Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 13
£ííaAta kehHóíuAtuhcfiH Saga eftir Alphonse Daudet Ég lagði mjög síðla af stað í skólann þennan morgun. Óttinn um að hljóta ávítur gagntók huga minn. Herra Hamel hafði látið þess get- ið, að hann myndi spyrja okkur út úr hluttaks- orðunum; þekking mín í þeim fræðum náði hins vegar harla skammt. Ég hugðist um stund að hlaupast á braut og dvelja daglangt úti í veðurblíðunni. Það var svo dásamlega hlýtt og bjart. Söngfuglarnir kvökuðu á greinum skóg- artrjánna. Á Rippertvöllum voru prússnesku hermennirnir að æfingum. Fátt fannst mér óhugnanlegra en reglurnar um hluttaksorðin. Samt stóðst ég freistinguna og hraðaði mér áleiðis í skólann. Þegar ég gekk framhjá ráðhúsinu, sá ég, að hópur manna hafði þyrpzt saman við fregn- miðakassann. Um tveggja ára skeið höfðu ótal harmfregnir borizt af óförum franska hersins. — Hvað skjddi nú hafa gerzt? hugsaði ég með sjálfum mér, án þess þó að nema staðar. Járnsmiðurinn var einn í hópnum ásamt iðn- nema sínum. Þegar ég skundaði framhjá, kall- aði hann á eftir mér: — Flýttu þér ekki alveg svona mikið. Þú kemur áreiðanlega í tæka tíð. Ég skeytti þessu engu, þar eð ég hugði, að hann væri að henda gaman að mér. Loksins náði ég til skólans, lafmóður eftir hlaupin. Þegar kennslustund hófst, mátti venjulega heyra háreysti mikla út á strætið. Skólaborðin voru ýmist opnuð í skyndi eða þeim var skellt harkalega aftur. Nemendur töluðu hárri röddu, hver í kapp við annan og kennarinn barði reglustikunni í borðið. En nú var allt hljótt. Ég hafði gei*t ráð fyrir því, að mér auðnaðist að ganga til sætis míns, án þess að á bæri, vegna uppþotsins í bekknum. Nú ríkti kyrrð um húsið eins og á helgidegi. Gegnum glugg- ann sá ég bekkjarbræður mína sitja stillta og hæverska í sætum sínum. Herra Hamel gekk um gólf með hina ægilegu járnreglustiku í hendi. Ég varð að ganga inn í augsýn allra. Þú getur gert þér í hugarlund, hversu sneypt- ur og hræddur ég var. V í K I N G U R En allt gekk að óskum. Herra Hamel kom auga á mig og mælti vingjarnlega: — Flýttu þér til sætis, Franz litli. Við ætl- uðum að fara að byrja. Ég settist í skyndi við borð mitt. Þegar ég hafði náð mér dálítið eftir mestu hræðsluna, veitti ég því athygli, að kennarinn hafði klæðzt sínum beztu fötum. Hann var í græna jakk- anum og skyrtunni með línfellingunum. Á höfði bar hann svarta silkihattinn sinn. í þess- um klæðum hafði hann hingað til aðeins sézt við hátíðleg tækifæri. Auk þessa voru allir svo undarlega alvarlegir. En það, sem olli mér mestri undrun. var, að á öftustu bekkjum skólastofunnar, sem venjulega stóðu auðir, sátu margir þorpsbúanna hljóðir eins og við hin. Þar sat Hauser gamli með þríhyrnda hattinn sinn á höfði, bergarstjórinn fyrrverandi, póst- meistarinn og ýmsir fleiri. Allir voru hryggir á svip. Hauser hafði tekið frönskunámsbókina sína, sem nú var orðin snjáð, með sér. Hann hélt á henni á hnjám sér og lagði stóru gler- augun sín á opnuna. Meðan ég var að furða mig á öllu þessu, fékk herra Hamel sér sæti á stólnum sínum. Þegar hann tók til máls, var rödd hans alvar- leg, en vingjarnleg, eins og þegar hann ávarp- aði mig : — Börnin mín. Þetta er síðasta kennslu- stundin ykkar hjá mér. Það hefur borizt fyrir- skipun um það frá Berlín, að hér eftir skuli aðeins kenna þýzku í Alsace og Lorraine. Nýi kennarinn kemur á morgun. Þetta er síðasti frönskutíminn. Ég vænti þess, að þið takið vel eftir. Orð hans voru sem reiðarslag fyrir mig. Níðingarnir. Það voru þá þessi tíðindi, sem þeir höfðu fest upp á ráðhúsið. Síðasti frönskutíminn. — Nú, þegar ég var loksins farinn að geta stafsett nokkurnveginn skammlítið. En hvað ég iðraðist þess sárlega að hafa vanrækt námið. Bækurnar mínar, sem mér höfðu virzt slík skapraun fyrir skömmu, urðu mér nú svo innilega kærar. Málfræðin og 2G1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.