Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 2
Styrjaldarfórnir i mannslifum Eftirfarandi grein birtist í blaðinu „íslendingur" á Akureyri. Er hún eftir ritstjórann, Jakob Ó. Péturs- son. Víkingur leyfir sér hér með að endurprenta þetta góða og réttmæta svar ritstjóra íslendings við ósæmi- legum skrifum Fieldwood skipstjóra um íslenzka sjó- menn og íslenzku þjóðina í heild. Ritstj. Einhver ósanngjarnasta rödd, sem kvatt hef- ur sér hljóðs í sambandi við brezka löndunar- bannið á íslenzkum fiski, kemur fram í The Fishing News 22. ágúst s. 1. og á að vera svar við vinsamlegri grein um ísland og Islendinga, er skömmu áður hafði birzt þar í ritinu eftir Mr. Bate. Það er einn æðsti ráðamaður togara- skipstjórafélagsins í Grimsby, Fieldwood skip- stjóri, er kveður sér þar hljóðs, og fer ekki dult með óvild sína í garð íslands og íslenzkrar s j ómannastéttar. Telur hann greiðslu þá, er íslenzkir útgerð- armenn og sjómenn hafi fengið fyrir fisk í Bretlandi á síðari styrjaldarárunum, hafa ver- ið mikils til of háa, og það hafi verið mjög leitt, að Bretat skyldu hafa orðið að taka við fiskinum. Brezkir sjómenn hefðu fúslega tekið þetta verk að sér, en í þess stað hafi þeir verið látnir stunda tundurduflaveiðar og hreinsa skipaleiðir fyrir aðra, þar á meðal Islendinga. Bretar hafi á þessum árum fært svo miklar styrjaldarfórnir í mannslífum, og sé þar af- hroð íslendinga ekki sambærilegt, enda hafi engar tölur verið færðar fram um slíkar fórn- ir þeirra. Loks heldur hann því fram, að brezk- ir sjómenn hafi „fundið“ fiskimiðin umhverfis Island og stundað veiðar þar um 60 ára skeið, og virðist hann telja það rök fyrir því, að þeir fái óáreittir að þurrausa þau. Er greinin öll krydduð óvirðingarorðum og móðgunum um íslendinga. Það er rétt í grein Fieldwoods þessa, að í skrifum um viðskipti Islendinga og Breta á styrjaldarárunum, hafa ekki komið nógsamlega fram hlutfallstölur um mannfall íslendinga og Breta á þessum árum. En úr því ætti að mega bæta. Við vitum og höfum skráð í annálum stríðsáranna, að aðeins í fiskflutningum til Bretlands misstum viö U fiskiskip (tvo togara og tvo línuveiðara) og með þeim 46 hrausta sjómenn auk þeirra 5, sem drepnir voru á l.v. Fróða af sömu orsökum. En 51 mannslíf hjá íslendingum jafngildir meira en 20 þúsund mannslífum hjá 50 milljóna þjóð, en missir 4 fiskiskipa sama og missir 1600—1700 skipa, og ætti þá þessi brezki skriffinnur að geta sjálf- ur sett dæmið upp og reiknað, hve „lítilfjör- legt“ afhroð Islendingar guldu á hafinu árin 1940—1941 miðað við stórþjóðina Breta. Ef svo væri meðtalið mannfallið, er Hekla og Fossarnir voru skotnir niður og það skarð, sem þá var höggvið í siglingaflotann íslenzka, verða þessar samanburðartölur gífurlega háar. Þá er það annað atriði, sem ekki verður gengið framhjá, er óvildarmenn Islands í Bret- landi gera lítið úr verkum íslenzkra sjómanna á styrjaldarárunum, en það er sá fjöldi er- lendra sjómanna, er íslenzk skip björguðu, eftir að þýzkir kafbátar eða flugvélar höfðu skotið farkost þeirra í kaf. En meirihluti þess fjölmenna hóps voru brezkir þegnar. Skal hér nú til glöggvunar stiklað á stærstu tölunum, sem við höfum áreiðanlegar skýrslur yfir: 16. júní 1940: Togarinn Skallagrímur bjarg- ar 353 brezkum sjóliðum af • beitiskipinu An- dina, sem þýzkur kafbátur hafði skotið í kaf. 11. júlí: Lítill vélbátur bjargar 12 skipverj- um af brezkum togara fyrir Austurlandi, er þýzk flugvél hafði sökkt. 1. sept.: Egill Skallagrímsson og Hilmir bjarga 40 sjómönnum skammt frá Englandi af Wille de Hasselt. 16. sept.: Snorri goði og Arinbjöm hersir bjarga sameiginlega 300—400 mönnum í ír- landshafi. 22. sept.: Togarinn Þórólfur bjargar 30 sjó- mönnum af skipbroti 175 sjómílur frá strönd- um Englands. 21. okt.: Línuveiðarinn Þormóður frá Akra- nesi bjargar 13 enskum skipbrotsmönnum. I des.: Togarinn Hafsteinn bjargar 6 þús. smál. ensku skipi og hjálpar því til brezkrar hafnar. 12. des.: Súlan frá Akureyri bjargar 37 VÍKINEUR 190

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.