Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 10
Christopher Michalls: RISASKATAN Við sáum Ijósin blakta niðri við litlu höfn- ina, og við heyrðum áköf skelfingaróp hinna innfæddu. Cap Harnett og ég vorum á leið nið- ur að höfninni, ætluðum að taka á okkur náðir um borð í 38 feta langa bátnum okkar, þegar við heyrðum ólætin. Cap hló og sagði, að sennilega hefði einhver af þeim innfæddu komizt í romm, orðið valtur á löppunum og dottið í sjóinn. Maður venst svona látum í Vestur-Indíum, einkum í smá- höfnunum, þaðan sem við stunduðum fiskveið- arnar. En samt greikkuðum við sporið, því við kærð- um okkur ekki um að þeir innfæddu ryddust um borð í bátinn okkar, sem nú lá þar mann- laus. Rétt í því við hertum á okkur, heyrðum við hroðalegan buslugang í sjónum og brothljóð í tré. Við tókum til fótanna og hlupum. Allt var í uppnámi niðri á litlu bryggjunni. Nokkrir menn voru í sjónum, hrópandi æðis- lega á hjálp. Smábátar köstuðust til og frá og brotnuðu sumir af að rekast á bryggjuna. Stór- ir vatnsstrókar gusu upp með öldugangi og háreysti. Eitthvert ógurlegt skrímsli þarna niðri virtist vera að tæta sundur bryggjuna. Og það var bókstaflega þannig. Endinn á bryggjunni dinglaði laus, þar sem staurar og sperrur voru mölbrotnar. Tveim ugglaga blöðkum skaut skyndilega upp úr vatninu, líkt og vængendum á geysistórum fugli. Þær börðust ofsalega upp og niður í vatnsskorpunni. Þetta hlutu að vera einhver tvö risadýr úr hafdjúpunum. En nei, þó ugga- blöðkurnar væru um 20 fet hvor frá annarri, benti beygjan og lögunin á þeim til, að þær væru báðar á sömu, feiknalega stóru og sterku skepnunni. Við vissum strax, að það hlaut að vera risaskata, eða djöflaskata, eins og hún er nefnd á máli margra þjóða. Skötumar eru mjög fjölskrúðug fiskaætt, sumar eru örlitlar, aðrar geysistórar. Þær eru náskyldar hákarlaættinni, þó ólíkar séu í út- liti, en hvort tveggja eru brjóskfiskar og eldri en okkar venjulegu beinfiskar. Skötumar eru allar flatvaxnar og uggarnir vaxnir út í eins konar vængblöðkur. Af þeim öllum er risaskat- an stærst, en ekki er vitað með vissu, hve stór hún getur orðið. Nokkrar hafa veiðst með meira en 20 feta „vængjahaf" og yfir tvö tonn að þyngd, en óstaðfestar sögur eru til um miklu stærri skötur. Sú, sem nú var að brjóta niður bryggjuna hjá okkur, hafði að líkindum synt inn í víkina á eftir smáfiskatorfu, sem risaskötur lifa á. Ef til vill hefur torfan leitað skjóls undir bryggj- unni og bátunum, sem lágu við hana. Skatan hefur svo lent þar í þrengslum og brotið sér leið út úr þeim. Að undanskildum þeim skaða, sem þegar var orðinn, æsingunni og hræðslunni, sem skatan hafði valdið þeim innfæddu, sem sóru, að skrímslið væri sent þeim af sjálfum fjandan- um, höfðum við ekki haft meira af þessu máli að segja. Okkar eigin bátur var ólaskaður. En næsta morgun, þegar við Cap Harnett héldum í veiðiför, sáum við risaskötuna enn á sveimi í vatnsskorpunni í víkinni. Það kom strax ann- arlegur glampi í augun á Cap. Hann var harð- ger og hugrakkur maður, og ólæknandi ævin- týramaður. Ég vissi strax, hvað hann hugsaði, því mig langaði skyndilega til hins sama. Cap hægði á vélinni og fór niður í káetuna. Við tókum þar fram tvo stóra skutla, sem Cap hafði útvegað sér, ef tækifæri skyldi bjóðast til að nota þá. Við þurrkuðum ryk og smurn- ingu af stærstu rifflunum okkar og fórum aft- ur upp á þilfar og athuguðum kaðlana. Við höfð- um skutlað skötur áður, fjögur fimm hundruð punda þungar, og þótt skemmtilegt sport. En svona stórfisk höfðum við aldrei komizt í kast við fyrr, en það létum við ekki aftra okkur. „Við myndum verða konungar hér“, sagði Cap, „ef við gætum fest skutul í þessu skrímsli og drepið það. Þeir innfæddu myndu halda, að við hefðum kálað þeim vonda fyrir fullt og allt“. Svo herti hann á vélinni, sneri bátnum og stefndi að brotnu bryggjunni. Klukkutíma seinna vorum við tilbúnir. Við 19B V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.