Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 16
Ölánskollan Lady Audrey. Allan þann dag freyddu hvítfextar öldurnar á eftir skipinu, en einstakir hvítmávar svifu niður úr þung- búnum skýjunum, rétt við siglutoppinn, og héldu síðan í suðurátt. Að öðru leyti vorum við einir í heiminum á óreg-lulegum öldum hafsins. Okkur varð dálítið ónotalegt innvortis af hinum snöggu dýfum skipsins, þar sem við sátum saman- þrengdir í daunillri káettunni að aflokinni vöku. Jafn- vel stýrimaðurinn, sem hafði þó tekið inn sjóveikispill- ur, hélst ekki lengur við niðri en þar til kaffið var orðið heitt. Uppi var nístingskalt og hinar fjögurra stunda vökur virtust óendanlega langar, en þó skárri heldur en að kúldast krepptur í kojunni. Loftið var grátt og þrútið af lágskýjum —■ kuldaleg sjón til við- bótar allri grámyglunni, sem umlukti skutinn. Hið eina, sem sást, var hinn þungbúni sjór, með djúpum dölum og ógnandi, hvítfreyðandi öldutoppum, sem skullu á ávölum bógi skipsins. Hver alda virtist ákveðin í að tortíma okkur, en orsakaði aðeins breiða rák af sjóð- andi kjölvatni, er markaði leið okkar yfir hafflötinn. Kvíðvænlegast var þó að horfa á þaninn segldúkinn, reyndan til hins ýtrasta af reiðum náttúruöflunum. Nokkur ánægja var okkur að sjá hversu góður gangur- inn var. Svo bilaði litla dælan og olíumettur sjórinn reis gjálfrandi upp úr myrku kjalsoginu og skolaðist um gólffjalir eldhússins, frá borði til borðs, eins og í fjör- ugum leik. Kojustokkarnir voru engir, svo að rúm- fötin ultu fram á gólfið í káetunni í litskrúðugri flækju við merkjaflögg, sokka, skó og axlabönd. Um eldhús- gólfið sigldu einnig skór, eins og vöruprammar að leita farms. Alvarlegur leki var nú kominn að skipinu. Stöðug höggorustan í sjóana hafði orsakað að tréð fór að gefa sig, og um miðnætti snerum við skipinu upp í veður og sjó. I ljós kom, að kvistur hafði losnað í byrðingnum að aftan. Honum var stungið aftur í gatið og þétt með tróði og málningu, en annar lekastaður rétt hjá var þéttur örugglega með tróði og sápu. Einnig var nokkurri reglu komið á neðanþilja. Sjóarnir voru enn svo háir og krappir, að jafnauð- velt verk og að kveikja á siglingarljósunum tók okkur tvo einar 45 minútur. Var þreytandi að hanga í reið- anum eins og klukkukólfar. Maður héit sér með annarri henni, hiri var notuð í þágu skipsins, þegar hægt var. Félli einhver fyrir borð, var ekki um björgun að ræða í slíku veðri og eins og við vorum klæddir, í óþjál sjóföt og þung stígvél. Við yfirgáfum reiðann og gegnum fram á, með þá ánægjulegu tilfinningu, að erfiðu verki væri lokið. Ljósin lifðu skær og björt. Vaka mín á dekki þessa nótt var mjög ieiðinleg. Ég var hálfkrepptur við stýrið, stundum skjálfandi af kulda og rýnandi út í sortann eftir skipaferð. Stundum hrökk ég upp, glaðvakandi, af því að mér heyrðist nafn mitt hrópað yfir stormgnýinn, aftur af skipinu; en þegar ég starði með eftirvæntingu út í dimma nóttina, var ekkert að sjá, nema hinar vofulegu skuggamyndir, sem skýin mynduðu á siglunni. Ég gat ekki annað en hlegið af því, hvernig ímyndunaraflið getur leikið mann í stormi og myrkri. Þessa nótt kastaðist vekjaraklukku- garmurinn á gólfið og eyðilagðist, en áður hafði snögg hliðarvelta fleygt méi- á lúkukarminn, svo að armbands- úrið mitt stöðvaðist. Myndavélin hans Dick datt niður í kjaisog og bleytan á gólfinu hafði eyðilagt harmonik- una hans. En þrátt fyrir allt höfðum við enn ekki orðið fyrir neinum alvarlegum skaða. Svona smáóhöpp eru ekki annað en búast má við á siglingu snemma vors. Við höfðum landkenningu við Owers vitaskipið og þaðan náðum við til Shoreham í einum löngum slag, votir og þreyttir, en ríkir af reynslu. Eftir stutta dvöl í Shoreham við birgðaöflun, tók norðáustan strekkingur við okkur, er við komum aftur út á Ermasund. Veg- mælirinn hóf nú aftur starf sitt frá núlli, en oft varð að draga hann inn til að hreinsa rekadrasl af honum, en við það varð allt auðvitað ónákvæmara. Strekking- urinn gaf ágætan byr. Við vorum aðeins nokkrar mínútur að laga skjólborðið bakborðsmegin, er reiðalás- 2D4 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.