Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Page 5
LOFTSKEYTAÞJONUSTAN 60 ARA
ítalski hugvitsmaðurinn Gugii
elmo Marconi mun með réttu
talinn „faðir“ loftskeytanna,
enda þótt margir aðrir hugvits-
menn, svo sem James Maxwell,
Faraday. Hertz og Crookes hafi
rutt honum braut með tilraunum
sínum og athugunum á rafsegul-
sveiflunum.
Tilraunum Marconís var í
upphafi beint að sjónum, og
honum virðist hafa verið Ijós
þýðing þess að rjúfa hina eilífu
þögn, sem ríkt hafði á auðnum
úthafanna. Þá mun hann fljótt
hafa rennt grun í þá óhemju
viðskiptamöguleika, sem mundu
skapast við fjarviðskipti. Árið
1900 var svo breska Marconí-
felagið stofnað og á það nú 60
ára afmæli, sem elsta félag í
heimi, sem framleiðir loftskeyta-
tæki.
Þá eru einnig 60 ár liðin frá því,
er fyrsta verzlunarskipið var út-
búið loftskeytatækjum, en það
var þýzka skipið Wilhelm der
Grosse, en það var í marz árið
1900, áður höfðu stöðvar ver-
ið settar um borð í nokkur her-
skip í tilraunaskyni.
Upp úr aldamótunum jókst
notkun loftskeytanna hröðum
skrefum, enda myndaðist fljótt
æðisgengin samkeppni milli
Marconífélagsins og aðallega
amerískra framleiðenda.
Leið ekki á löngu áður en hin
stærri skipafélög komu auga á
hina geysilegu þýðingu, sem
fjarskiptin höfðu, við að halda
uppi sambandi milli farþega
hinna stóru úthafsskipa og
lands, og ekki sízt sem öryggis-
tækja á hafinu, enda varð
skammt að bíða eftir því að
staðreyndirnar sönnuðu ágæti
þeirra.
Fyrstu loftskeytamennirnir,
sem telja má að hafi í upphafi
lagt grundvöllinn að framtíðar-
skyldum loftskeytamanna á hafi
úti, hafa eflaust verið þeir Jack
VÍKINGUR
Binns og Philips. Þessir tveir
menn, voru í rauninni ungir
símritarar í landi og harla ó-
kunnugir sjómannslífinu og hin-
um hörðu kröfum þess.
í þeirra tíð voru engar reglur
til um hvernig þeir ættu að haga
sér þegar hættu bæri að hönd-
um, en þó munu þessir ungling-
ar um tvítugt hafa með fordæmi
sínu skapað þá óskráðu erfða-
venju, að skylda loftskeyta-
mannsins næði jafnlangt og not-
hæfni tækjanna, og á meðan þau
yrðu starfrækt væri staður loft-
skeytamannsins við „lykilinn“,
hvernig sem á stóð annarsstað-
ar á skipinu. Það var því ekki
fyrr en tækin voru þögnuð, að
hann mátti hugsa um að bjarga
sjálfum sér meðan nokkur mað-
ur var í hættu. .
Af sömu sökum munu margir
loftskeytamenn hafa dvalizt svo
lengi á verði, að þeir hafa orðið
of seinir að bjarga sér. Þá hefur
sá misskilningur stundum verið
ríkjandi að loftskeytamanninum
beri skylda til að fylgja skip-
stjóra sínum til hinztu stundar
og farast með skipinu ef svo ber
undir. Þetta er vitanlega fjar-
stæða. Starf loftskeytamannsins
er viðskiptalegs eðlis og því er
lokið um leið og loftskeytatækin
eru orðin ónothæf. Eftir það ber
honum auðvitað að leita sér
björgunar eins og öðrum af á-
höfninni.
Nokkur dæmi eru til við sjó-
slys, að loftskeytamaður hafi
haldið áfram starfi sínu þvert
ofan í fyrirmæli skipstjórans um
að yfirgefa skipið og jafnvel
látið lífið af þeim ástæðum, öðr-
um hefur tekizt að bjarga sér á
síðustu stundu.
Hér á eftir verður sagt frá
nokkrum sjóslysum. þar sem
loftskeytamennirnir hafa átt ó-
metanlegan þátt í björgun skipa
og mannslífa. Verður hér aðeins
stiklað á mjög stóru, því að af
miklu er að taka. Myndu slíkar
frásagnir fylla mörg bókabindi.
Re'public.
Það eru nú 50 ár liðin frá því er
skemmtiferðaskip White-Star
línunnar Republic, 15 þús. brto
smál. sökk eftir árekstur við
ítalska skipið FLORIDA, sem
var 10.000 tonn nálægt austur-
strönd Bandaríkjanna. Repu-
blic kom frá New York og var
með 450 farþega og var á leið á
141