Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 14
biblíusögumar voru mér sem gamlir vinir, sem ég gat ekki hugsað til að yfirgefa. Mér var ógerlegt að skilja það, að herra Hamel væri á förum, og ég ætti aldrei að líta hann augum framar. Allir duttlungar hans og refsigirni var fymt og gleymt. Vesalings Hamel. Hann hafði klæðzt helgi- dagafötum sínum í tilefni síðustu kennslu- stundarinnar. Nú varð mér það einnig ljóst, hvers vegna gömlu þorpsbúarnir voru mættir. Það var sökum þess, að þeir hörmuðu, að skól- ans nyti ekki lengur við. Þeir vom komnir til þess að tjá Hamel þakkir fyrir fjörutíu ára dygga þjónustu. Þeir vildu votta virðingu sína landinu, sem þeir höfðu átt — og misst. Meðan ég var að íhuga allt þetta, heyrði ég nafn mitt nefnt. Það var komið að mér að lesa. Ég hefði viljað gefa mikið til þess að geta sagt reglurnar fyrir hluttaksorðunum hátt og greinilega, án minnstu mistaka. En ég ruglaði öllu saman þegar í upphafi. Eg stóð skjálfandi af ótta og blygðun og hélt mér í borðið. Hjartað barðist 1 brjósti mér, og ég dirfðist ekki að líta upp. Eg heyrði herra Hamel segja við mig: — Eg ætla ekki að ávíta þig, Franz litli, þig mun taka þetta nógu sárt samt. Við ættum heldur að reyna að athuga, hvað veldur þessu. Daglega höfum við sagt við sjálf okkur: — Ég hef nógan tíma. Ég læri þetta bara á morgun. Nú fyrst sjáum við afleiðingar vanrækslu- syndanna. Það er einmitt þetta, sem hefur orðið Alsace að falli. Hún hefur frestað því til morguns, sem henni bar að framkvæma í dag. Það er sízt að ástæðulausu, þótt fjand- mennirnir þarna úti beri okkur á brýn, að við látumst vera Frakkar, án þess þó einu sinni að kunna að tala eða rita þjóðtungu okkar. Þú ert svo sem ekki verstur, Franz litli. Við höf- um öll margs að iðrast. — Foreldrum ykkar var það ekkert hugðar- mál að setja ykkur til mennta. Þeir vildu mun heldur reyna að fá ykkur starf á sveitasetrum eða í verksmiðjum. Þannig hefði ykkur gefizt kostur á því að afla nokkurs fjár. Ég get líka að ýmsu leyti kennt sjálfum mér um, hvernig nám ykkar hefur tekizt. Hef ég ekki oft og tíðum látið ykkur vökva blómin mín, þegar þið áttuð að lesa og læra? Gaf ég ykkur ekki líka oft frí, þegar mig langaði til þess að bregða mér á silungaveiðar? Herra Hamel tók að ræða um móðurmálið fram og aftur. Hann kvað frönskuna fegursta mál í víðri veröld. Hann bað okkur umfram allt að auka þekkingu okkar á þjóðtungunni og gleyma henni aldrei. Þótt þjóðin yrði hneppt í þrældóm, taldi hann hana hafa fangelsislyk- ilinn í höndum sér, ef hún varðveitti mál sitt óspillt. Síðan opnaði hann málfræðina og tók að útskýra reglur hennar. Mig undraði, hversu vel ég skildi þær nú. Allt, sem hann sagði. virtist svo einfalt og augljóst. Aldrei hafði ég veitt orðum hans slíka athygli fyrr. Mér virtist einnig, að hann hefði aldrei út- skýrt reglur málfræðinnar með annarri eins kostgæfni. Það var eins og hann vildi miðla okkur öllum fróðleik sínum, áður en hann héldi á braut. Þegar málfræðinni lauk, lét hann okkur skrifa. Að þessu sinni gaf hann okkur nýja forskrift, ritaða fagurri rithönd: — Frakkland, Alsace, Frakkland, Alsace. Þú hefðir átt að sjá, hversu allir voru kappsamir og þögulir. Eina hljóðið, sem rauf kyrrðina, var risp pennanna. Nokkrar bjöllur flugu inn í skóla- stofuna. Enginn gaf þeim minnstu gætur. Dúfurnar kurruðu dapurlega á húsþökunum. — Skyldu fuglarnir einnig verða neyddir til þess að syngja á þýzku eins og við? hugs- aði ég með sjálfum mér. Alltaf, þegar ég leit upp frá skriftinni, sá ég herra Hamel sitja hreyfingarvana á stóln- .um sínum og stara í kringum sig. Það var eins og hann vildi skapa í huga sér ófyrnanlega mynd af litlu skólastofunni okkar. f fjörutíu ár hafði hann starfað hér, með garðinn sinn utan við gluggann og nemendurna andspænis sér. Skólaborðin og bekkimir voru hið eina, sem breytzt hafði. Valhnotutrén í garðinum höfðu einnig stækkað. Humalviðurinn, sem hann hafði sjálfur gróðursett, náði nú allt upp að þaki. Það hlaut að falla honum þungt að verða að yfirgefa allt þetta. í herberginu yfir höfðum okkar var systir hans í önnum við að búa um farangur þeirra. Þau áttu að hverfa úr landi strax að morgni. Þegar skriftaræfingunni var lolcið, tók herra Hamel að spyrja okkur út úr sögu Frakk- lands. Hauser gamli sat enn í sæti sínu og hafði sett upp gleraugun. Hann hélt báðum höndum um frönskunámsbókina og grét af geðshræringu. Hann var svo skringilegur í háttum, að okkur var næst skapi að hlæja og gráta í senn. Þessari kennslustund mun ég aldrei gleyma. Skyndilega tók kirkjuklukkan að slá. Um sömu mundir hljómaði trumbusláttur prússn- esku hermannanna utan við gluggann. Herra Hamel reis á fætur. Andlit hans var náfölt. Mér hafði aldrei virzt hann svo tígulegur fyrr. — Vinir mínir, mælti hann skjálfandi röddu. VÍKINGUR 202

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.