Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 11
Risaskata. næstum kominn beint yfir skepnuna undir okkur. Báturinn okkar var traustbyggður, og 38 feta bátur er ekki svo lítil fleyta. En það veitti ekki af. Hann skalf og nötraði, þegar tveggja tonna ófreskjan rakst á hann. Og meðan báturinn valt til, gerði ég mér fyrst fyllilega ljóst, að við vor- um ekki lengur aðeins áhorfendur þessa furðu- lega skrímslis úr hafdjúpinu. Við vorum nú að berjast við það í návígi. Ég stökk frá stýrinu og stóð á þilfarinu og horfði á kaðalinn. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu. Brátt var hann allur útbyrðis, og síðan þeyttist stálfatið út fyrir borðstokkinn og hoppaði og skoppaði eftir sjávarfletinum, eins og það væri allt í einu orðið lifandi. höfðum náð í olíufat úr stáli og gert það vatns- þétt. Við festum það við annan endann á þuml- ungssverum manillakaðli, sem við höfðum um 80 metra af hringaða niður á þilfarið, svo hann gæti runnið greiðlega út. Við hinn endann festi Cap annan stóra skutulinn, og við vorum til- búnir. Við fengum tvo innfædda, sem virtust sér- staklega hugaðir, til að slást í förina, og brátt héldum við á hægri ferð fram víkina í leit að bráðinni. Innfæddu piltarnir voru sem á nál- um. Við töldum þeim trú um, að við ætluðum einungis að fæla fjandafiskinn burt frá höfn- inni. Sá, sem hafði risaskötu í fullu fjöri nærri sér, gat skilið, hvers vegna innfæddu aðstoðar- mennirnir okkar voru svo skelfdir. Skepna, sem er 20 fet þvert yfir bakið, og vegur meira en meðalbíll, er sannarlega engin smásmíði. Þegar við nálguðumst skötuna, risu allt í einu boðaföll og skepnan þurrkaði sig algerlega upp úr sjónum, hóf sig um tíu fet beint upp, og skall svo niður með miklum buslugangi. Sköt- ur virðast yfirleitt hafa gaman af að stökkva upp úr sjónum og gera sem mest skvamp. En fyrir mann, sem er í þann veginn að kasta skutli í eina þeirra, er erfitt að leiða hjá sér tilhugsunina um, hvað myndi ske, ef skatan fyndi upp á að snúa sér að bátnum, þegar skutullinn væri kominn í hana, og hlammaði sér niður á hann og mennina. Fimm mínútum seinna fengum við smjörþef- inn af hvernig það myndi vera. Því um leið og skatan kom niður og svamlaði hægt fram hjá rétt undir yfirborðinu, stýrði ég bátnum fast að henni, og Cap kastaði skutlinum. Það heyrð- ist skvamp, þegar skutullinn kom í vatnið, og ég ímyndaði mér, að ég heyrði annað dimmra hljóð, þegar skutullinn stakkst á kaf. Ég setti þegar á fulla ferð aftur á bak, því ég var Viö eltum fatiö. Cap leit í kringum sig og glotti. Þeir inn- fæddu þorðu nú aftur að draga andann og glottu líka. Við vorum ánægðir, heppnin hafði verið með okkur. Nú var ekki annað en elta tunnuna og þreyta djöfsa. Cap tók við stýrinu og setti á fulla ferð. Það var ótrúlegt, hversu fljótt tunnuna bar undan. Hún stefndi beint út sundið úr víkinni, og þó við færum fulla ferð, náðum við henni ekki fyrr en við vorum komnir hálfa mílu út á op- inn sjó. Skatan hægði nú ögn á sér, og við fylgdum á eftir og lofuðum henni að þreytast — eða svo héldum við. Klukkutíma seinna vor- um við komnir um tíu mílur á haf út, og nú var kominn snarpur kaldi. Cap leit umhverfis sig og sagði: „Ég held við ættum að taka kaðalinn og láta hana hafa eitthvað að draga á eftir sér“. Við stýrðum að skoppandi tunnunni, og Cap skipaði öðrum hásetanum að ná inn lykkju af kaðlinum með krókstrjaka. Það var strax gert. Nú var um að gera að draga inn kaðalinn og gefa hann út tunnumegin, en tunnuna drógum við á eftir í kjölfarinu. Við ætluðum að láta skötuna þreyta sig á að draga bátinn, og nálgast hana síðan smátt og smátt með því að fikra okkur eftir kaðlinum. Tæki hún sprett, vorum við reiðubúnir að gefa út. Þetta gekk eins og í sögu. Allt hafði til þessa gengið of vel, eins og okkur varð brátt ljóst. Við höfðum dregið inn kaðalinn, þar til við vorum um 40 metra á eftir skötunni. Ég stóð tilbúinn með riffilinn, von- aði að geta komið á hana skoti, sem hægði dá- lítið á hennií En það dró sáralítið úr ferðinni, og í hálftíma stóð ég og varð stöðugt meir undrandi yfir því, að skatan virtist alls ekk- ert þreytast. V I K I N G U R 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.