Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 4
Framtíð þjóðarinnar og siglingaskipaf lotinn Sumarið 1953 er bráðum liðið, og við tekur haust og síðan vetur að nýju. Þetta eru hin órjúfanlegu tímamót, sem enginn getur breytt. Sumarið hefur verið, að sagt er, mjög hagstætt til lands og sjá\ar. Bændum hefur gengið vel að koma afrakstri jarðar í góðu lagi í hús, og vænta má eftir tíðarfarinu, að fénaður bænda komi vel af fjalli. Þá hafa þau gleðilegu tíðindi gerzt í sumar, að meiri síld hefur veiðzt fyrir Norðurlandi en um mörg undanfarin ár, og sú veiði mun þegar seld með sæmilegu verði. Þess er því að vænta, að það muni að dálitlu leyti laga efnahag útgerðarmanna, og þá um leið bæta afkomu sjómanna og annarra þeirra, sem að þeirri framleiðslu hafa starfað. Við þetta bætist svo það, að sæmilegir sölumögu- leikar munu vera fyrir hendi til að selja allan okkar fisk, og væntanlega Faxasíld. Þetta ætti þá í heild að geta lagað þjóðarbúskapinn að verulegu leyti, ef valdhafarnir og þjóðin sjálf fara ekki því ver með fengið fé, sem ekki er að vænta. Þjóðin hefur oft fengið reynslu fyrir því, að okkar aðalatvinnugrein, fiskveiðarnar, getur að miklu leyti brugðizt frá ári til árs. Það koma misjafnlega löng fiskileysistímabil, eins og hefur sýnt sig á undanförnum árum með síld- ina, einnig eru sölumöguleikar misjafnlega ur var ég á yngri árum mínum sjómaður í átt- högunum á Austurlandi og um nokkur ár for- maður; tel ég mig því í hópi íslenzkra sjó- manna, ber til þeirra hinn hlýjasta hug og virði þá að sama skapi; allt, sem þeim við- kemur og sjósókn í heild sinni, snertir því næma strengi í huga mínum. Þess vegna var það einnig, að ég las hinar skilmerkilegu og athyglisverðu minningar yðar með athygli og þakklátum huga. Með þökk fyrir mikil og þjóðnýt störf yðar á liðinni tíð og með hugheilustu kveðju. Yðar einlægur Richard Beck. góðir. Það er því nauðsynlegt, að upp rísi hjá okkar þjóð einhver sú stórdrift, sem líkindi væri til að gæti haldið velli, hvemig sem til tækist með fiskveiðarnar. Margur mun spyrja: Hvað ætti það að vera? Ég vil svara því til, að við þurfum að eignast stóran og góðan verzlunarflota, sem getur verið í förum úti í heimi, og innunnið þjóðinni á öllum tímum verðmætan og tryggan gjaldeyri. Það er sagt, að minnsta kosti einu sinni á ári, á 'sjómanna- daginn, að íslenzkir sjómenn séu dugandi í starfi og engir eftirbátar erlendra starfs- bræðra sinna, og mun það áreiðanlega satt vera. Þeim væri því vel trúandi til að sigla íslenzkum farskipum um fjarlæg höf, og myndu í engu spara krafta sína til að innvinna þjóð- inni fé og frama. Þá mun það einnig vera víst, að íslenzka athafnamenn til að reka slík fyrirtæki myndi ekki vanta, ef þannig væri í pottinn búið af hendi ríkisstjórnarinnar og peningastofnana, að slíkan atvinnurekstur væri hægt að stofna. Við íslendingar eigum marga víðsýna og duglega atvinnurekendur, sem sízt standa að baki starfsbræðrum sínum í öðr- um löndum. Það virðist svo sem þjóðinni vaxi það ekkert orðið í augum, þótt ráðizt sé í fyrir- tæki innanlands, sem kosta hundrað miljónir króna, samanber vatnsvirkjanirnar og áburð- ar- og sementsverksmiðjurnar. Nú er það svo, að þessi fyrirtæki voru mjög nauðsynleg og sjálfsögð, en það atriði, að ráðist er í það að stofna svo dýr fyrirtæki, sannar vaxandi stór- hug þjóðarinnar, og er það vel, en hví ætti þá þjóðinni að vera það ofvaxið að leggja svo sem 20—30 miljónir á ári til kaupa á far- skipum? Islendingar! í janúar í vetur verða liðin 40 ár frá því er það góða félag, Eimskipafélag fslands, var stofnað. Það voru framsýnir og þjóðhollir menn, sem þar voru að verki. Þá var fullt svo erfitt að safna saman 10 þúsund krónum eins og nú einni milljón. Þó tókst að kaupa tvö glæsileg siglingaskip í byrjun, og þjóðin hefur til þessa dags hagnazt ómetan- 192 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.