Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Side 22
auðvitað var sama og missa hann, lét Hom 6 stór sænsk skip vera eftir hjá honum til varnar, og hafði nú ekki lengur yfirgnæfandi skipakost til umráða. Hvað Niels Juel hefir svo hugsað, þegar hann sér þessar aðfarir, veit maður ekki. Að því er virtist gerði hann sama glappaskot og Henrik Horn, sem sé, að deila flota sínum, því einnig hann kvaddi nokkur af skipum sínum til orustu við „Drekann". Félagi hans, Markvard Rodsten, var nú loksins að komast upp í röð- ina og sigldi í broddi fylkingar. Nú hefir Niels Juel verið það ljóst, sem Henrik Horn ekki skildi og hefur líklega alls ekki tekið með í reikninginn, að vending skipanna tæki svo langan tíma, að Rodsten næði að sameinast flotanum aftast í röðinni. Raunin varð sú, að það tók klukkutíma að snúa allri skipalestinni. Juel hefur áreiðanlega treyst á, að Rodsten myndi sigra „Drekann". Þetta skeði líka á svipstundu. „Drekinn" mátti draga niður veifu sína eftir stutta en ákafa orustu. Strandvaktin á Stevns var líka þátttakandi í viðureigninni. Lagsbróðir Rodstens, Bjelke aukaforingi og Schout-by-nackt (hollenzkt nafn á undirsjóliðs- foringja) Floris Carstensen, gersigruðu tvö stór sænsk skip, „Sæsar“ og „Marz“, en það, sem eftir var af „fylgifiskum“ , „Drekans“, flýði norður á bóginn, en einn þeirra, „Fljúg- andi vargur“, stóð fastur á Falsterbro-rifinu og var tekinn herskildi þar, áður en dagurinn var liðinn. Markvard Rodsten var nú laus, og ekki held- ur seinn til að nota sér hinn hagstæða vind og koma sér inn í röðina hjá landsmönnum sínum. Nú var vindurinn búinn að breyta sér. 1 staðinn fyrir suðvestan morgungolu var nú kominn stinningskaldi á norðvestan, sem gaf Rodsten jómfrúleiði þangað, sem hann ætlaði að fara. Var nú þetta einskær heppni, eða hafði hinn þaulreyndi Niels Juel gert ráð fyrir þess- ari veðurbreytingu? Varla eintóm tilviljun, því að vindurinn, sem hafði verið suð-suð-vest- an og gengið í suðvestur og vestur, á í björtu veðri samkv. mannlegum áætlunum, að halda áfram upp í norð-vestur og fara hvessandi. Þetta veit sjómaðurinn. Niels Juel var gamall í hettunni og hefur áreiðanlega oft áður veitt þessu athygli. Það er sagt, að hamingjan fylgi hinum djarfa. Hamingjan er líka annað, hún er oft blær hæfninnar. Þessi veðurbreyting olli líka annarri ólukku, hjá þeim sænsku, hún gaf Niels Juel tækifæri til að breyta um 5 strik (með því meinar sjó- maðurinn tæplega 60° úr hring) til suðurs og stýra fyrir vestan suður. Svíamir, sem ekki fylgdust með vindinum, sigldu enn gömlu suð- lægu stefnuna, einnig hafði skiparöð þeirra riðlast í bardagaofsanum, svo að fyrir framan 7 skip aftan frá, blasti við eyða í skipalest- inni. Stutt fyrirskipun — og í gegnum þessa eyðu sigldi nú Niels Juel á „Christianus Quin- tus“ og í kjölfar hans sigldi næstum helming- urinn af danska flotanum, sem skaut nú af fallbyssum sínum langs eftir sænsku flotaröð- inni, með hræðilegum afleiðingum. Á segl- skípaöldinni var það jafnan voðalegt, þegar náð- ist að skjóta langsskipa. Kúlurnar þutu eftir endilöngu skipinu, sindrandi frá sér dauða og eyðileggingu, en undir venjulegum kringum- stæðum, þegar skotið var að síðunni, var eyði- leggingarsvæðið tiltölulega lítið, eða aðeins skipsbreiddin, en langsskipsskotum gátu óvin- irnir ekki einu sinni svarað. Skipin, sem urðu fráskila, voru þar með al- gjörlega stöðvuð. Þau höfðu misst sína bar- áttuhæfni, lentu saman í hringiðu, og dönsku skipin sigldu framhjá hvert af öðru eins og i skrúðgöngu. Ekki var þó langt að bíða að hvor- ir tveggja legðu til atlögu, en Danir höfðu þar algjörlega yfirhöndina. Þau sænsku skip, sem frá klofnuðu, höfðu nægilegt viðfangsefni að eiga við fyrri hálfpart danska flotans. 1 raun og veru var sigurinn unninn á því augnabliki, sem Niels Juel gaf fyrirskipun sína um, að flaggskipið skyldi sigla í gegn og brjóta sænsku röðina. En þeir sænsku voru líka hraustir. Með sjáanlegan ósigur framundan börðust þeir eins og hetjur, og flaggskip Nielsar Juel fékk að kenna á því. f einu áhlaupi 6 sænskra skipa komst hann með naumindum undan. Þá var kominn lVz meters sjór í lestina, og varð skip- ið því að draga sig út úr bardaganum. Niels Juel yfirgaf skipið á léttibát og dró foringja- flagg sitt að hún á „Fredericus Tertius". Einn- ig það skip varð sundurskotið og mátti líka láta undan síga. Þá fluttist Niels Juel yfir í „Carlotta Amalia“ og þar blakti hans for- ingjafáni. Svíarnir urðu fyrir meiri skaða en þetta. „Sænska ljónið“ mátti draga niður flagg sitt fyrir Captein Andres Dreyer á „Enigheden", „Saturnus“ brann upp, „Júpiter“, „Vrangel“ og „Venus“ voru orðin svo illa til reika, að þau urðu að flýja, og um fjögurleytið um eftir- miðdaginn var sænski flotinn kominn á ringul- reið og flótta til sænskra hafna. Niels Juel og skip hans fylgdu eftir með öllum seglum, alla leið til Bornholms, þar sem þau komu um kl. 8 um morguninn eftir. Sýni- 21 □ VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.