Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 28
m
• •
innmg-aror
1
Guðmundur Jónsson
skipstjóri frá Tungu
Guðmundur Jónsson skipstjóri frá Tungu
andaðist að heimili sínu í Reykjavík aðfara-
nótt 15. ágúst s.l. 72 ára að aldri, fæddur 25.
nóvember 1881.
Með þessum þjóðkunna ísfirzka skipstjóra
er í valinn fallinn mjög traustur og stórbrot-
inn íslenzkur sjómaður, sem lengi mun verða
minnst sökum hæfileika hans og fádæma af-
reka til sjósóknar og fiskiveiða.
í raðir sjómanna hefir með andláti hans
verið höggvið mikið og vandfyllt skarð.
Þegar menn hugleiða, að Guðmundur hafði
í fulla sex áratugi plægt hvítfextar öldur hafs-
ins, eða síðan hann 11 ára að aldri hóf sjó-
sókn sína á handfæraveiðum frá ísafirði, þá
má öllum vera ljóst hversu óhemju mikið ævi-
starf lá að baki Guðmundar Jónssonar, er
hann lézt.
Ef svo ennfremur er athugað, að Guðmund-
ur var starfandi skipstjóri alveg fram undir
það síðasta og að hann mun hafa flutt meiri
afla að landi en nokkur annar skipstjóri á
sambærilegu skipi við sömu aðstöðu, og þegar
störfin eru unnin af slíkri giftu sem Guðmund-
ur leysti þau af hendi, verður það aldrei nóg-
samlega þakkað, sem þjóðin á upp að unna
slíkum máttarstólpum þjóðfélagsins.
Guðmundur er kenndur við Tungu í Skut-
ulsfirði, en þangað fluttust foreldrar hans bú-
ferlum, er hann var barn að aldri.
Á uppvaxtarárum Guðmundar var ísafjörð-
ur einhver mesti athafnabær á landinu.
Undanfarna áratugi og lengur. höfðu sjáv-
arþorpin við ísafjarðardjúp verið vagga hinn-
ar hörðu sjósóknar og aflasældar. Þangað leit-
uðu ungir menn og dugandi víðsvegar af Vest-
fjörðum og hvaðanæva af landinu til að afla
sér fjár og frama.
Áður en fiskimiðin fyrir Vestfjörðum urðu
upp urin af ágengni erlendra togara, var mikil
fiskigengd liti fyrir ísafjarðardjúpi, bæði djúpt
og grunnt eftir árstíðum. En aðalvertíðin stóð
þarna yfir í svartasta skammdeginu fyrir ára-
mótin.
fsfirzku sjómennirnir voru hertir við þau
karlmannlegu störf og fádæma sjósóknarhörku
að liggja úti í hafsauga á hinum smáu skipum
sínum í skammdegismyrkrinu, þar sem þeir
áttu yfir höfði sér „veður öll válynd“, þar
sem þeir stóðu á opnu þilfarinu og unnu við
carbid-ljós að aðgerð á fiskinum, við að stokka
upp lóðirnar og beita þær aftur í ágjöfum og
kafaldsfjúki.
í hópi þeirra dugandi og framsæknu manna,
er hlutu eldskírn sína í þessari hörðu lífsbar-
áttu, var Guðmundur Jónsson frá Tungu einn
meðal þeirra fremstu. Ungum var Guðmundi
falin skipstjórn og kom þá strax í ljós, hve
snjall skipstjóri hann var. Árið 1913 tók hann
við skipstjórn á „Freyju“ hinni fyrri, tæplega
30 lesta bát, sem var alveg nýr af nálinni og
þá allra báta beztur og fallegastur. Þetta skips-
nafn átti hann síðan eftir að gera frægt í
sögu íslenzku fiskibátanna.
Fyrstu kynni mín af Guðmundi eru frá
fyrsta haustinu, sem hann var með þennan
bát. Þá tel ég hann hafa bjargað mér frá
VÍKINGUR
216