Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Qupperneq 6
sem þau töldu hafa sýnt mikið ábyrgðar- og mannúðarleysi, þar sem ekki varð vitað með neinni vissu, hvernig mönnunum myndi reiða af. Ummæli blaðanna urðu til þess, að út- gerðarfélögin birtu nokkrar staðreyndir um þessi mál, sem yfirleitt munu hafa breytt al- menningsálitinu skipstjóranum í hag, en ein þeirra greina birtist í blaðinu „Norges Handels & Sjöfartstidende" 5. des. s.l. og fer hér á eftir: „í grein, sem birtist í „Haugesunds Dag- blad“, lesum við um siglingamál bæjarins Sauda í Kogalandi í Norður-Noregi. í hinum tíðu skipaferðum þangað gefst tækifæri til þess að kynnast einni af verstu plágum kaupskipanna, „blindfarþegunum". Á skipum þessum hafa að staðaldri verið laumufarþegar, sérstaklega þó þeim, sem sigla til Afríku. „Gestir“ þessir hafa valdið yfirvöldunum og skipaafgreiðslunum miklum örðugleikum, en eigendum og yfir- mönnum skipanna eru þeir hreint og beint ólán. Skipaafgreiðslan getur meðal annars sagt frá negi'a, sem fannst um borð í finnska skip- inu „Atlas“, er það var á leiðinni frá Afríku til Sauda, en á meðan skipið stóð þar við, varð að halda stöðugan vörð um negrann um borð, og þegar skipið siglai áfram til Malm í Þrændalögum, varð að flytja laumufarþeg- ann með. Á meðan reyndi skipaafgreiðslan í Sauda að finna einhverja leið til að koma negranum aftur til Afríku, þar eð þangað átti „Atlas“ ekki að fara í nánustu framtíð. Málið leystist loks á þann hátt, að negrinn skyldi sendast með Ameríkulínuskipinu „Vistafjord“, sem var að afferma í Sauda, en átti síðan að fara til Afríku. Til þess nú að koma negranum til skipsíns, varð að fá handa honum lögreglu- fylgd, fyrst frá Malm til Þrándheims, síðan þaðan til Osló. Þar tók lögreglan á staðnum við honum og flutti til Stavangurs, en Stavang- urslögreglan flutti hann til Sauda. Loks tók Saudalögreglan við negranum, flutti hann um borð í „Vistafjord", þar sem hún varð að halda vörð um hann, þar til skipið lagði úr höfn. Allan kostnað, sem af þessu leiddi, varð finnska skipafélagið að greiða, og mátti sann- arlega þakka sínum sæla fyrir að sleppa svona vel. Það eru nefnilega tvær tegundir laumu- farþega, þ. e. þeir, sem hafa persónuskilríki og hægt er í flestum tilfellum að landsetja í heimalandinu, og svo hinir, sem ekkert slíkt hafa. En negrinn taldist til þeirra fyrrnefndu. Þá eru nokkur skip, sem fengið hafa hina landlausu laumufarþega um borð og orðið að hafa þá á sínum vegum svo árum skiptir, þar eð hvergi fékkst að setja þá á land. Ástæðan fyrir því, að til Sauda hafa upp á síðkastið komið svo margir laumufarþegar frá einni hafnarborginni í Afríku, er talin sú, að einum þeim fyrsta, sem þangað kom eftir stríð, kornungum negra, var hossað hátt og dekrað við á alla lund, og efast menn ekki um, að sá „gestur“ hafi mælt mjög með slíku skemmtiferðalagi til Sauda, er hann kom aftur heim til hafnarborgarinnar í Afríku“. — Oft má koma í veg fyrir að fá slíka gesti um borð í skipin, enda hafa margir skipstjórar þann hátt á, að láta leita vandlega í skipinu, áður en farið er úr höfn, sérstaklega í Suður- löndum, en ekki er það ætíð einhlítt ráð, því að laumufarþegar eru stundum ótrúlega slyng- ir í að fela sig, og stundum kemur einnig fyrir, að þeir hafa einhvern af skipverjum í vitorði með sér, og vandast þá málið mjög. Ekki munu mikil brögð að því, að íslenzk skip hafi þurft að glíma við vandamál af þessu tagi, en þó mun hafa komið fyrir, að menn hafi reynt að leynast um borð, til þess að komast í siglingar, og kom eitt slíkt tilfelli fyrir um borð í Kötlu vorið 1951, er skipið var lagt af stað frá Reykjavík til New York. Stutt varð í þeirri ferð hjá laumufarþeg- anum, því að ekki vorum við komnir fyrir Garðskaga, er vart varð við ungan, vel upp færðan mann um borð, sem enginn vissi deili á. Ráðstafanir voru strax gerðar til að losna við piltinn og skipinu snúið inn til Keflavíkur, þar sem bátur var til taks að flytja hann í land. Af þessu varð engin töf eða teljandi óþægindi fyrir skipið, af því að svona fljótt varð vart við manninn, annars hefðum við orðið að flytja hann vestur yfir hafið, honum til lítillar ánægju, því að innflytjendayfirvöld- in í New York hefðu ábyggilega ekki leyft honum að stíga fæti á land, nema þá í geymslu til lögreglunnar á meðan skipið stóð við, og má því segja, að þessi óvitaskapur piltsins hafi endað betur fyrir hann en til stóð. Smœlki Lœknirinn: — SofiS þér vel á nóttuimi? Sjúklingurinn: — Já, ágætlega. Lœknirinn: — HvaS geriS þér? Sjúklingurinn: — Eg er næturvörímr. * A: — Hvað er aö tala um kvenfólkið. Aldrci getur þat þagað yfir nokknrm lilut. B: — Ætli þaö ekki! IConan mín liefur veriS mér ótrú í tíu ár og minnist aldrci á þaS einu orSi. 194 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.