Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 18
SiglingaleÁðin, sem þeir félagar fóru. ing varð á vindátt eða veðurhæð fyrr en um morgun- inn. Austri var stöðugt haldið áfram. Tvisvar rifnaði fokkan og seglið slóst til með miklum smellum á með- an við brutumst fram á til að gera við það. Ef við hefðum haft frían sjó til hlés, hefðum við ekki hikað við að leggja til drifs, en þar sem svo stutt var til lands, kom slíkt auðvitað ekki til greina. Fáum skip- um á þessum aldri er hægt að beita svona nálægt í slíku veðri, án þess að greiða visst gjald fyrir. — Við greiddum okkar. Með snöggum kipp reif reiðaspenna stórsiglunnar sig lausa bakborðsmegin. Ég setti stýrið í borð á auga- bragði og sneri skipinu við, en ekki hafði vendingin tekizt fyrr en vindfyllt seglið reif stjórnborðsvantinn einnig í sundur. Nú gat aðeins eitt skeð — og það skeði auðvitað. Hið reiðalausa 40 feta siglutré brotnaði við samskeytin og féll fyrir borð. Mastursbrotið lá og slóst til á borðstokknum og hætta var á að það gengi niður úr og sökkti okkur þarna á stundinni. Það straukst við hausinn á mér um leið og það féll, fal- irnir flæktust um fæturna, en meiðslin voru lítilfjör- leg. Seglið rifnaði nú brátt á borðstokknum og jók áreynsluna á stórstaginu. Síðan brotnaði spruðið fast við stefnið, og nú lá allt draslið við skipssíðuna, hang- andi í stefniskeðjunni einni. Hinn vaxandi stormur gerði alla björgunarviðleitni erfiða, og þótt við legðum okkur alla fram, var það gjörsamlega árangurslaust. Þar sem yfirvofandi hætta var á að siglan bryti gat á skipið, drógum við inn gaffalinn og falina, en hjuggum hitt frá okkur. — Það var einmitt, er svona var ástatt, að ég fór að hafa áhyggjur út af líðan stýrimannsins, en kvalir gerðu honum lífið óbærilegt. Engin leið var fyrir okkur að vita hvað að honum gekk, sízt af öllu að hann þjáðist af bráðri lungnabólgu. Ef satt skal segja, ásökuðum við hann stöðugt fyrir að gefast upp vegna sjóveiki. Eftir árangurslausa tilraun til að koma upp neyðar- siglu var lítið annað að gera en að hreinsa draslið af þilfarinu. Ágizkuð staða skipsins var nú 53° 41" norður breidd, 4° 04" vestur lengd, með öðrum orðum, ströndin var aðeins um 30 mílur undan til hlés. Eftir að hafa rekið þessa vegalengd, sem ég áætlaði að myndi taka um 15 klukkutima, hlaut skipið að brotna í spón á hörðum sandhryggjum hollenzku strandarinnar, það er að segja, ef björgun bærizt ekki áður. Tveimur klukkustundum eftir óhappið kom ca. 1000 lesa flutningaskip í ljós, ríðandi háar öldurnar um eina milu frá okkur. Ekki var líklegt að hin öfuga veifa okkar á lágu afturmastrinu sæist, svo að við gáfum annað neyðarmerki með þvi að kveikja í olíublautum tvisti. Okkur var nú orðið ljóst, að stýrimaðurinn þurfti tafarlaust að komast undir læknishendur, og gerðum okkar ítrasta til þess að framleiða svo mikinn reyk, að hann yrði séður frá skipinu. En veðrið var of mikið. Það þeytti eldi og reyk svo kröftuglega, að aðeins varð sjáanleg þunn reykjarslæða, lengst á hléborða, of þunn til þess að hún sæist mílu vegar. Við gátum varla séð hana sjálfir — og kaupskipið hélt sína leið. Enn leið tíminn. Hádegi varð og kvöldið kom með skýjað loft, svo ekki sást til að mæla, en loks, okkur til mikils hugarléttis, renndi hollenzki togarinn Ipn 23 upp að síðunni hjá okkur, veltandi í öldunni, svo að hinn bumbumikli skrokkur og jafnvel kjölurinn sást í hin- um mikla sjógangi. Það var erfitt verk að koma taug á milli og festa hana í þessari ókyrrð, og áður en það tókst, höfðum við misst eikarpollann og hluta af borð- stokknum, en loks var dráttartauginni fest utan um kappann, og hinn 60 mílna langi dráttur á Lady Audrey hófst til heimahafnar hennar, Ijmuiden í Hollandi. Um klukkan 3,30 síðdegis var dráttartauginni fest, og ekki leyst aftur fyrr en við lágum við fiskibyrggjuna í Ijmuiden næsta dag, en þar f höfninni voru mörg strandferðaskip bundin vegna veðurs og brims. Stýrimaðurinn okkar lagðist strax á sjúkrahús, en við Jói áttum í brösum við forvitið fólk, með blaðamenn og útvarpsfréttaritara í fararbroddi, en varla er hægt að hugsa sér vingjarnlegri móttökur. Mestu vinbrigðin vegna hins misheppnaða ferðalags hurfu vegna vinsemd- ar og hjálpsemi Hollendinganna. Það var ekki fyrr en morguninn eftir, er forvitnir áhorfendur fylltu bryggj- una og ég leit yfir hið brotna og illa farna skip, að mér komu í hug orð gamla mannsins, og skipið varð að ófreskju í augum mínum. Ég fyllist ætíð hrolli, er ég hugsa til þess, hvernig farið hefði fyrir okkur, ef ekki hefði notið við hinna ágætu pilta á Ipn 23. Kostnaðurinn við viðgerð skipsins og sjúkrahúsvist stýrimannsins gerði okkur ómögulegt að halda ferðinni áfram til Noregs. Það var því ákveðið, að við yfirgæf- um Lady Audrey í Hollandi. Er við því fáum dögum síð- ar lögðum af stað heimleiðis, hryggðist enginn okkar yfir að líta þennan svart hólk í síðasta sinn, — þessa ólánskollu. Þýtt: M. Jensson. 2D6 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.