Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 31
Rússneski verzlnnarflotínn Almennt er talið, að stærð rússneska verzl- unarflotans sé um það bil 2,5 millj. tonn, en nokkuð er óljóst um nákvæma stærð hans. Er hér með talinn skipafloti Rússa, sem annast flutninga á siglingaleiðum innanlands, eftir fljótum og á innhöfum, þ. á m. Kaspía- hafinu. Nákvæmar upplýsingar eru fyrir hendi um flota þeirra, sem siglir á úthöfunum, en það eru aðeins 70 skip, samtals 420 þús. tonn. Lloyd’s skráir árið 1948 undir rússneskum fána 996 skip, samtals 2.087 þús. tonn, þar af 172 skip (211 þús. tonn) mótorskip, hin gufu- skip. Á árinu 1950 byggðu Finnar 143 skip fyrir Rússa, en af þeim voru 118 sem stríðs- skaðabætur. Af 100 skipum, sem í smíðum voru fyrir Rússa í V.-Evrópu árið 1951, áttu 50 að afhendast á árinu. Af 45 fiskiskipum, sem pöntuð voru í Svíþjóð, áttu 30 að vera fullsmíðuð 1951. 1 Danmörku hafa Rússar pantað tvö 13 þús. tonna olíuflutningaskip, tvö minni og 5 kæli- skip, 5—6 þús. tonn hvert. Eiga þau að af- hendast þeim á árunum 1953—1954. Auk þess eru nú í smíðum í Danmörku átta 250 tonna skip, ætluð til selveiða. f Hollandi eru 32 skip í smíðum fyrir Rússa, þar af eru 10 olíuflutn- ingaskip, 10 hvalveiðiskip og 3 flutningaskip. Belgía er að byggja 2 skip fyrir Rússa, og Ítalía, sem nýlega hefir byggt fyrir þá um 20 dráttarbáta, er með í smíðum 2 mótorskip, 4000 tonn hvort. í rússneska flotanum eru mörg skip af út- lendum uppruna, aðallega þýzk, og hafa þau verið afhent sem skaðabætur. Rússar hafa nýlega tekið í sínar hendur pólska línuskipið „Sobiesky", sem er 10 þús. tonn að stærð og verður sett á Napoli—New York leiðina. Skipið hefur nú verið skírt „Bru- sia“. Rússar höfðu aflað sér nokkurra farþega- skipa fyrir stríðið. Þau skip eru ekki útbúin þeim lúxus og þægindum, sem einkenna mörg hinna stóru farþegaskip annarra þjóða. Pravda hefir nýlega tilkynnt, að þýzka stór- skipið „Robert Ley“, sem er 27 þús. tonn og var endurskírt „Stalin“, hafi nú verið útbúið öllum hugsanlegum lúxus og þægindum og ver- ið sett á alþjóðasiglingaleiðir. Tankskipafloti Rússa mun alls vera 193,226 tonn, að meðtöldum 2 hvalveiðimóðurskipum, samtals 27.730 tonn. Flutningafloti Rússa á fljótum landsins er sá stærsti í heimi sinnar tegundar, og nær yfir ýmsar tegundir skipa til vöru- og fólks- flutninga. Jafnhliða pöntunum á skipum erlendis frá, eru allar skipasmíðastöðvar Rússa önnum kafn- ar við skipasmíðar. Fiskiflotinn er um 100 þús. tonn. Verzlunar- flotinn er starfræktur sem ríkiseign og heitir á þeirra máli „Sovtorgflot“ (Sovétverzlunar- flotinn). Hefir hann aðalskrifstofur sínar í Odessa, Leningrad, Vladivostok, og útibú í öll- um öðrum rússneskum höfnum. Rússar halda uppi reglulegum siglingum milli Odessa og Istambul, hafnanna í Palestíinu og Sýrlandi yfir Alexandríu. Einnig halda þeir uppi nokkurn veginn föst- um skipaferðum milli Leningrad og Eystra- saltshafnanna, skandínavískra hafna og Lond- on. Þeir ráða yfir siglingaleiðum á Dóná, frá Sulina til Búdapest og Bratislava. Hafa þeir sett á stofn skipafélög með aðild ríkja þeirra, sem eiga lönd að þessum siglinga- leiðum, en það eru Ungverjar, Rúmenar og Búlgarar. Lausl. þýtt af G. J. íslenzkir bátar lmúnir Grenaa-vélum M/b. „Lagarfoss“ VE. 292, 27 tonn M/b. „Sjöstjarnan“ VE. 92, 55 tonn M/b. „Erlingur“ III VE. 25, 66 tonn M/b. „Sigurfari“ VE. 138, 46 tonn M/b. .„Tjaldur“ VE. 291, 53 tonn M/b. „Hellisey“ VE. 2 M/b. „Grœdir“ OF. 3, 51 tonn M/b. „Sævaldur“ OF. 2, 53 tonn EinkaumboðsmaSur á íslandi fyrir Grenaa vélar: Magnús Ó. Ólafsson Hafnarhvoli . Sími 80773 V I K i N G U R 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.