Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Síða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Síða 2
1. liluti af 3. leitarfcrS bv. ísland, frá 2. des. 1959 til 13. janúar 1960, hröðu þróun Grænlandsveiðanna ætti að gefa hugmynd um hversu þýðingarmikil þessi víðáttumiklu fiskisvæði geta verið. (Vega- lengdin frá stóra Heilbutt-bank til Dohrn-bank eru rúmar 1150 sjómílur, sem er um fjögurra sólarhringa togarastím). Það er því augljóst, hversu mikilvægt er að afla sem víðtækastra upplýs- inga og þekkingar um þau og þá einkum þá árstíma, sem erfiðast er að stunda þar veiðar. Hinar 7 fiskileitarferðir, sem V-þýzka stjórnin lagði fé fram til að framkvæmanlegar yrðu til veiðisvæðanna við Grænland, Labrador og Nýfundnaland, voru allar tileinkaðar slíkum athug- unum og fyrsta sinn farnar að vetrarlagi. Togarinn „Island“ frá Bremerhaven fór t. d. 2. des- ember 1959 í leiðangur til SA-, S-, og V-Grænlands. Ferðin stóð til 13. janúar 1959 eða 42 daga Suð aus tur-Grænland. Úti fyrir SA-ströndinni liggja nokkrir litlir fiskibankar, sem erfitt er að veiða á, og voru stundaðir í maí og júnímánuði 1958 og 1959 af þýzkum togur- um, eftir að Islendingar höfðu farið þangað fjórar leitarferðir þessi ár. Þessir fiskibankar eru í jaðri kalda pólstraumsins, sem rennur í nánd við A-Grænlands- ströndina, en við botninn á fiskibönkunum blandast hinn hlýi Atlantshafssjór Irminger- straumsins, er rennur þarna framhjá. Samkvæmt „Iskortinu“ eru þessir fiskibankar þaktir af ís, sem streymir suðureftir frá því í desember og fram í maí- mánuð. En sú reynsla sem við höfum fram að þessu fengið við A-Grænland, sannar hinsvegar að ísmagnið er háð mjög miklum breytingum. Árið 1959 var mikið ísár við V-Grænland, en vegna þess að ísinn fluttist þannig frá A-Grænlandi varð mögulegt að framkvæma fiskileitartilraun til A-strandarinnar, og nú er óhætt að fullyrða, að sú tilraun bar ríkulegan árangur. Togarinn „Island“ varð ekki fyrir neinni hindrun af ís í fiskileitarleiðangri sínum við SA-Grænland. Á Fylkis-banka og þó einkum á Tordenskjold- banka varð hann var við mikið af stórum karfa. Á Fylkis-banka mældist karfinn að meðaltali um 45 cm. og á Tordenskjold- banka um 47 cm. en það er sú karfastærð, sem ekki fyrirfinnst Skipting veðursvæða í nóv. 1959 H — hæð. T = lægð. Skipting veðursvæða I (ebr. 1960. á þeim karfaslóðum, sem þýzkir togarar stunda veiðar almennt. Á Fylkis-banka fékk „ísland“ allt upp í 82 Ztr. í hali og á Tordenskjold-banka upp í 190 Ztr. á togklukkustund á 300 metra dýpi. Á Tordenskjold- banka var karfinn í 5,5 gráðu C heitum sjó við botninn. 1 beinni mótsetningu við þessa hreinu karfaveiði, fannst á Kap- Bille-bank, sem liggur á milli hinna tveggja fyrnefndu veiði- svæða nær eingöngu þorskur. Aflamagnið var allt að 70 korb á togklukkustund, og þarna var einnig um að ræða jafnaðarlega stóran fisk, frá 60 til 95 cm. og mest af millilengd frá 79 cm. á lengd. Þessar upplýsingar frá fiskileitarskipinu dagana 13. og 14. des. urðu til þess að togar- inn „Schellfish", sem var á leið til fiskveiða, beinti ferð sinni til SA-Grænlands og kom á þessar slóðir fimm dögum síðar. Hann var þar í íslausum sjó, síðari hluta desember mánaðar og land- aði 18 dögum eftir að hann fór að heiman 4053 korbum, úr fyrstu vetrarveiðiferð þýzkra togara til SA-Grænlands. Til- raun sem togarinn „Ságefisch" gerði síðar til veiða við SA- VÍKINGUR 138

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.