Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Qupperneq 30
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og jiskimannasamband íslands. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gils Guömundsson. Ritnefnd: Július Kr. Ólafsson, Henry Hálfdanarson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Sveinn Þorsteinsson, Birgir Thoroddsen, Theódór Gislason. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangur- inn 50 krónur. Rltstjórn og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. TJtanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, — Reykjavík. Sími 5653. Prentað i Xsafoldarprentsmiðju h.f. að koma skipi sínu hlöðnu heilu og höldnu í höfn er viðbrugðið. Hélt hann sig þá oft nærri landi til að fá var og fór ýmsar grunnslóðir, sem fáir þorðu eftir honum að leika og munu fáir hafa þekkt betur fáfarnar siglingaleiðir en hann. Einu sinni voru skipstjórar að ræða við Guðmund um fjörð einn á Hornströndum, sem þeir töldu ómögulegt að komast inn í vegna grynninga. Gall Þá Guðmundur við og sagði: „Ekki hefir mér reynzt hann ófær og hvergi hef ég tekið niðri þar“. Áhuga, eftii’tekt og fyrirhyggju í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur, átti Guðmund- ur frá Tungu í svo ríkum mæli, að þeir eru aðeins fáir, sem komast þar til jafnkvistis. Þá var hann svo látlaus í öllu viðmóti, að fyrir það verður hann manni ekki hvað sízt minnistæður. Sr. Jón Auðuns gat og þess, er hann jarðsöng Guðmund, að þann mann hefði hann þekkt yfirlætislausastan af öllum mönn- um. Þetta eru orð að sönnu. Manndómur og yfirburðir Guðmundar voru svo augljósir, að þar þurfti ekkert yfirlæti til, enda mjög fjarri skapgerð hans. Eins og svo margir fyrirrennarar og sam- tíðarmenn Guðmundar vestra, átti hann enga möguleika til lengra náms í sjómannafræði en krafizt var til smáskipaprófs, en fyrir dugnað hans og frábæra skipstjórnarhæfileika var honum og tveimur öðrum ísfirzkum skipstjór- um, nafna hans Guðmundi Þorláki og Jóhanni Eyfirðingi, veitt af ríkisstjórninni full rétt- indi til að stjórna fiskiskipi af hvaða stærð, sem væri. Þá var Guðmundur Jónsson og sæmd- ur fálkaorðunni í viðurkenningarskyni fyrir störf hans. Fulltrúaráð sjómannadagsráðsins í Reykjavík hafði og í undirbúningi að heiðra Guðmund með sérstökum hætti, sem nú varð um seinan. En mest er um vert, að ekki gleym- ast þau afrek og það brautryðjendastarf, sem Guðmundur frá Tungu og aðrir slíkir hafa unnið til hags og heilla fyrir þjóð sína og fósturjörð. Guðmundur varð fyrstur nútíma íslendinga til að taka upp þúsund ára þráðinn og leita á Grænlandsmið, í leit að hákarli, þótt skip hans væri bæði lítið og veikbyggt til þessara ferða. En þannig var Guðmundur frá Tungu sí- fellt leitandi og brjótandi ný viðfangsefni. Svo, nú allra síðustu árin, hætti Guðmundur að að stefna skipi sínu út á miðin. Það vissu allir, að það gat ekki komið af góðu. Hið stóra og mikla sjómannshjarta Guðmundar frá Tungu var tekið að bila. Menn gerðu sér þó vonir um að fá að njóta árverkni og hollra ráða Guðmundar í mörg ár enn, ef hann færi vel með sig. Maður, sem talaði við Guðmund daginn áður en hann lézt, sagði, að hann hefði verið óvenju hress. Um nóttina andaðist hann í svefni. Guðmundur frá Tungu var kvæntur Kristínu Hansdóttur úr Reykjavík. Hve oft hafði ekki þessi lífsförunautur í 42 ára sambúð þurft að bíða milli vonar og ótta eftir því, að Guð- mundur kæmi heim af sjónum í kolsvörtum vetrarbyljunum. En alltaf skilaði hann sér og skipverjum sínum heilum að landi. En nú hafði hann fyrirvaralaust lagt í sína hinztu siglingu. Hin árvökru augu þessa afbragðs- sjómanns voru brostin. Þau hjón áttu 6 börn. Af þeir eru 3 á lífi, dóttir Soffía, og synirnir Vilberg rafvirkja- meistari í „Segli“ og Davíð vélvirki í „Héðni“. Þau born eru öll kvænt. Þótt bræðurnir, synir Guðmundar, hafi valið sér annað lífsstarf en faðir þeirra, þá eru þeir í nánu sambandi við sjóinn. Vilberg við raflagnir í skip og Davíð við viðgerðir á skipum. Og þegar fyrsta björg- unarsveitin á björgunarbátnum „Þorsteini" var stofnuð, varð Vilberg skipstjóri á bátnum, en Davíð vélstjóri. Guðmundur Jónsson fi'á Tungu var vel lát- inn af öllum, sem þekktu hann. íslenzkir sjó- menn, bæði samferðamenn hans og aðrir, minn- ast hans með þakklæti. Brotið hefur verið blað í sögu íslenzkra sjó- manna. Henry Hálfdansson. 21 B V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.