Risaskatan var dauð. Ég reisti hann við og benti. Hann virtist smá saman átta sig á hlutunum og byrjaði að babla ákaft og svo hratt, að ég greindi engin orðaskil. Stormurinn jókst og hrakti okkur, að því er okkur fannst, eilífðartíma. Myndi okkur verða bjargað? Ég reyndi að líta ekki þangað, er ég hafði bundið niður lík Caps. Ég hugsaði um að fara útbyrðis og skera okkur frá skötunni. En ég var altekinn doða, sem ég hafði aldrei fund- ið til áður. Ég reyndi að hugga mig við það, að ég væri þó lifandi. Og þegar langt var liðið á dag heyrði ég vélaskrölt. Bátur hafði farið að leita okkar og fundið okkur. Þegar ég var kominn í höfn, leit ég út yfir víkina, þar sem bardaginn hafði hafizt, og ég hlustaði á innfædda piltinn skýra fólki sínu frá því, hvernig ég hefði létt bölvun risasköt- unnar af þorpi þeirra. Ég hugsaði til Cap Harnett og virti fyrir mér brotinn bátinn. Það hafði orðið dýrt að létta af þessari svokölluðu bölvun þeirra. Alltof dýrt. En skeð varð ekki aftur tekið. Og eitt vissi ég víst: Ég hafði í síðasta sinn hætt mér í bardaga við risaskötu. Ég myndi hafa vit á að forðast það eftirleiðis, hvort sem bölvun fylgdi þeim eður ei. 212 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.