Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Page 3
skipbrotsmönnum skammt frá Englandsströnd. Á árinu 1940 björguðu íslenzk skip 1093 er- lendum sjómönnum. Marz 1941: Togarinn Baldur bjargar 49 skipbrotsmönnum undan Englandsströndum (þar af 10 Bretum). I sama mánuði bjargar togarinn Hilmir 10 skipbrotsmönnum. 6. apríl: Togarinn Gulltoppur bjargar 33 skipbrotsmönnum út af Garðskaga af brezka skipinu Biaverdale. 7. apríl: Fiskibátar frá Sandi á Snæfellsnesi bjarga 32 erlendum skipbrotsmönnum, er voru í björgunarbát frá sokknu skipi. 5. maí: V.b. Sigurfari Akranesi bjargar 17 mönnum af erlendu skipi, er þýzkur kafbátur sökkti undan íslandsströndum. 15. júní: V.b. Pilot bjargar 14 mönnum í björgunarbát undan Reykjanesi. 16. okt.: Togarinn Surprise kemur til Patr- eksfjarðar með 29 erlenda skipbrotsmenn. Febr. 1942: Vélbátar af Suðurnesjum björg- uðu hóp skipverja af bandarísku strandgæzlu- skipi, sem sökk út af Garðskaga. 11. maí: Togarinn Gyllir bjargar 10 erlend- um skipbrotsmönnum, er hann fann 250 sjó- mílur undan Vestmannaeyjum. Þýzk flugvél hafði grandað skipi þeirra. Upptalning þessi skal nú ekki lengd frekar og öllum björgunardæmum sleppt, þar sem um minna en 10 manna hópa var að ræða. Hér verður heldur engin upptalning á öllum þeim fjölda brezkra sjómanna, sem íslenzkar björg- unarsveitir og einstaklingar hafa hrifið úr greipum dauðans í veðraham hins íslenzka vetrar við strendur landsins undanfarin ár við hin erfiðustu skilyrði. En þegar litið er á það, að íslenzkir sjómenn báni gæfu til að bjarga hundruðum brezkra sjómanna, eftir að þýzkir kafbátar og flugvélar bjuggu þeim banaráð, þá er eins og manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds við að renna huganum að þeirri staðreynd, að brezkir útgerðarmenn beittu sér fyrir því, að þýzkir togarar gengju fyrir ís- lenzkum um löndun í brezkum höfnum, — staðreynd, sem hin brezka klíka, er nú gengst fyrir hefndarráðstöfunum gegn íslenzkum sjó- mönnum, fær ekki umflúið. Það kann að vera, að íslenzk stjómarvöld eigi erfitt með að koma upplýsingum sem þess- um á framfæri á enskri tungu, en það er mál, sem vert er að athuga í sambandi við þær purkunarlausu ofbeldisaðgerðir í verki og óvið- urkvæmilegu blaðaskrif, er brezkir útgerðar- menn, togaraskipstjórar og handbendi þeirra V í K I N □ U R hafa um þessar mundir í frammi gegn Islend- ingum. Engum getum skal að því leitt, hve lengi brezku togaraeigendaklíkunni tekst að halda í löndunarbannað þvert ofan í vilja almennings í Bretlandi. En ýmis sólarmerki benda til, að farið sé að halla undan fæti hjá þeim. Fisk- kaupmenn eru mjög skiptir í málinu og var aðeins naumur meirihluti með því fyrir skemmstu að halda áfram að neita kaupum á íslenzkum fiski. Og það er opinbert leyndar- mál, að ógnanir brezkra útgerðarmanna voru orsök þess, að meirihluti fékkst. J. Ó. P. Endurminningar Þorsteins í Þórshamri Hinar fróðlegn endurminningar Þorsteins Þorsteins- sonar skipstjóra í Þórshamri, sem birtust í nokkr- um blöðum Víkings fyrr á þessu ári, hafa vakið at- hygli og fallið iesendum blaðsins mjög vel í geð. Sjálfur hefur höfundurinn fengið margar kveðjur og þakkir fyrir minningamar, þar á meðal eina vestan um haf, frá hinum ágæta íslendingi og hollvini ís- lenzkra sjómanna, prófessor Richard Beck. Hefur Þor- steinn Þorsteinsson góðfúslega leyft Víkingnum að birta bréf það, er Richard Beck sendi honum. Fer það hér á eftir. Ritstj. 3. ágúst 1953. Herra skipstjóri Þorsteinn Þorsteinsson, Þórshamri, Reykjavík. Kæri herra. Líklega kemur yður mjög á óvart, að fá brjef frá mér, yður ókunnugum persónulega, en ég vil ekki láta það undir höfuð leggjast a,ð þakka yður fyrir endurminningar yðar í Sjómannablaðinu Víkingur, sem ég hefi lesið mér til mikillar ánægju og fróðleiks, og var vel, að þær komu fyrir sjónir almennings. Sérstaklega vil ég þakka yður fyrir vin- samleg og drengileg ummæli yðar um nafna minn og náfrænda, Richard Beck skipstjóra frá Sómastöðum í Reyðiarfirði; Sþeir voru bræðrasynir faðir minn, Hans K. Beck í Litlu- Breiðuvík í Reyðarfirði, og Richard skipstjóri og miklir vinir, og þar sem ég fæddist síðar á sama árinu og Richard drukknaði, var ég látinn heita í höfuðið á honum; þótti mér því sérstaklega ánægjulegt að fræðast um þennan nafna minn og frænda af frásögn yðar. Sjálf- 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.