Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Qupperneq 10
Markús Jónasson Við megum aldrei gleyma þeim, sem trúir og öruggir reyndust á hættunnar stund, sem aðeins hugsuðu um að gegna skyldu- störfunum án þess að hugsa um eigin bjargarvon. Eitt slíkt dæmi eigum við þegar togarinn Skúli fógeti fórst á sunnanverð- um Reykjanesskaga skömmu eftir miðnætti hinn 10. apríl 1933. Hafrót var og ofsalegt brim. Skipið lamdist við klett- ótta strönd og bjargarvon virtist ekki mikil fyrir hina 35 vösku sjómenn, sem á skipinu voru. Loftskeytastöðin á Skúla fó- geta var aftur í káetu og eigi leið á löngu áður en sjór flæddi inn í klefann. Loftskeytamaðurinn Markús Jónasson, aðeins 25 ára að aldri, sendi út SOS og náði þegar sam- bandi við Loftskeytastöðina í Reykjavík, sem gerði ráðstafan- ir til björgunar úr landi, þar sem auðsýnt var að björgun frá sjó var óframkvæmanleg, fór björgunarsveit frá Grindavík þegar á vettvang. Brátt hækkaði sjórinn í loft- skeytaklefanum, og til þess að halda nokkrar mínútur áfram færði Markús mótorinn á hærri stað í klefanum. Rétt á eftir stöðvaðist ljósavél skipsins og hafði þá Markús skýrt frá að nú næði sjórinn honum í mitti, en áfram hélt hann að senda á morselykilinn, rólegur eins og ekkert væri um að vera. Þetta var mikil hugarró, sem eflaust hefur stafað af því að hann var sér þess meðvitandi, að hann var að vinna að björgun félaga sinna. Félögum Markúsar kom þetta ekki á óvart. Þeir höfðu kynnst honum sem góðum og hógværum félaga, sem sízt var líklegur til þess að bregðast skyldu sinni á hættunnar stund. 24 mönnum af áhöfn Skúla fógeta var bjargað í land, af björgunarsveitinni í Grindavík, en Markús Jónasson drukknaði ásamt 10 skipsfélögum hans. Hannes ráðherra. Aðfaranótt 14. febrúar 1939 fórst togarinn Hannes ráðherra, einn af stærstu togurum íslenzka flotans, á Músaskerjum við Kjalarnes. Loftskeytamaðurinn Henry Hálfdansson sendi þegar út neyðarmerki. sem heyrðust á loftskeytastöðinni í Reykjavík. Henry Ilálfdánsson Skömmu eftir að skipið strandaði hafði sjór flætt í véla- rúmið og öll ljós slokknuðu. Enginn neyðarsendir var um borð í Hannesi, en Henry hafði sér til gamans og af tekniskum áhuga sem hann var þekktur fyrir, smíðað sér smátalstöð, sem gekk fyrir rafhlöðum. Kom nú tæki þetta í góðar þarfir, og hafði hann talsamband við land: þótt aðalsendirinn væri úr leik. Var öll framkoma Henrys hin öruggasta og auðséð á öllu að hann hugsaði fyrst og fremst um að tryggja skipsfélögum sínum örugga björgun, enda tókst það giftusamlega. Þau eru orðin nokkuð mörg íslenzku skipin, sem hafa farizt, og íslenzkir loftskeytamenn hafa ávallt reynst starfi sínu vaxnir þótt lif þeirra væri í yfirvofandi hættu. Fólkinu í landi berast fréttir af hinum ytri ramma margra átakanlegra sjóslysa. Hin hlið málsins snýr að þeim, sem standa í hildarleiknum, standa hh'fðarlausir í drynjandi brotsjó í hríðarbyljum og vetrarstorm- um og sjá oft ekki fram á ann- að en að dauðinn sé á næsta leiti. Þá þarf oft á miklu sálar og lík- amsþreki að halda. Hinsvegar á íslenzka þjóðin það með réttu, og mun þá eng- inn undanskilinn, að hún hefur kunnað að meta þau afreksverk, sem á sjónum eru unnin. Þær vinsældir og hlýhugur, sem komið hefur fram við íslenzka sjómenn fyrr og síðar eru eitt ljósasta dæmið, og það er von mín, að þau sterku bönd, sem tengja íslenzku sjómennina við allan landslýð rofni aldrei. Þegar horft er um öxl og skyggnst um hinn langa sigl- ingatíma sögunnar, er vart nema andartak liðið frá því er hið litla og ófullkomna loftskeytatæki Marconís sendi frá sér dauft radíóhljóðmerki. Loftskeytamað- urinn mætti ennþá kallast hinn nýi meðlimur skipshafnarinnar, en hann hefur unnið sér fastan sess, sem sá, er síst má án vera. Þrátt fyrir geysilega tæknilegar framfarir á radíósviðinu hin síðustu ár, ekki sízt upp úr síð- ustu heimsstyrjöld og daglegar nýjungar í fullkomnun tækj- anna, er varla útlit fyrir að millilandaskip leggi úr höfn án þess að hafa tæknimenntaðan loftskeytamann um borð. Guðm. Jensson. 146 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.