Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 21
B I R G I R THORODDSEN: Greinin, sem hér fer á eftir, er dálítið stytt, annars þýdd og endursögð. Framh. úr síðasta blaði. Sagan hefir ekki greint, á hvaða grundvelli þeir góðu bræður byggðu ákvörðun sína, en áreiðanlega hafa þeir í meðvitundinni fundið sinn eigin styrk. Með dugnaði og kostgæfni hafði Niels Juel útbúið skip sín, og enga fyrir- höfn sparað, hvorki nótt eða dag, til að gera þau sem hæfust. Hann gat þess vegna rétt- lætt, þótt hann vogaði sér út í stríð. Sjálf- sagt hefir hér líka valdið sjónarmið hans gagn- vart Tromp. Nú lá danski flotinn hér orustu- búinn, Dannebrogsfáninn blakti einn yfir öllu, hér var allt undir danskri stjórn. Skyldi nú fáni Tromps verða dreginn upp í staðinn fyrir Juels? Skyldi hinn hollenzki, þríliti fáni, með rauð-bláu og hvítu beltunum, brjóta hina fögru fylkingu af rauð-hvítu tjúgufánunum? Allt, sem áunnizt hafði fyrir Danmörku, mundi þá verða tapað, með fullri virðingu fyrir Tromp og hans hraustu drengjum. Þeir voru þó ekki synir Danmerkur. Hinn 1. júlí 1677 var stinningskaldi á suð- vestan. 1 löngum röðum sigldu flotamir sænsku og dönsku beitivind og létu horfa á land. 27 orustuskip og freigátur til samans, 3 tundurbátar og 8 korvettur, með samtals 1412 fallbyssum, tilbúnum að skjóta á þá svensku. sem höfðu 30 orustuskip og freigátur, 6 tundurskútur og 12 vopnuð kaupför, undir stjórn Henriks Horn flotaforingja, sem yfir hafði að ráða 1651 fallbyssu, tilbúnum að svara kveðju Dana; auk þess 84 byssur á fall- byssuskipinu „Victoria", þar sem foringjaveifa hans blakti við hún. Um nóttina höfðu 5 af skipum danska flot- ans, sem voru undir stjórn Markvards Rodsten flotaforingja, drifið dálítið af stefnunni. Það var erfitt viðfangsefni, með seglaútbúnað þeirra tíma, að halda skipunum í þéttri orustufylk- ingu, þegar líka siglingaleiðin var svo þröng, að stöðugt þurfti að vera að venda frá landi. Þessar eilífu stefnubreytingar, þótt seglum væri hagað vel eftir vindi, orsökuðu æfinlega truflun, jafnvel hjá þjálfuðustu sjómönnum. Niels Juel lét því síga í norð-vestur, til að sameinast skipum Rodstens. Nú byrjuðu fallbyssudrunurnar frá endi- langri röðinni, og í púðurreyknum reyndu und- ir eins tveir svenskir tundurbátar að eyði- leggja dönsku skipin. Tundurbátar þessir voru þátíma torpitobátar, og þótt þeir væru litlir og ódýrir, gátu þeir þó ráðið niðurlögum hinna stærstu orustuskipa. Menn Nielsar Juel gátu fljótlega losað tund- urbátana af sér. Meðan verið var að venda skipafylkingunum framundan Stevns, stóð or- ustan í algleymingi. Svenskararnir fylgdu Juel eftir á beygjunni, til að lenda ekki hlémegin, en örlögin voru hulin og biðu þeirra á litlu grunni, sem skýtur sér fram rétt hjá Stevns, grunni, sem er þar enn þann dag í dag, en nú er þar rautt hættumerki til aðvörunar þeim þúsundum af skemmtibátum, sem þar sigla fram hjá. Merkið er staðsett við sama stein- inn, sem hið stóra og glæsilega sænska or- logsskip „Drekinn", með 64 fallbyssum, strand- aði á þennan júlímorgun. Sænski flotaforinginn, Henrik Horn, var af- burða hermaður í landher, og hafði unnið sér nafnbót sem liðshertogi, en hann var ókunnur sjónum. Carl XI. Svíakonungur, sem annars var ákaflega hygginn einvaldskonungur, hafði þá einkennilegu trú, að maður, sem kynni að stjórna landher, gæti einnig stjóraað flota. Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann því skipað Horn sem flotaforingja. Til þess eru vítin að varast þau. Árið áður hafði Lorenzt, algjörlega óþjálf- aður sjómaður, tapað orustunni við Öland. Hann var, já, hvað skulum við segja — deild- arstjóri í landbúnaðarráðuneytinu — og hafði með glappaskotum sínum orðið þess valdandi, að hið glæsilega fallbyssuskip, „Krónan“, með 124 fallbyssum og 800 hraustum sænskum drengjum, lagði til orustu og sökk í hafið. Þegar Hinrik Horn sá, að „Drekinn" stóð íastur, lét hann strax hnika undan í suð-aust- læga stefnu og beygði fyrir grunnin. En í staðinn fyrir að láta „Drekann" eiga sig, sem V I K I N G U R 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.