Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Page 25
innincj-aroro: Einar Benediktsson, lof tskeytamaður Þann 3. september andaðist á Ríkisspítal- anum í Kaupmannahöfn Einar Benediktsson, loftskeytamaður á Tröllafossi. Einar hafði átt við langa vanheilsu að stríða, en engan hafði þó grunað, að um svona alvarlegan sjúkdóm væri að ræða. Hann hafði legið nokkrar vikur hér á Landsspítalanum, þar til hann var snögg- lega fluttur með flugvél til Kaupmannahafnar til heilauppskurðar, og andaðist hann nokkrum klukkustundum eftir uppskurðinn. Ungur að aldri sótti Einar á sjóinn. Sigldi hann í fyrri heimsstyrjöldinni með Gísla Einarssyni, skip- stjóra á Muninn, til Miðjarðarhafslanda, og hafði því, þótt ungur væri að árum, þegar siglt í tveimur heimsstyrjöldum. Hann hefúr því áreiðanlega farið marga svaðilförina og orðið margt misjafnt að reyna, en þrátt fyrir það var kjarkur hans óbilandi, jafnvel alla hina langvinnu og hryllilegu síðari heimsstyrj- öld. Á loftskeytaskólann fór Einar árið 1922 og lauk þaðan ágætu prófi vorið 1923 og fór þá til Kveldúlfs, á togarann Þórólf, og síðar á Skallagrím, og var þar þangað til hann réðist til Eimskipafélags Íslands, á Lagarfoss gamla, árið 1930, og var því búinn að vera hjá Eim- skip í 23 ár samfleytt og ávallt á gamla Lag- arfossi, þar til stríði lauk og Tröllafoss var keyptur. Loftskeytastörf á sjó hefur hann því verið búinn að stunda í 30 ár, er hann lézt. Þá var Einar einn af stofnendum Félags ísl. loftskeytamanna, er stofnað var sama ár og liann lauk prófi, og fyrstu árin var hann í stjórn bess félags, og sinnti ýmsum störfum fyrir félag sitt og ávallt af stakri trúmennsku. Einar var fæddur í Reykjavík 21. júlí árið 1900, sonur hjónanna Benedikts Árnasonar verkamanns, sem ættaður var af Mýrum, og Ásu Halldóru Guðmundsdóttur frá Melshús- um á Scltjarnarnesi, en þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum. Einar var ekki vinmarg- ur maður, enda frekar ómannblendinn og vand- ur á vini, en hann var þeim mun trúrri þeim fáu, sem hann átti, og með afbrigðum vel lið- inn skipsfélagi. Verður hann því mörgum harmdauði, en þó mest og sárast eftirlifandi konu sinni, Þórunni Þorsteinsdóttur, og Maríu kjördóttur þeirra hjóna, en þeim var hann hinn ástríkasti heimilisfaðir, enda sérstakt prúðmenni í hvívetna. Þá munu þeir, sem hlusta í ljósvakanum, sakna vinar í stað, því með Einari er horfinn af „hlustunarsviðinu“ einn hjálpfúsasti og liprasti afgreiðslumaður, sem til þekktist, og maðurinn með „fögru handsendinguna“ er horfinn eyrum vorum. Við skólabræður og starfsbræður Einars kveðjum hann með trega um leið og við færum konu hans, kjördóttur, aldraðri tengdamóður hans og nánustu ættingjum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þótt hann sé nú horfinn sjónum okkar, munum við ávallt geyma í huga okkar endurminninguna um ágætan fé- laga, dugandi starfsbróður og afbragðs dreng- skaparmann. Jón Matthíasson. *

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.