Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 27
■ ERLFNDAP.
Kópavogshreppi. Bátar og jafnvel
hafskip eiga að geta Iagzt að henni.
Vaxandi útgerð í Iiópavogi.
•
28/8. Hafnargarðurinn í Rifi hef-
ur verið lengdur um 100 metra í
sumar. — Búið er að bjarga milli
250—300 tonnum af járni úr Dyn-
skógafjöru. Járnið er á 5—10 m
dýpi og sjórinn gengur yfir það
strax og brima tekur. — Tveir 53
tonna bátar smíðaðir innan skamms
í Hafnarfirði. — öskjuvatn hefur
lækkað um 66 cm.
•
29/8. Mikil og jöfn síldveiði var
hjá Faxaflóabátum í fyrrinótt og
er farið að salta í flestum ver-
stöðvum. — Tveir íslenzkir tog-
arar, Austfirðingur og fsólfur, éru
nú komnir á karfaveiðar fyrir
Rússlandsmarkað. — Miklar fram-
kvæmdir í Ólafsvík og blómlegt at-
vinnulíf þar. Um 160 aðkomumenn
vinna nú við ýmiss konar störf í
kauptúninu.— Um 1000 tunnur síld-
ar berast daglega til Sandgerðis.
erlendar frétttir.
1/8. Taft, leiðtogi republikana í
öldungadeildinni, er látinn. —
Rússneskar orrustuflugvélar skutu
niður bandarískt risaflugvirki und-
an strönd Síberíu.
•
5/8. Mikið manntjón hefur orðið
af flóðum i fran. — Rússar hafa
nýlega samið við Hollendinga um
kaup á 150.000 tunnum síldar. —
Mexikó-stjórn hefur bannað inn-
flutning á wiský frá Bretlandi,
Bandaríkjum og ICanada. — Hohen-
zollern-safnið þýzka rænt um helg-
ina. Tóbaksdósum Friðriks mikla og
fjölmörgum öðrum dýrgripum stol-
ið. Verðmæti þýfisins mun vera
150 millj. kr. — Rússneskar könn-
unarflugvélar hafa flogið inn yfir
V.-Evrópu.
6/8. Eldur í 10 hreyfla flugvirki
yfir Atlantshafi. Eftir 50 mínútur
steyptist það alelda í djúpið. —
Japanski ríkiserfinginn hefur verið
í Kaupmannahöfn að undanförnu.—
Fangaskipti hófust í Panmunjom í
gær. — Miklir viðskiptasamningar
milli Kína og Japans eru að hefj-
ast. Bretar undirbúa nýjar viðræð-
ur við Kina.
•
7/8. Mark Clark yfirhershöfðingi
S. Þ., lætur af herstjórn.
•
8/8. Atvinnulíf og samgöngur lam-
aðar af verkföllum í Frakklandi. —
Tvær til þrjár millj. manna hafa
Iagt niður vinnu, og er þetta mesta
verkfall þar siðan 1936. — Gagn-
kvæmur öryggissáttmáli Bandaríkj-
anna og Suður-Iíóreu var undirrit-
aður i morgun.
•
11/8. Islendingar og Danir kepptu
milliríkjakeppni í knattspyrnu í
Kaupmannahöfn og unnu Danir 4:0.
•
12/8. Verkföll breiðast ört út um
ítaliu. — Geysiharður jarðskjálfti
varð í gærmorgun á Jónisku eyj-
unum við vésturströnd Grikklands.
Tveir bæir hrundu gersamlega í
rúst á eynni Kefallonia; hundruð
manna dánir og slasaðir.
•
13/8. Algert öngþveiti er orðið
i Frakklandi af verkföllunum. Mat-
vælaskortur í borgum er fyrir dyr-
um og þúsundir ferðamanna teppt-
ir i landinu. — Til mála hefur kom-
ið að leitað verði fjársjóða í flaki
Titanics. Leyndardómsfullar athafn-
ir, þar sem hafskipið sökk fyrir
41 ári.
14/8. 200 þús. manns heimilislaus-
ir á Jónisku eyjunum. Hvert ein-
asta liús á Kefallonía er jafnað við
jörðu. Jarðhræringar torvelda björg-
unina.
•
15/8. 4 milljónir manna taka þátt
í verkföllunum í Frakklandi. Verk-
Fóllin eru þó heldur í rénum.
e
17/8. Reynt var, en árangurslaust,
að steypa Mossadegh. Iranskeisari
er farinn úr landi. — Fiskimaður
í Durban í S.-Afríku, fékk nýlega
1500 punda hákarl á færi. — Norð-
menn munu senda níu hvalveiða-
leiðangra til Suðurhafa í vetur.
Verður bræðsluskip með hverjum.
— Allsherjarþing SÞ hefur um-
ræður um stjórnmálaráðstefnuna í
dag.
•
18/8. Unnið er kappsamlega að
lausn frönsku vinnudeilunnar. —
Hinar mestu flotaæfingar, sem fram
hafa farið á Norður-Atlantshafi,
verða haldnar um miðjan septem-
ber n.k. Floti og fluglið 9 þjóða
Atlantshafsbandalagsins munu taka
þátt í æfingum þessum.
•
19/8. Churchill sat í gær aftur
fund ráðuneytis síns, eftir langa
fjarveru vegna veikinda.— Keisara-
sinnar í Persíu hafa náð völdum
þar. Ókunnugt er um afdrif Mossa-
deghs. — 1 stjórnmálanefnd SÞ
er deilt um það, hvort Rússar og
Indverjar fái aðild að stjórnmála-
ráðstefnu varðandi framtíð Kóreu.
•
20/8. Bretar takmarka fleskinn-
flutning sinn frá Danmörku.
•
21/8. Mossadegit hefur verið
handtekinn, en keisarinn er á heim-
leið. Allt er talið með kyrrum kjör-
um í Persíu í gær og keisarasinnar
hafa þar öll völd. — Rússneska
stjórnin hefir tilkynnt, að nýlega
hafi verið sprengd vetnissprengja í
tilraunaskyni í Rússlandi. — Frakk-
ar hafa hrakið soldáninn i Marokkó
frá völdum. Hann fer í útlegð til
Iíorsíku. — Frönsku verkföllin eru
svæsnari en fyrr. 600 þús. málm-
iðnaðarmenn eru nú að bætast við.
•
V í K I N G U R
215