Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 20
þjóðarinnar í fiskveiðamálum, þeir herra fiskifræð- ingur Ámi Friðriksson og Davíð Ólafsson forseti Fiskifélags íslands, myndu fara með „Ægi“, a. m. k. fyrstu dagana eða alla ferðina ,sem farin var til að sannprófa hið langþráða Astic-tæki. Mönnum varð ekki að þeirri von sinni. Hvomgur þessara fulltrúa þjóð- arinnar lét sjá sig og hafa ekki gert það, þegar þetta er skrifað, 12 dögum eftir bui-tför úr Reykjavík. Það vakti einnig mikla undrun, að enginn af hinum fiskifræðingunum var sendur með skipinu, eða neinn fulltrúi í stað forseta Fiskifélagsins. Þessi frammi- staða sýnir ekki mikinn áhuga, ábyrgðatilfinningu né löngun til að sjá og sannprófa með eigin augum og athugunum, þegar það er einnig vitað, að þessir sérfræðingar og fulltrúar þjóðarinnar í fiskveiði- málum hafa útvegað eða keypt þetta Astic-tæki til iandsins, vitandi það, að þetta tæki hefir ekki fyrr verið reynt við síldarleit, heldur hefir það til þessa verið smíðað og notað við hvalveiðar. Þegar þannig fyrirfram var vitað, að engin reynsla var fyrir hæfni tækisins til síldarleitar, bar þeim þeim mun meiri siðferðileg skylda til þess að koma með „Ægi“ próf-ferðina. Og ekki hvað sízt vegna þess, að sérfróður maður frá Astic-firmanu var um borð, aðeins í þeim eina tilgangi að kenna og leiðbeina um notkun þess. Vitaskuld skipti það miklu, að ein- mitt þeir menn, sem keyptu tækið, tækju við því úr höndum sérfræðingsins. Sagan er ekki öll: Það var ekki nokkur hlutur sendur með skipinu til þess að sannprófa, hvað það væri, sem tækið sýndi (ef það þá sýndi nokkuð). Það var ekki einu sinni mælir til að mæla hitastig undir yfirborðinu, ekki átuháfur eða síldarnetsstubbur til að reka fyrir. Þetta er einhver eá furðulegasti rannsóknarleiðangur, sem farinn hef- !r verið. Þórarinn Björnsson, skipherra, útvegaði nokk- ur net og útbúnað til að reka fyrir. Er þetta ekki fullnægjandi, en skárra en var og stendur til bóta. „Ægir“ verður að hafa tæki um borð til að sannprófa, hvaða sjávardýr það eru, sem mynda skugga á Astic- tækið og dýptarmælana, að öðrum kosti getur hann ekki leiðbeint fiskimönnum að gagni. Þessir tveir fulltrúar fiskimálanna voru í Reykja- vík þegar „Ægir“ fór þaðan, gátu þess vegna komið með, ef þeir hefðu viljað, eða sent sérfróða menn í sinn stað. Þremur eða fjórum dögum eftir að „Æg- ir“ sigldi, var herra fiskifræðingur Árni Friðriksson farinn á „Maríu Júlíu“ út í Faxaflóa til fiskirann- sókna. Þá för taldi hann nauðsynlegri en sannprófun Astic-tækisins í „Ægi“. Um viku frá brottför „Ægis“, er herra Davíð Ólafsson, forseti Fiskifélags íslands, farinn að tala um Astic-tækið í útvarpinu, þær miklu vonir, sem fiskimenn og raunar öll þjóðin gerir sér um notagildi þess fyrir síldveiðarnar. Hversu miklu meira og raunhæfara um vonir og hæfni tækisins hefði forsetinn getað frætt landsmenn, ef hann hefði notað vikuna til að vera um borð í „Ægi“ og kynnt sér tækið með eigin augum og athugunum. Nei, eftir tólf daga rannsóknarför á „Ægi“ með Astic-tækið og enska sérfræðinginn innanborðs, eru fiskifræðing- ornir jafnnær og þegar tækið var keypt, hafa ekki kynnt sér neitt eða séð með eigin augum og athug- unum. Fyrir mér má hver sem vill lofa slíka frammi- stöðu. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta trassaskap- ur og ábyr'gðarlej si í störfum, sem ekki á að þolast átölulaust, hvorki háum eða lágum. Mig furðar ekki, eftir kynni mín af þessu hér um borð, þótt fiski- mennirnir knékrjúpi ekki álíka forustu, og leggi hæfi- lega upp úr því, sem kemur úr penna þeirra við skrifborðin og á öldum ljósvakans frá útvarpssal. Fiskimennirnir eru raunhæfir, þeir vænta þrautpróf- aðra staðreynda. Engir þegnar þjóðfélagsins hafa jafn- mikið fyrir lífinu eins og þeir. Á þeirra athafna- svæði hefir það ekki gildi að sjá hlutina með ann- arra augum, þar verður hver að skipa sitt rúm, enda dettur víst engum annað í hug, sem vill gera skyldu sína. Þar verður að sitja í fyrirúmi áhugi, dugnaður og trúmennska í öllum störfum. Þessa eiginleika mættu aðrar stéttir þjóðfélagsins og starfsmannahóp- ar taka sér í enn ríkari mæli til fyrirmyndar. Þá mundi fjöldamargt breytast til batnaðar og farsæld- ar landi og lýð. Júlíus Ólafsson vélstjóri á v/s „Ægi“. ATHS.: Það virðist Ijóst af þessari lýsingu Júl- íusar Ólafssonar vélstjóra, að þessi fyrsta rannsóknar- för „Ægis“ með Astictækið liefur ekki verið undir- búin af nægri fyrirhyggju. Hins vegar er ekki með sanngirni hægt að gera þá kröfu til fiskimálastjóra, að hann taki persónulega þátt i slíkum könnunarf erð- um. Starfssvið hans er annað, enda er hann ekki sér- fræðingur í fiskirannsóknum. R i t s t j . Smœlki Birgðamálaráðherra Breta hefir lýst því yfir í þinginu, að ekkert myndi vera unnið að því a'S útbúa skip atómhreyflum, fyrr en miklu meiri reynzla hefði feng- izt fyrir atómvélum í aflstöðvum í landi. * Það hefir verið upplýst, að á árinu 1951 högnuðust Bretar um 34 milj. sterlp, á útflutningi vörntegunda, sem voru allsendis óþekktar fyrir stríð sem útflutn- ingsvörur. * Tankskipum af Liberty-gerð er nú lagt upp hverju af öðru, vegna þess að ekki þykir borga sig að gera þau út með hinum lágu olíufarmgjöldum. * Japanskir skipaeigendur og verzlunarfélög hafa nú endurnýjað fyrirstríðssiglingar og verzlunarsambönd sín, og virðast ekki ætla að láta þar við sitja, heldur reyna þeir nú að ná nýjum samböndum fyrir siglingar og verzlun, sem þeir aldrei hafa áður haft. * Ópíumsmygl til Bretlands hefir stöðugt minnkað frá því í ársbyrjun 1950. Aftur á móti liefir smygl á eiturjurtinni hashis aukizt ískyggilega mikið. * í brezk-argentinska verzlunarsamningnum 1953 er gert ráð fyrir útflutningi á 800.000 tonnum af kolnm, sem aðallega koma frá Wales. ZOB VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.