Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 19
Júlíus Ólafsson: Haf rannsóknir Síðustu áratugi hafa efnisvísindin meira og meira lagt undir sig heiminn. Fáar efnislegar framkvæmdir eru taldár mögulegar án þeirra íhlutunar. Ein grein efnisvísindanna er fiskirannsóknir. Þær þjóðir, sem hagsmuna hafa að gæta — og eiga efnalega afkomu sína að meira eða minna leyti undir fiskveiðum, leggja nú aukið kapp á að kynna sér lifnaðarhætti og göngur fiskjarins um úthöfin og við strendur landanna. íslendingar, sem tvímælalaust eiga lífsafkomu sína undir fiskveiðum, taka nú með ári hverju (á eigin skipum), vaxandi þátt í fiskirannsóknum á hafinu og þeim þingum, sem um þessi mál fjalla á alþjóðavett- vangi. íslenzka þjóðin stendur einhuga um þessa vís- indagrein og væntir sér mikils af henni. Þjóðin vill fórna fé og fyrirhöfn til að skapa sér skilyrði til að leysa sitt mikla hlutverk sem bezt af hendi. ís- lendingar hafa haft og hafa í mörg hom að líta. Kemur þá til álita, hverju beri fyrst að sinna. Full- komið nýtizku hafrannsóknaskip hefir ekki verið fyrir hendi fram að þessu, á borð við þau fiski- rannsóknarskip, sem stærri og auðugri þjóðir hafa ráð á að gera út, enda naumast til þess ætlast, með neinni sanngirni, að fámenn þjóð geti keppt við þær í þeim efnum. Samt þokast þessi mál öll í áttina að því marki, sem stefnt hefir verið að, þannig, að full- komlega útbúið og gott skip til fiskirannsókna er að koma í þjónustuna og þegar lagður að nokkru grunn- ur að fiskivísindahöll í höfuðstaðnum. Þetta eru áfang- ar, sem vert er um að geta, því að ef vel er á haldið, marka þeir tímamót. Fiskirannsókna- og varðskipið María Júlía var hyggt til þessarar starfsemi. Var sérfræðingur fiskirann- sóknanna þar með í ráðum. Kom þetta skip til lands- ins í aprílmánuði 1950. Eins og kunnugt er, var það smíðað í Danmörku. Þegar farið var að nota skipið, komu í ljós ýmsir annmarkar, skipið of lítið á fjar- lægari rannsóknarsvæðum, ásamt öðru fleiru. Var nú enn herjað á ríkisstjóm og alþingi að útvega stærra og enn fullkomnara skip til fiskirannsóknanna. Mitt í öllu fjármálaöngþveitinu og fjáraustrinum voru sum- ir gætnustu og sparsömustu menn alþingis jafnvel með tillögur um kaup á tveimur stórskipum til haf- rannsókna. Skip, sem kosta myndu milljónatugi, ef hyggja ætti og húa með öllum fullkomnustu rann- sóknartækjum. Á þeim háa og virðulega stað, alþingi íslendinga, var þannig litið á málin, að stórfé á þjóð- armælikvarða var ekki talin of mikil fórn fyrir þetta nauðsynjamál. Allt kapp er bezt með forsjá. Hvað sem verða kann í framtíðinni um þessi skipakaup, VÍKINGUR þá varð það úr að þessu sinni, að varðskipið „Ægir“ varð fyrir valinu. „Ægir“ er um 500 smálesta skip, byggður 1929 hjá skipa- og vélasmíðastöðinni Bur- meister & Wain í Kaupmannahöfn. Þótt „Ægir“ sé 24 ára gamall, er hann eitt af traustustu skipum flotans. Hann hefir það fram yfir mörg önnur skip sömu tegundar, jafnvel þau, sem yngri eru en hann, svo skiptir tugum ára, að aðalvélin hefir ekki fram að þessu bilað, svo tjón hafi af hlotizt. Ég vona og bið guð, að gifta skips og skipshafnar verði ekki minni en verið hefir, þegar nú er farið inn á hið veigamikla athafnasvið fiskirannsókna. Hjá því varð ekki komizt að gera ýmsar breyting- ar og endurbætur á „Ægi“. Eru þær ekki allar ennþá komnar til framkvæmda. Samtímis þessum aðgerðum fór fram 24 ára flokkun skips og véla; var þar furðulítið ábótavant. Áður var ákveðið að skipta um stýrishús á skipinu. Var það tréhús, sem alltaf lak og auk þess óhæft og þröngt til að rúma þau mörgu og fullkomnu tæki, sem koma áttu í skipið, þegar breyta átti því í rannsóknarstöð. Var byrjað á þess- um framkvæmdum í byrjun júnímánaðar. Þeim lauk ekki fyrr en 20. ágúst, að skipið fór úr höfn. Útgerð- arstjóri landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, lét einskis ófreistað til að flýta framkvæmdum, svo að skipið kæmist sem fyrst af stað út á síldarmiðin með hið dýrmæta og þráða „Astictæki“, en hugir og óskir síldveiðimanna, útgerðarmanna og raunar allrar þjóð- arinnar höfðu bundið miklar vonir við þett áhald. Var þessu mikla verki lokið nálægt tilteknum tíma. Með Astictækinu komu til landsins tveir sérfróðir menn til að sjá um niðursetningu á því. Gekk sú vinna öll- um vonum framar. Var samtímis unnið að niðursetn- ingu siglingatækja, svo sem radar, dýptarmæla, mið- unarstöðvar, ljósaútbúnaðar og hraðamælis o. fl. Voru að vanda drjúgar innansleikjumar. Þegar öllu nauð- synlegu var lokið, var farin reynsluför út í flóa til að reyna vélar og tæki. Gekk sú ferð vel eftir ástæðum. Þegar að burtför leið, kom sérfróður maður frá Astic-finnanu, sem kenna átti á tækið og fræða menn um notkun þess. Til öryggis lét útgerðarstjóri annan sérfróða manninn, sem var við niðursetningu tækisins, fara með „Ægi“ í fyrstu ferðina, til að gera við og greiða fyrir, ef eitthvað óhapp henti. Það var allt gert, sem hægt var frá útgerðarinnar hendi, til þess að hin fyrsta sjóferð „Ægis“ með Astic-tækið innan- borðs gæti heppnazt. Þegar farið var frá Reykjavík, töldu menn sjálf- sagt, að annar eða báðir sérfræðingar og fulltrúar 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.