Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Síða 6
skemmtisiglingu til Miðjarðar-
hafsins. Áhöfnin var 212 manns.
Stuttu eftir að skipið lagði úr
höfn lenti það í niða þoku svo
að aðeins sá nokkra metra fram-
undan.
Allar öryggisráðstafanir, í
samræmi við þágildandi reglur,
höfðu verið gerðar. — Skipið
hægði ferðina og aukamenn voru
settir á vörð, vatnsþéttu skil-
rúmin voru reynd. Hraðinn var
aðeins 10—11 sjómílur.
Skipið hafði loftskeytastöð,
sem var undir stjórn eins reynd-
asta loftskeytamanns þeirra
tíma, Jack Binns.
Það var hugrekki hans og
snarræði að þakka að í þetta
skifti tókst að bjarga hverjum
einasta af farþegum og áhöfn
frá því að hljóta hvíld í hinum
köldu bárum N-Atlantshafsins.
Þetta sjóslys, fyrir 50 árum er
sérstætt vegna þess, að í fyrsta
skipti í sögu siglinganna kom í
ljós hin mikla þýðing loftskeyta-
þjónustunnar í þágu slysavarn-
anna. Þeir, sem frá upphafi
fylgdust með hinu ,,þráðlausa“
ævintýri gerðu sér fulla grein
fyrir því að hér var um að ræða
byltingu þá, sem loftskeytin ullu
á sviði öryggis sjófarenda. Þetta
var í fyrsta skiptið, sem loft-
skeytin voru notuð til þess að
kalla á aðstoð á sjónum í yfir-
vofandi hættu.
Englendingurinn Jack Binns
átti heiðurinn fyrir frammistöðu
sína þegar Republic sökk. Senni-
lega hefur engum manni gefist
slíkt tækifæri að bjarga svo
mörgum mannslífum í slíku til-
felli, sem honum. öllum á skip-
inu var bjargað, að undantekn-
um tveim mönnum af skipshöfn-
inni, sem dóu strax við árekst-
urinn.
Loftskeytamaðurinn Jack
Binns hefur skráð nafn sitt
gullnum stöfum á söguspjöld
loftskeytanna.
Áreksturinn varð snemma
morguns, þegar flestir farþeg-
anna sváfu. Loftskeytamaðurinn
var líka sofandi.
Hann vaknaði við geysilegt
högg og kastaðist út úr koju
sinni. Það var niðdimmt og
Binns fann hvernig skipsskrokk-
urinn heyktist saman við hinn
þunga árekstur, það var eins og
samskeytin gliðnuðu. Rafmagns-
þokulúðurinn hélt áfram að túða
og það jók hina ömurlegu til-
finningu, sem greip um sig með-
al áhafnarinnar.
Niðri í farþegarúmum skips-
ins var allt á tjá og tundri. Far-
þegarnir æddu út úr klefum
sínum og upp á efsta dekk til
þess að ná í björgunarbátana.
Það var æðisgengið hlaup, en þá
komu yfirmenn skipsins, og fyr-
ir rósemi og fasta stjórn tókst
þeim að lægja „öldurnar”.
Jack Binns loftskeytamaður
hugsaði ekki um annað en að
komast upp í loftskeytaklefann,
sem var á efsta dekki.
Annar veggur klefans hafði
lagst inn og loftið yfir tækjun-
um hékk niður.
Hann ræsti sendirinn og allt
virtist ætla að ganga að óskum,
en aðeins augnablik. Þá var
straumurinn rofinn fi’á ljósvél-
um skipsins. Eina von hans voru
vararafhlöðurnar, sem gáfu
neyðarsendistöð orku, en hún
dró mjög skammt.
Með hinum veika straum
sendi Binns út fyrstu neyðar-
merkin, sem voru í gildi í þá
daga, QOD í eina rnínútu, og
hlustaði síðan spenntur á svar.
Á þessum árum voru örfá
skip útbúin loftskeytatækjum,
en loftskeytamennirnir á Nan-
tucket-Island náðu strax í neyð-
ai’merkin frá REPUBLIC og
sendu áfram, í þeirri von að
þau yrð$u móttekin af skipum á
svipuðum slóðum.
Geta má þess að Binns sendi
neyðarmerkin út á eigin ábyi’gð,
enda þótt reglugerð Marconífé-
lagsins bönnuðu slíkt, án þess
að skipstjórinn fyrirskipaði það.
En talsímasambandið við stjórn-
pallinn var rofið við ái’ekstur-
inn og Binns tók ábyrgðina á
sínar herðar. Stuttu síðar komu
skilaboð frá stjórnpallinum, með
nákvæmri staðarákvöi’ðun skip-
stjórans og skipun til Binns um
að senda út eftirfarandi sögu-
legt neyðai’skeyti:
„Republic í árekstri við ó-
þekkt skip. Aðstoð óskast strax“.
Landsstöðin í Nantucket vai’ð
fyrst til að heyra neyðai’kallið
frá Republic og sendi það á-
fram til skipa, sem voru nær-
stödd. Síðar barst skeytið skip
frá skipi, svo að ekki leið á
löngu áður en möi’g skip voru
á leiðinni til bjargar.
Florida, sem rakst á Republic
var á leiðinni frá Genúa til New
York með 800 farþega, flestir
ítalskir útflytjendur. Það var
10.000 smál. að stærð. Florida
var minna skaddað eftir árekst-
urinn en Republic, svo að ákveð-
ið var að flytja farþegana þang-
að yfir. Annars var stefnið á
Florida rnikið skaddað, en hin
vatnsþéttu skilrúm komu í veg
fyrir að leki kæmi að skipinu.
Þegar þeim mannflutningum var
lokið, voru um 2000 manns um
borð í Florida, og varð það að
ráði að flytja mestan þann f jölda
yfir í skip, sem komin voru á
VÍKINGUR
142