Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 5
Magnús Jensson: Óvelkomnir farþegar Eins og allir vita, hefur hin sívaxandi sam- keppni hinna ýmsu farartækja um farþega haft í för með sér alls konar þægindi fyrir þá, sem ferðast vilja, og á þetta jafnt við um ferðir á landi, sjó og í lofti. Lækkuð fargjöld, betri aðbúnaður og hæversk þjónusta fellur þeim í skaut, sem greitt hafa tilskilið gjald og stíga í farartækið. Ein er þó sú tegund farþega, sem ávallt er illa séð og í hæsta máta óvelkomin í farartæk- ið, en það era hinir svokölluðu „blindfarþegar" eða laumufarþegar, sem stelast í farartækið og fela sig, þar til ekki verður snúið við með þá til sama lands. Laumufarþegar, sem komast á þennan hátt um borð í skip í erlendum höfnum, geta valdið skipstjóra miklum óþægindum og útgerðinni fyrirhöfn og stórum fjárútlátum, þ. e. a. s. þegar bezt tekst til, eða þannig að laumufar- þeginn hefur skilríki sín eða pappíra í lagi. Sé ekki um slíkt að ræða, vandast málið fyrir útgerð hins ólánssama skips, því að engin þjóð vill taka við mönnum þessum, og verður hlut- aðeigandi útgerð að hafa allan veg og vanda af landleysingjanum, kannske svo árum skipt- ir, og bera ábyrgð á að hann fari hvergi í land, að minnsta kosti ekki til dvalar, en slíkt lega á því giftusamlega spori, sem þá var stigið. Mér fyndist vel við eigandi að halda upp á þetta 40 ára siglingaafmæli Islendinga með þeim hætti að leggja nú þegar drög að því, að íslendingar gætu á næstu 10 árum eignazt minnst 10 stór og vel útbúin siglingaskip, eitt á ári, og halda svo áfram á þeirri braut í framtíðinni. Myndi þá svo fara, að sú kynslóð, sem nú er að fæðast, sæi rætast þann draum, sem ætti að vera óskadraumur allra núlifandi íslendinga, að sjá í sem flestum hafnarborg- um úti í heimi stór, glæsileg, íslenzk siglinga- skip, og finna til þess öryggis, sem það gæfi þjóðinni, fjárhagslega og þjóðernislega. E. Þ. útheimtir auðvitað að stöðuga gæzlu þarf að hafa á manninum í höfnum inni. Þetta á ekki sízt við um blökkumenn, sem komast um borð í Norðurlandaskipin, og hafa til dæmis norsk skip, sem eru mörg og fara víða, oft komizt í hreinustu vandræði hvað þetta snertir, sér- staklega þau, sem siglt hafa til Afríku. Eitt slíkt mál var mikið rætt í norskum blöðum s.l. vetur, þar sem menn, málavöxtum ókunn- ugir, hófu mikla gagmýni á norskan skip- stjóra, sem sakaður var um ómennska hörku og ábyrgðarleysi, en málavextir voru í stórum dráttum sem hér segir: Norskt skip, sem lokið hafði afgreiðslu í höfn sunnarlega á vesturströnd Afríku, lagði af stað heim til Noregs og sigldi sem leið ligg- ur norðureftir. Er það hafði verið 2 sólar- hringa í hafi, kom í ljós, að tveir laumufar- þegar voru um borð — biksvartir Afríkunegr- ar. Við nánari athugun reyndust piltar þessir vera af verri tegundinni, það er að segja al- gjörlega skilríkjalausir. Skipstjórinn hugsaði málið vandlega, því hér var um mikið vanda- mál að ræða. Að halda áfram með mennina til Noregs, hlaut að leiða af sér óútreiknanlega örðugleika og fyrirsjáanlegt mikið fjárhags- legt tjón. Að snúa við með þá til sömu hafnar, tafði hið dýra skip upp undir viku, auk þess, sem ekki var vitað nema að búið væri að ráða það til einhverrar ákveðinnar ferðar, er heim kæmi, og gert ráð fyrir í þeim samningum tafarlausri eða tafarlítilli ferð. Ennfremur var alls ekki víst að takazt myndi að losna við mennina þar. Skipinu var siglt upp að ströndinni, sem var óbyggð og þakin frumskógi, mennirnir útbún- ir með mat til nokkurra daga, auk skotvopna og ýmissa tækja annarra, sem að gagni gátu komið, og síðan fluttir í land á skipsbátnum. Skipstjórinn taldi engan vafa leika á um það, að þeir kæmust til byggða þannig útbúnir, og síðan var ferðinni haldið áfram. Þegar heim til Noregs kom og um þetta fréttist, gerðu sum blaðanna sér mikinn mat úr þessu og réðust harkalega á skipstjórann, V í K I N G U R 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.