Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 26
1/8. 3 menn, sem stunda hrefnu- veiðar frá Húsavík á bátnum Björg- vin, veiddu í morgun 8 metra lang- an beinhákarl, eftir klukkustundar bardaga við skepnuna. — Verð- jöfnun á olíu og benzíni kemur til framkvæmda í dag. Hækkar verðið í Reykjavík, en lækkar annars stað- ar á landinu. • 5/8. Á3ja hundrað trillubátar hafa stundað veiðar í vor. I Austfirðinga- fjórðungi voru þeir t. d. 64 í s.l. mánuði. — Afskipan freðfisks til Rússlands er þegar hafin. Vitað er um 3 skip, er fara með fyrstu farm- ana, og eru það Drangajökull, Vatna- jökull og Goðafoss. — 213 hvalir hafa veiðst frá vertíðarbyrjun. — Togarinn Gylfi fékk metafla á Grænlandsmiðum, 454 smálestir. • 7/8. Heildarsöltunin nemur 134.490 tunnum síldar. Hæst á Raufarhöfn er Hafsilfur með 10.100 tunnur. — Hlutur allt upp í 800 kr. á dag hjá hásetum á rækjubátum frá Isafirði í síðustu viku. Um 86 stúlkur vinna við skelflettingu, og kemst kaup þeirra upp í 150—160 kr. á dag. — Ungum manni tókst að klífa Hornbjarg, 400 m. hátt. — Búið er að ná 10 lestum járns á Dynskógafjöru. • 8/8. Landsíminn lætur tryggja radíótæki í skipum og bátum. — Rússneska olían, sem Islendingar eiga að fá, verður flutt með norsk- um skipum frá Svartahafshöfnum. • 9/8. Leiðangur brezka fuglafræð- ingsins Scotts merkti um 9000 heiðargæsirheiðargæsir á Þjórsár- verum. Hyggst Scott koma hér næsta ár og rannsaka endur við Mývatn. — 20 þúsund laxaseiðum sleppt í Eyjafjarðará. Seiði þessi eru af laxastofni úr ölfusá. • 12/8. Þrír menn fóru á bát vatna- leiðina milli Laugarvatns og Sel- foss. Siglt var um Laugarvatn, Hólaá, Apavatri, Brúará, Hvítá og ölfusá, 70—80 km. leið. — Málgagn Verzlunarráðs íslands segir, að Sovétviðskiptin dragi mjög úr skorti okkar á dollurum og sterlingspund- um. Einhverjir hagstæðustu vöru- skiptasamningar, sem Islendingar hafa nokkru sinni gert. — íslenzk samninganefnd er að hefja viðræð- ur um viðskiptasamninga í Prag við Tékka og Austurríkismenn. — 52ja feta hvalur veginn allur í stykkjum í hvalstöðinni. Nákvæm rannsókn gerð til þess að athuga, hve mikið slík skepna leggur sig. — Sjálfritandi dýptarmælar fyrir trillubáta komnir til landsins. • 13/8. Friðrik Ólafsson er orðinn Norðurlandameistari í skák. Er þetta í 3ja sinn, sem Island vinnur á skákmóti Norðurlanda. Tungufoss heitir hið nýja skip Eimskipafélags íslands, sem hleypt var af stokk- unum í Kaupmannahöfn nýlega. • 15/8. Pólska skemmtiferðaskipið Batory er komið hingað með 625 farþega, aðallega frá Frakklandi og ítaliu. Munu þeir dveljast hér í tvo daga. — Smokkfiskur er far- inn að veiðast á Vestfjörðum og þykir það boða aflasæla vertíð.Hann hefir ekki veiðzt að ráði síðan 1947. Er hann einhver bezta beita, sem völ er á. • 16/8. Ráðgert að kanna, hvort rækj- ur veiðist útaf Skagafirði. Bygging fiskiðjuvers á Seyðisfirði er hafin. Heildarkostnaður er áætlaður 4 millj. kr. — Enn er ósamið milli F. 1. B. og Sölumiðstöðvarinnar um verð á togarafiski. Margir tog- aranna liggja, en nokkrir stunda veiðar í salt. — Stokkseyringar eru að sækja nýjan fiskibát til Dan- merkur. • 19/8. 2 brezkir stúdentar týndust nýlega á Öræfajökli, og liefur þeirra verið mjög mikið leitað, en án ár- angurs. — Vík í Mýrdal er hætta búin í vatnavöxtum, ef ekkert verð- ur að gert. Iívísl úr Múlakvísl hef- ur brotizt yfir Kerlingadalsá og leitar hún nú vestur. Mikill vöxtur er í ám í V.-Skaftafellssýslu. • 20/8. Bíll hrapar þrjár mannhæð- ir niður í árgljúfur. Systkini, sem voru í bílnum, sluppu ómeidd. • 21/8. Sérfræðingar kanna virkj- unarmöguleika í fallvötnum lands- ins. Þriðja virkjun Sogs í undir- búningi. — Búið er að gera sölu- samninga við Sovétríkin, Pólland, Tékkóslóvakíu og Finnland, og hafa verið seld yfir sex þúsund tonn af freðsíld. • 23/8. Bandarísk herflugvél fórst í lendingu á Iíeflavíkurflugvelli. Nokkrir særðust og einn lézt. 25/8. Vélar nýju rafstöðvarinnar við írafoss settar í gang i lok sept. Vatni var hleypt á göngin aðfara- nótt s.l. fimmtudags. — Vatnslaust við skipbrotsmannaskýlið í Dritvík og hálftíma gangur í næsta læk. Utbúnaður hefur verið settur upp til að safna rigningarvatni til drykkjar. — „Ægir“ reynir Adic- tækið á síldarmiðunum nyrðra. Fann síld í 1500 m fjarlægð. — Varð- og eftirlitsskipið María Júlía er í Faxaflóa við fiskrannsóknir á veg- um fiskidcildar atvinnudeildar Há- skólans. — Varðskipið Þór er á heimleið að' lokinni viðgerð. • 26/8. Dr. Helgi P. Briem afhenti í gær forseta Júgóslavíu, Tító mar- skálki, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands þar í landi. — 42.000 tonn af grjóti fóru i veg og varn- argerð fyrir sandþróna á Akranesi. Vegurinn líklega tilbúinn í byrjun september. — Veiðar fyrir Þýzka- landsmarkað að hefjast. — ölæðing- ar heimsóttu kirkjuna á Seyðisfirði og skemmdu þar gripi marga. • 27/8. Bryggja gerð á Kársnesi í VÍKINGUR 214

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.