Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 29
drukknun, 10 ára dreng, ásamt tveim öðrum
mönnum á lítilli skektu, sem komin var að
því að sökkva vegna ofhleðslu og ágjafar.
Guðmundur hafði verið fenginn til að sækja
sláturfjárafurðir inn í ísafjarðardjúp á hinu
nýja skipi sínu. Hann vildi ekki ómaka bændur
til að flytja afurðir sínar langar leiðir um
illa greiðfærar reiðgötur, heldur lenti hann
fram undan öðrum hverjum bæ, svo að flutn-
ingurinn yrði hverjum og einum sem fyrir-
hafnarminnstur. Lýsir þetta Guðmundi nokk-
uð, hjálpsemi hans og djarfleika við að kanna
nýjar slóðir. Mér hafði verið komið í sveit að
Nauteyri, þar sem ég sat hjá um 60 kvíám
um sumarið. Nú var ég á heimleið að hjásetu
lokinni, stoltur með tvo kjötskrokka í fari
mínu, sem ég hafði þegið að launum. Þetta var
á svokallaðri Hafnardalsbót, rétt utan við Naut-
eyri. Lítil kæna var hlaðin afurðum frá tveim-
ur búum og stefndi á móti „Freyju“, sem sást
koma álengdar.
Strekkings bára var á móti, en báturinn
drekkhlaðinn. Báturinn tók meii’a og meira
framyfir þar til hann var orðinn borðstokka-
fullur af sjó. Ég man, hvað mér fannst
,,Freyja“ þá vera langt í burtu. Áhyggjurnar
út af kjötskrokkunum, sem voru mitt fyrsta
framlag í lífinu, voru jafnvel meiri en út af
sjálfum mér. Þá sjáum við, hvar „Freyja“
setur á fulla ferð á móti okkur og skipstjór-
inn lætur ekki á sig fá, þótt óðum tæki að
grynnka, Jieldur leggur beint að bátnum og
þrífur okkur úr heljargreipum. Hin árvökru
augu hans voru á verði eins og svo oft endra-
nær, þegar einhver var í vanda staddur eða
þurfti á aðstoð að halda.
Þremur árum síðar, 24. marz 1916, bjarg-
aði Guðmundur allri áhöfninni, 10 manns, af
kúttemum „Hákarla-Gunnu“, er skipið fórst
undir Krísuvíkurbjargi. Fyrir þá björgun hlaut
Guðmundur sérstaka viðurkenningu og heið-
ursverðlaun frá Fiskifélagi íslands.
Guðmundur átti oftar því láni að fagna að
bjarga mönnum úr sjávarháska, svo mörgum,
að fæstir munu vita á því full skil, og allra
sízt mun Guðmundur hafa fylgzt með því
sjálfur, svo boðinn og búinn sem hann var
að rétta hjálparhönd.
Leiðir okkar Guðmundar lágu næst saman,
þegar smábátatalstöðvarnar komu til sögunn-
ar. Hann var mjög vakandi fyrir öllum fram-
förum og fljótur að átta sig á hvað var fá-
nýtt og hvað horfði til heilla. í radíótækjunum
og talstöðvunum sá hann strax hið langþráða
öryggis- og hjálpartæki fyrir hinn dreifða
bátaflota og hafsækna skipstjóra. Hann til-
einkaði sér líka strax þetta tæki svo eftir-
minnilega, að manni verður vart hugsað til
Guðmundar heitins, svo að maður sjái hann
ekki fyrir hugskotssjónum standandi á stjórn-
palli skimandi sínum alsæju augum yfir haf-
flötinn með hlustunartækið í hendinni. Það
var ekki einungis, að hann þekkti talstöðina
út og inn og hirti hana svo vel, að aldrei mun
það hafa komið fyrir, að hún væri í ólagi,
heldur notfærði hann sér tækin svo vel og
ýtarlega, að lít.ið eða ekkert mun hafa farið
framhjá honum af því, sem gerðist á hans
bylgjulengdum. Hann vissi allt og til hans var
jafnan leitað um allt mögulegt um önnur skip.
Það var sama, hvort það var spurt um sjó-
lag eða veðurfar fjær eða nær, fiskirí eða ferð-
ir skipa, við öllu gat hann gefið greið svör
og góð, og vitað var, að hverju hans orði mátti
treysta.
Seinna, þegar ég hóf störf hjá Slysavama-
félagi Islands, var gott að leita til Guðmund-
ar um aðstoð, meðan hann var enn við skip-
stjórn. Og eftir að hann kom í land, kom það
ekki ósjaldan fyrir, að hann hringdi mig upp,
þegar óttast var um báta, til að láta mig vita,
hvað hann hafði heyrt um ferðir þessara báta
í móttökutækinu heima hjá sér, og hvað hann
áliti að komið hafði fyrir þá eða hvar hann
teldi, að þeirra væri að leita. Fram á síðustu
stund var hann sífellt með hugann bundinn
hjá stéttarbræðrum sínum á sjónum, bæði í
blíðu og stríðu.
Svo miklu ástfóstri tók Guðmundur við bát-
inn og nafnið „Freyju“, sem hann stýrði til
ársins 1926, að hann færðist stöðugt undan
að taka við nýrri og stærri skipum, sem hon-
um buðust, og þegar hann svo fluttist til
Reykjavíkur og keypti árið 1932 línuveiðar-
ann „Haförninn“ ásamt öðrum, breytti hann
strax nafninu á skipinu og kallaði „Freyju“.
Á þessu skipi, sem í raun og veru var alltof
lítið fyrir Guðmund, eða aðeins 72 smálestir
að stærð, eftir að búið var að setja mótorvél
í það í stað gufuvélarinnar, sem áður var í
því, aflaði Guðmundur þvílík feikn af fiski og
þá sérstaklega síld, að nærri stappar því, sem
ótrúlegt mun þykja.
Með hinu litla skipi sínu breytti hann öllum
hugmyndum um stærð skipa og afkastamögu-
leika. Það skip, sem var minnst, kom oft með
mestan afla að landi. Sumarið 1944 sló hann
öll met í þeim efnum, er hann hlóð Freyju,
sína 40 sinnum yfir síldartímann, þar af þrisv-
ar sinnum einn sólarhringinn. Þetta sumar
aflaði hann samtals 26.000 mál síldar. Út-
sjónarsemi Guðmundar við veiðarnar og við