Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 7
( tr endurminningum STEFÁMS VOPIMFJÖRÐ -------------------/ í/ríf Uérafaflca Stefán Vopnfjörð. Ég var á báðum áttum með það, hvort ég ætti að rkrifa þennan frásöguþátt eða ekki. Hann lýsir ekki córu en því, sem við, er sóttum sjóinn hér áður fyrr á hinum fyrstu litlu mótorbátum, máttum daglega búast við. Hvort þátturinn kemur nokkurn tíma fyrir almenningssjónir, læt ég hr. Gils Guðmundsson ritstjóra elveg ráða, því að ef til þess kæmi, að hann yrði birtur, finnst mér hann helzt eiga heima í „Sjómanna- blaðinu Víkingur'. Stefán VopnfjörS. Veturinn 1907—1908 var Milljónafélagiðsvo- kallaða að setja sig á laggirnar í Viðey. Þar vann á annað hundrað manns. Ég fékk þar vinnu, mest fyrir milligöngu frú Kristínar Blöndal. Sveinbjörn Egilsson, frændi hennar, VÍ KIN □ U R var yfirmaður, og gerði hann það mest fyrir hana að taka mig, því annars var þar full- skipað mönnum. Það var aldrei ætlun mín að vera þar lengur en fram að vertíð, og fara þá til sjós „á skak“ á skútu, eins og ég var vanur. En úr því varð samt ekki. Var það mest konunni að kenna. Hún vildi heldur, að ég væri kyrr í Viðey, og gæti þá komið heim um helgar. Varð það úr, þótt mér væri ekki mjög um það gefið. Eg bjóst við, að ég hefði upp fleiri aura á skútunum en í Viðey. Hins vegar bjóst ég við, að ég fengi þar vinnu næsta sumar, en það brást, því að um miðjan maí vorum við reknir, eða með öðrum orðum: sagt upp vinnu. Nú var maður atvinnulaus. Ég var ekkert að fást um það. ákvað að fara til Siglufjarðar um síldveiðitímann. Ég var brot úr gervibeyki og vissi, að ég myndi fá nóg að gera hjá Norðmönnum yfir sumar- mánuðina, því að mér var kunnugt um, að þá vantaði alltaf menn við beykisstörf. Ég var nú rólegur heima nokkra daga, ákveðinn í að fara norður með fyrstu ferð. „Sterling“ lá á Reykjavíkurhöfn og átti að fara austur og norður um land með fólk, en ekki vissi ég, hvenær skipið átti að fara. Svo var það einn morgun í glaða sólskini og logni, að ég geng niður í bæ, í þeim tilgangi að vita vissu mína um það, hvenær „Sterling“ færi. Þegar ég kom niður í Austurstræti mætti ég Konráði Vilhjálmssyni, útgerðarmanni og kaupmanni, þá á Mjóafirði. Við Konráð vorum gamlir kunningjar. Við heilsuðumst kumpánlega og Konráð segir: Það var gott, að ég skyldi rekast á þig. Komdu með mér inn á „Hótel Reykjavík", svo að við getum talað saman í næði. Ég er þyrstur, þú hefur gott af að fá þér einn bjór“. Við fórum svo inn á Hótel Reykjavík, og Konráð bauð tvo bjóra og tvo tvöfalda koníaks- snafsa. Síðan spyr hann: „Hvað ætlarðu að gera í sumar?“ Ég sagði honum þá fyrirætlun mína að fara norður á Siglufjörð og berja tunnur. „Ég vil fá þig í sumar fyrir sjómann 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.