Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 17
inn reif sig lausan upp úr trénu, er við vorum á móts við The Royal Sovereign vitaskipið, út af Eastbourne, og fengum við hæga, breytilega átt inn Ryeflóann, þar sem ávallt er mikill öldugangur frá stöðugri umferð kaupskipa. Um 20 klukkustundir vorum við að komast þessar 72 sjómílur frá Shoreham til Dower, og þegar við vorum að komast á legustað, datt stýrið af í hönd- um stýrimannsins, — ef slíkt hefði skeð á siglingu úti á hafi, hefði það hæglega getað valdið slysi. Koma okkar í höfn vakti ekki svo litla athygli toll- varða, sérstaklega fyrir þær sakir, að við höfðum hvorki tóbak né brennivín að tilkynna. Nákvæm leit í rúmfata- hrúgunni og niður í kjalsog fullnægði þeim alls ekki. Við vorum auðsjáanlega sterklega grunaðir um ólög- legt athæfi, •—• því hverjir aðrir en smyglarar sigldu svona kollu um hafið? hugsuðu þeir. Frá Dower sigldum við inn til Ramsgate, á heldur óvirðulegan hátt. Straumurinn við hafnarmynnið var svo sterkur, að við urðum að slaga inn, og ekki bætti úr skák, að botn- skafa var að verki á siglingaleiðinni, en við komumst þó vandræðalaust inn á innri höfnina. Þarna tókum við ýmsar nauðsynjar og hlustuðum á góða veðurspá, á meðan við undirbjuggum hina 600 mílna löngu ferð til Noregs. Til þess að komast af stað fyrir flóð, urðum við að færa skipið út á ytri höfnina á fyrra fallinu. Fiskimenn, sem þarna voru á rölti, full- vissuðu mig um að nægilegt dýpi væri við garðinn, svo að við gætum dregið skipið út meðfram honum, því vélin hafði nú verið rifin niður, en varla höfðu þeir sleppt orðinu fyrr en Lady Audrey stóð föst á einum bitanum í garðinum. Aðeins siglingamenn geta ímynd- að sér vonbrigði okkar. En á einhvern dularfullan hátt voru hinir ráðhollu slæpingjar allt í einu horfnir af sjónarsviðinu. Með mikilli eftirvæntingu gerðum við hverja tih'aunina á fætur annarri til að losa skipið, en það voru öldurnar inn úr hafnarmynninu, sem loks hjálpuðu til þess að losa skipið af bitanum, en auð- vitað varð kjölurinn fyrir allmiklu hnjaski. Hið áskap- aða ólán skipsins varð ekki svo auðveldlega skilið eftir í landi, heldur fylgdi það okkur áfram í ferðinni. Spáin um allhvassa norðvestan hátt, er síðar átti að snúast í vestrið og fara hægjandi, hentaði okkur ágæt- lega á leiðinni austur yfir Norðursjó. Grár skýjabakki huldi himininn, er segl voru sett og lagt af stað, til þess að hafa sem bezt not af hægjandi veðrinu. Við horfð- um á North Foreland hverfa aftur úr. — Síðasta land- sýn í viku eða meir, — héldum við. Fyrstu 24 tímana gekk allt, að óskum og við gátum merkt heilar 109 mílur inn á kortið, nokkuð þó úr leið, nær vindi, sem nú hafði snúizt í mótdrægt, þrátt fyrir hina hagstæðu veðurspá. Þar eð við höfðum fengið reynslu fyrir að leki vildi koma að skipinu, er það erfiðaði í sjó, höfðum við komið fyrir iitilli aukadælu. Nú kom hún, ásamt þeirri, er fyrir var, í góðar þarfir. Hinar fjögurra stunda vökur fóru í að dæla skipið og stýra, þessi stöðugi leki var auðvitað þreytandi, en alls ekki óeðlilegur, þar eð skipið var gamalt og leiðin löng. í drungalegri, kaldri morgunskímunni leit ég minnk- andi sjóana, þakklátur fyrir að komast burt frá hinni hættulegu strönd Hollands, sem var aðeins 35 mílur til hlés. Jói, nýliði á skipinu, hafði stýrt austlæga átt á V í K I N G U R sinni vöku, vegna þcss að hreyfingarnar voru miklu þægilegri, eins og hann orðaði það. Siglingafróðir menn skilja eflaust skelfingu mína, er ég fór niður að sækja sextantinn. Hádegismælingin gaf stað okkar, eins fjórar mílur frá ágizkuðu. í vaxandi norðvestan vindi var ekki um annað að gera en að beita eins nærri og mögulegt var. Hugsunin um ströndina svona nærri til hlés gerði mig órólegan og bókstaflega rak mig til að nota hvert tækifæri til að komast sem lengst til kuls. Skipið kleif léttilega vax- andi ölduna, eins og fyrir 40 árum, er það var í flutn- ingum á vestanverðu Ermasundi í tíð afa okkar. Brátt varð ofreynslan á skipsskrokkinn svo mikil, að sjórinn tók enn að fljóta yfir gólffjalirnar neðan þilja og gaf greinilega til kynna, að meiri austur væri nauðsynlegur. Þetta var óhugnanleg staðreynd, ekki sízt vegna sjó- veikisvanlíðanar okkar. Úr norðrinu gekk á með ísköldum regnhryðjum, en skyggnið komst niður í nokkra metra. Ríkast í hugum okkar voru hinar hættulegu sandeyrar til hlés — strönd- in, þar sem margt miklu betra skip en okkar hafði borið beinin. Um klukkan 10,50 að kvöldi á öðrum degi, er við vorum i námunda við Den Helder vitaskipið, minnkuð- um við seglin, svo að uppi var aðeins rifað stórseglið og fokkan, en við gerðum ráð fyrir að ná tveimur milum til kuls á klukkustund. Þrátt fyrir hin litlu segl; hjó skipið mikið í síhækkandi sjóana, sem nú voru orðnir -jAo-iq uiSug 'Bdckqnpip ipuupÁajjjAq goui ‘.iiuq ujoj gp Undir seglum. ZDS

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.