Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Qupperneq 3
2. hluti a( 3. leitarferff bv. Island, frá 2. des. 1959 tll 13. janiíar 1960, Grænland misheppnaðist hins- vegar, vegna þess, að um miðjan janúar var mikið um ísrek á þessum fiskibönkum. En í þriðju veiðitilraun, sem Rehm skipstjóri á „Schellfisch" gerði eftir þeim upplýsingum, sem þá voru fyrir hendi frá fiskileitarskipi, heppn- aðist betur. Það kom í Ijós dag- ana 14. og 15. febrúar 1960, að hægt var að fiska á Fylkisbanka þrátt fyrir nokkurt ísrek. Þó voru ennþá betri skilyrði nokkru norðar við Kap Mösting, þar sem minna var um ísrek. Á þeim slóðum voru þann 16. febrúar 1960 allmargir þýzkir togarar í góðu fiskiríi. „Schell- fisch“ landaði 15. febrúar 1960 annarri veiðiferð sinni til SA- Grænlands eftir 19 daga útivist 4814 korbum og það athyglis- verða var, að nær helmingur afl- ans var ágætur þorskur. Þann 2. marz s. 1. hóf Ham- borgartogarinn „M. Friedrichs" veiðar á Tordenskjold-banka, sem síðan hafa verið stundaðar samfellt fram að þessu (9.maí) að undanteknum nokkrum dög- um, sem gera varð hlé á vegna rekíss. öðru hverju var þarna um verulega mikinn afla að ræða, og suma dagana voru allt að 15 þýzkir togarar við veiðar á þessu litla svæði. í mótsetn- ingu við hreinræktaða karfa- veiði fiskileitartogarans „Is- Iand“ og desember/janúar veiði- ferð „Schellfisch", sem eingöngu fundu þarna karfa, var meiri- hluti aflans í marz og apríl þorskur, sem í nokkrum löndun- artilfellum var um 50% og allt að 67% af heildaraflanum. Af óslægðum fiski, sem mér barst frá togurunum „Alteland", „Schellfisch“ og „Viking“, kom í ljós að þorskurinn frá Torden- skjold-bank var gotfiskur, sem sennilega hefur komið að sunn- an frá S-Grænlandi. Þar með er í fyrsta sinni vitneskja fengin Um að Tordenskjold-banki megi auk Fylkis-banka og Dohrn- banka, teljast gotstöðvar fyrir austur-Grænlands þorskinn. * , | ■ ‘1 I \ - ! Vf KINGUR Swður-GrænlcmcL. Hinar víðtæku rannsóknir, sem ákveðið hafði verið að gera við S-Grænland, fóru að mestu leyti út í sandinn, vegna þess hve ísskilyrði voru óvenjulega ei’fið um þetta leyti. Allt frá því að þýzkir togarar hófu veiðar við S-Grænland, hefur ekki í ann- an tíma í desember-mánuði ver- ið um annað eins ísrek að ræða eins og einmitt í þetta skipti (sjá mynd 1.) Venjulega kemur vetr- arísinn, sem streymir frá aust- urströndinni suður fyrir Kap Farvel þangað ekki fyrr en í janúarbyrjun eins og gefið er upp á „ískortunum". En strax um miðjan desember 1959 var ísröndin orðin um 50 sjómílna breið fyrir sunan Grænland, og fór vaxandi. Af þessum ástæð- voru fiskveiðar við V-Grænland hindraðar norður fyrir Kap Thorvaldsen. í janúar byrjun var ísröndin orðin 70 sjómílna breið. Skýringin á þessum óvenju- legu ísskilyrðum sem hindruðu starf leitarskipsins við S-Græn- land, en auðvelduðu þess í stað aðstöðuna við SA-Grænland, er sennilega að finna í vindskilyrð- um þeim, sem fyrir hendi voru frá því í októberbyrjun 1959 (sjá mynd 2. og 3.). N og NA 139

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.