Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 8
á mótorbát, sem ég á að þriðjungi", segir Konráð. „Gunnar bóndi í Holti á einn part- inn og Víglundur Þorsteinsson, sem er for- maður á bátnum, á einn partinn. Þú kannast við Gunnar Jónsson í Holti og Nikolínu konu hans. Þar átt þú að halda til, því Gunnar sér alveg um útgerðina á bátnum. En svo er mál með vexti, að Víglundur formaður er ekki heilsuhraustur, og þarf að fá mann, sem getur verið með bátinn, ef hann er lasinn. 'Ég hef lofað að útvega honum góðan mann, én hef engan fengið, sem mér líkar. Sláðu nú til og gerðu þetta". „Hver eru kjörin?“ spurði ég. „Þú skalt ekki ímynda þér, að ég fari fyrir algengt háseta- kaup. fyrst ætlunin er að hafa mig fyrir vara- skeifu, ef formaðurinn verður lasinn“. „Ég skal greiða þér sama kaup og ég greiði formönnum mínum, svo og fríar ferðir. Ef þú tekur nú ákvörðun, skal ég borga þér kaup frá þessum degi og þar til þú kemur til Reykja- víkur aftur. „Sterling" fer kl. 8 annað kvöld, og segðu nú já, helvízkur!" „Það er bezt ég segi já“, svara ég. Þakkaði Konráð mér kærlega fyrir, kvaðst útvega mér far á öðru farrými. Að svo mæltu stóðum við upp og kvöddumst. Ég hélt nú heim á leið, hitti konuna og sagði henni tíðindin um ráðningu mína. Hún lét sér fátt um finnast en ég sagði, að þarna væri meira og vissara kaup en við óvissa vinnu á Sigulfirði. Ég fór svo um borð á hæfilegum tíma kvöld- ið eftir. Allt stóð heima, sem Konráð hafði sagt um farið. Ferðin austur gekk ágætlega. Leið mér mætavel á öðru farrými, enda var veðurblíða alla leið. Hélt „Sterling“ án við- komu til Norðfjarðar. Þar var töluverð við- staða. Síðan var haldið til Mjóafjarðar. Kom- um við þangað seinni part miðvlkudagsins fyr- ir uppstigningardag. Konráð, sem verið hafði með skipinu austur, sagði mér, að Víglundur formaður hlyti að koma og spyrjast fyrir um það, hvort maðurinn hefði fengizt. Svo varð líka. Víglundur kom á bát við þriðja mann. Kvaddi ég því næst Konráð og lagði af stað með þeim Víglundi inn að Holti. Ekki var Víglundur skrafhreifinn á leiðinni, og lét ég mig það engu skipta. Þegar heim að Brekku kom, kemur Gunnar bóndi á móti mér, heilsar mér alúðlega og býður mig velkominn. Við Gunnar vorum dá- lítið kunnugir áður, en þó gat það varla tal- izt. Víglundur lætur sem hann sjái okkur ekki, en leggur af stað upp að húsinu. Mér þótti þetta skrítin framkoma, en hugsaði með mér: Ekki skal ég ónáða manninn með óþarfa mælgi að fyrra bragði. Gunnar og hin ágæta kona hans tóku mér prýðisvel. Fékk ég gott og snoturt herbergi uppi á lofti, átti að sofa þar ásamt öðrum manni, sem var á bátnum, Einari að nafni. Er ég hafði komið farangri mínum fyrir og fengið mér vænan „slurk“ úr nestisflösku, sem Konráð gaf mér, tók ég sjóklæði mín og labba niður. Ég þurfti að fara í gegnum eldhúsið til að komast út. Þar var fullt af kvenfólki, en ekki gaf ég því neinn gaum. Fór ég niður að sjóhúsi, sem stóð rétt fyrir ofan bryggj- una, fann mér þar stað fyrir draslið og gekk svo niður á bryggju. Ég sá hvergi neinn mann á ferli. Skammt innan við bryggjuna sá ég að liggur mótorbátur, ljósgrænn með rauðan botn. Ég þykist vita, að þetta muni vera bát- urinn, sem ég var ráðinn á. Árabátur lá við bryggjuna. Leysti ég bátinn, réri út að mótor- bátnum og fór um borð í hann. Fór ég að svip- ast þar um og sá strax, að þar er allt í röð og reglu, báturinn nýmálaður utan og innan, bólfæri komin um borð og mjög snyrtilega gengið frá þeim. Heldur fannst mér báturinn lítill, en leizt vel á hann að öðru leyti. Lúkar- inn var ólokaður, og fór ég þar niður. í hon- um voru tvær kojur og töluvert gólfpláss. Leit ég svo niður í vélarúmið og sá, að þar var allt í röð og reglu. Aftan við vélarúmið var lúka. Opnaði ég hana og sé, að þar er dálítil geymslukompa. Myndi jafnframt vera ágætt að sitja þar við stýrið. Ég fór svo að athuga reiðann. Eitt mastur var á bátnum. Seglið var það eina, sem mér leizt ekki á. Ég sá strax, að það var bráðónýtt, gamalt og fúið og bar greinilega með sér, að það myndi sjaldan eða aldrei hafa verið hreyft. Fór ég nú upp að bryggjunni aftur, og var Víglundur þar þá fyrir. Segir hann brosandi: „Varst þú að skoða fleytuna?" Ég játaði því og spurði jafnframt, hvað báturinn héti. „Hann heitir Ingólfur". „Hvað er hann margar rúmlestir?“ „71/2“ segir Víglundur, „en hvernig lízt þér á hann?“ „Vel“, segi ég, en ég held að seglið sé lélegt“. „Seglið, — maður hreyfir aldrei segl, lætur bara vélina hafa það“. Við spjölluðum nú um ýmislegt. Spurði Víg- lundur, hvort ég hefði aldrei verið á mótor- bát áður. Neitaði ég því. „En mér skildist á Konráði, að þú hefðir verið formaður". Ég kvaðst hafa verið það á árabátum fyrir all- mörgum árum, en nú upp á síðkastið hefði ég 196 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.