Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1953, Blaðsíða 15
William J. Redgrave: Eamli sjómaburinn aóvaraöi okkur „Það er óskemmtilegt að burðast með lík, eins og- ástatt er“. Rödd Jóa skar gegnum myrkrið. Það var eins og hann hefði lesið mínar dapurlegu hugsanir um Dick, stýrimanninn minn, sem lá í hnipri undir þíljum, fár- veikur af lungnabólgu. Hin 31 feta langa, fyrrverandi fiskiskúta, Lady Audrey, sem við höfðum tekið að okkur að sigla til Noregs frá Englandi, að beiðni eigandans, valt nú stjórnlaus á gráum og grettum öldunum 60 mílur NV af Texeley, út af hollenzku ströndinni. Hún rak stöðugt undan veðrinu, algjörlega á valdi hvínandi stormsins, sem blés með 38 mílna vindhraða. 40 feta langa siglu- tréð lá þversum á borðstokknum og stubbbrotið bar þögult vitni um síðasta óhappið okkar. Allt frá byrjun ferðarinnar, um vorið 1949, hafði ólánið elt okkur á röndum, og við vorum fyrir löngu farnir að hafa í flimtingum, að skipið væri undir illum álögum. Ekkert gat þaggað niður orð gamla sjóarans, þegar við leystum festar í Englandi: „Þetta er slæmt skip, piltar. Ég hef þekkt það í mörg ár. Takið eftir orðum mínum og eigið ekkert við þetta“. Með hverjum klukkutímanum, sem sniglaðist áfram, varð ég æ sann- færðari um að hann hafði rétt fyrir sér. Óhöppin byrjuðu jafnvel áður en við stigum um borð. Á leiðinni til Portsmouth, í langferðabílnum, braut hið þunga varpakkeri, sem við fluttum með okkur, sér leið út úr vörugeymslunni og valt skröltandi þvert yfir göt- una, þar sem það rakst á barnavagn með miklum krafti, en áður en við höfðum sefað móðurina og bætt skað- ann, hélt vagninn af stað aftur, svo að ekki var um annað að gera fyrir okkur en að labba þessar þrjár mílur, sem eftir voru til skipsins, með akkerið merjandi axlirnar við hvert sársaukafullt fótmál. Strax og við komum um borð í þessa 11 lesta greiprá- sigldu kollu, tókum við að vinna við að gera hana sjó- Lengra komst hann ekki. Geðshræringin vam- aði honum máls. Hann gekk að veggtöflunni, tók fram krítar- mola og ritaði stórum stöfum: — Lifi Frakkland. Hann hallaði sér þreytulega upp að vegg- töflunni og bandaði til okkar hendinni, án þess að mæla orð frá vörum. — Kennslustundinni er lokið. — Þið megið fara. klára, og um hádegið næsta dag vorum við tilbúnir að leysa landfestar, en það var þá, sem gamli sjómaðurinn mælti hin spámannlegu orð. Ferðin hófst klukkan 1 eftir hádegi, en í hinni miklu umferð á innsiglingar- leiðinni til hafnarinnar bilaði vélin. Á næstu augnablik- um voru seglin dregin upp í mesta ofboði og hinn ósjá- legi farkostur skreið frá landi. Byr höfðum við aðeins til þess að komast út fyrir innsiglingarbaujurnar, en síðan bárumst við í sjö klukku tíma eftir fallstraumnum í ládeyðunni. Við bárumst til og frá í tilgangsleysi, en þó aldrei langt úr leið. Eftir litskrúðugt og geislandi sólarlag -—• fyrirboða vinds, gerðum við þá skyssu, að hika við að láta akkerið falla, þar sem skipið var á varasömum slóðum og grunnu vatni. Bráðlega skall á okkur sterkur straumur, og ég stirðnaði upp er ég sá hættulega járngrind standa tvö fet upp úr sjávarfletinum og skildi að frá henni yrði skipinu ekki forðað. Skipsskrokkurinn titraði undan þéttings höggi og þilfarið hallaðist óhugnanlega mikið. Sterkt straumkastið hélt litla skipinu að járngrind- inni, með breiðsíðuna að og stöðugum halla, eins og sigldur væri liðugur beitivindur. Við reyndum strax að ýta skipinu frá, en það var ofvaxið okkar líkamlega mætti, straumurinn hafði það algjörlega á sínu valdi. Seinna, er straumskipti urðu, snerist þetta algjörlega við og skipið losnaði án nokkurra aðgerða af okkar hálfu. Þetta var þó mikil taugaáreynsla, því áður en við losnuðum, varð skipið að þola lokaátökin, er tré- síðan skrapaðist kröftuglega við grindina. Enn var enginn byr, og létum við nú akkerið falla, þegar lóðið sýndi tvo og hálfan faðm. Nú vorum við komnir út úr þrengslunum, og hinar hættulegu Horse Sand grynn- ingar voru að baki. Nú minntist Dick þess, að hafa heyrt fleiri aðvaranir viðvíkjandi skipi okkar. — Var það ekki svartmálað, og hvernig var það, hafði ekki fyrri eigandi þess verið stórhættulegur vitfirringur? — Staðreyndir, sem fyrir aðeins hundrað árum hefðu nægt til þess að enginn sjó- maður hefði fengizt til að ráða sig á það. Við höfðum rétt heyrt tímamerkið í útvarpinu, þegar tækið bilaði, svona til viðbótar undangengnum erfið- leikum þessa óhappaskips. Klukkan 1,30 næstu nótt feng- um við byr í rauðbirkið seglið og léttum þá akkeri. Við eyjuna Wight létum við vegmælinn út og stilltum á núll, en á suðurslagnum sýndi hann að hraðinn var góður — fimm mílur. Þessi langa hliðarvindssigling niður sundið virtist gefa góða reynslu af skipinu, áður en við legðum út í Norðursjó, á leið oklcar til Noregs. VIKINGUR 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.