Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Side 9
eingöngu stundað sjó á skútum. Ég spurði Víglund, hvort nokkuð hefði verið farið á sjó. Kvaðst hann hafa farið einn róður, en lítið fiskað. Var nú komið miðnætti, og fórum við báðir heim og lögðumst til svefns. Á uppstigningardag kl. 1 var byrjað að beita. Að því unnum við fjórir, sem áttum að vera á bátnum. átta manns úr landi og Gunnar bóndi sá þrettándi. Skar hann beituna. Átti hver að beita eitt bjóð, en sjö strengir voru í bjóði. Var því róið með 84 strengi. ’Ég hef alltaf verið seinn að beita, enda átti ég tölu- vert eftir, þegar allir aðrir voru búnir. Þegar ég var einn eftir, kom Víglundur til mín og spyr, hvort ég sé óvanur að beita. Ég kvaðst alltaf hafa verið seinn við það verk, enda þætti mér það leiðinlegt. Bauðst Víglundur til að hjálpa mér við það, sem eftir var. Gekk það fljótt. — „Við förum svo kl. 6“ segir hann. Á mínútunni 6 lögðum við frá bryggju í fyrsta róðurinn, og þar með var „ballið“ byrj- að. Við vorum fjórir á bátnum, Víglundur for- maður; Þorsteinn hét vélamaðurinn. Hann var hægur og stilltur, prýðilega greindur, en mjög fáorður. Var hann einhver samvizkusamasti maður við verk sitt, sem ég hef þekkt. Hann var Skaftfellingur að ætt, faðir Rannveigar lögfræðings. Einar hét annar hásetinn, maður heldur svifaseinn. Ég var hinn hásetinn, eins og fyrr segir. Nú var haldið út og austur djúp, út af Norð- fjarðarhorni, og þar byrjað að leggja. Þá var bæði lagt og dregið af höndum. Víglundur lagði, en þegar hann var hálfnaður að leggja línuna, spyr hann mig, hvort ég sé vanur að •leggja línu. Ég sagðist vera búinn að gleyma því, tók þó við og lagði það, sem eftir var. Upp frá því lögðum við sinn helminginn hvor, þegar við vorum saman. En þegar Víglundur var lasinn og í landi, varð ég að leggja alla línuna einn. Afli var ágætur, og fengum við fullan bát- inn. Var nú haldið áfram nótt og dag og ekki dvalið í landi nema á meðan fiskurinn var losaður úr bátnum, bjóðin' tekin og skroppið heim í húsið til að matast. Blíðskaparveður var, en oft svartaþoka. Á fimmtudagsmorgun- inn fyrir hvítasunnu var Víglundur lasinn, þegar við komum að. Bað hann mig nú að fara með bátinn. Fékk ég fyrir háseta mann þann, sem Hallgrímur hét. Var hann land- maður hjá Gunnari, en ráðinn með þeim skil- málum, að hlaupa í skarð við róðra, ef með þyrfti. Hallgrímur þessi var heldur smár vexti, með alskegg, stuttklippt. Hann var snotur maður, kátur og viðfeldinn snöggur í öllum hreyfingum, eitilharður, og lét sér á sama standa á hverju gekk. Eitthvað hafði hann gengið á skóla, því að hann fékkst við barna- kennslu á vetrum. Söngelskur var hann og hafði góða barytonrödd og var óspar á að taka lagið. Við héldum nú áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Aflinn var ágætur. Laugardagsnótt- ina fyrir hvítasunnu var hann svo mikill, að ég var farinn að hugsa um að fleygja af síð- asta bjóðinu, en samt tókum við allt, þótt rétt að segja flyti inn á dekkið. Þar sem logn var og alveg kvikulaust, lánaðist þetta, en ekki máttum við hafa nema rösklega hálfa ferð á bátnum í land. Þegar í land kom, fóru pilt- arnir að losa bátinn, en ég stóð fyrir aftan fiskikösina og var ekkert að flýta mér, því að nú skyldi ekki róa, þar eð hátíðin fór í hönd. Veit ég þá ekki fyrr til en þrifið er allharka- lega í öxlina á mér og sagt byrstum rómi: „Hvaða andskotans sjómennska er þetta, að hlaða bátinn svona? Þetta er engin fyrirsjón!“ Ég snéri mér við og sá, að þetta var Konráð, og var reiður. Það fýkur í mig. Hristi ég hann harkalega af mér og segist varla trúa því, að honum þyki bröndumar of margar, þegar hann í haust fari að vigta það, sem á bátinn hafi komið. Ég skipti mér svo ekki af honum, en rölti heim á leið. Seinna um daginn sagði Gunnar mér, að Konráð vildi finna mig út í búð. Ég vissi, hvað Konráð var bráður og stórbrotinn og hugsa með mér, að nú ætli hann að taka mér tak fyrir það, sem ég stjakaði við honum í morgun. — Illu er bezt aflokið, hugsaði ég, labba upp á loft, fæ mér slatta úr flöskunni ,sem Konráð hafði gefið mér í nesti, og enn var ekki tóm. Hugsaði ég sem svo, að ekki myndi af veita, ef skrápurinn sneri út á „Konsa“. Ég hélt svo af stað út í hús Kon- ráðs, en þangað var um það bil stundarfjórð- ungs gangur. Konráð var í skrifstofu sinni og hélt ég inn til hans. Heilsar hann mér glaðlega og segir: „Ég var víst heldur snjakillur í morgun; mér ofbauð, þegar ég sá bátinn fara hérna inn með mölunum. Það er gott að fá fiskinn, en mannslífin eru samt meira virði. En svo sleppum við þessu“. Síðan kom Konráð með vindlakassa og viskí- flösku út úr skáp, réttir mér og segir: „Hafðu þetta um hátíðina". Ég þakkaði honum góðar gjafir, óskaði hon- um gleðilegrar hátíðar og fór mína leið, miklu glaðari en ég kom. Framfvald. V l K I N G U R 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.