Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Qupperneq 11
^jcfnamadaquriHH 1960
Sjómannadagurinn var hátíð-
legur haldinn um land allt. I
Reykjavík var veður hið bezta,
sem sézt hefur lengi, sól og
blíða. — Blöktu fánar á skipum
í höfninni og húsum í bænum
frá því snemma um morguninn.
Þátttaka í hátiðahöldunum var
mikil og sala merkja dagsins og
Sjómannablaðsins gekk vel.
Hátíðahöldin hófust með
messu í Laugarásbíó. Séra Garð-
ar Svavarsson messaði. Kl. 2
hófust útihátíðahöld á Austur-
velli. Séra Óskar J. Þorláksson
flutti minningaræðu um sjó-
menn, sem látizt höfðu á árinu.
Nítján sjómenn hafa látizt við
störf sín frá síðasta sjómanna-
degi og var þeirra minnzt með
því að blómsveigur var lagður
á gröf óþekkta sjómannsins í
Fossvogskirkjugarði. Þá söng
Kristinn Hallsson einsöng.
Næst fluttu ræður Emil Jóns-
son, sjávarútvegsmálaráðherra,
Hafsteinn Baldvinsson, skrif-
stofustjóri og Egill Hjörvar, vél-
stjóri.
S j ávarútvegsmálaráðherra kvað
veiðiflota landsmanna aldrei
hafa bætzt jafnmikill kostur
myndarlegra báta búna full-
komnum tækjum og sl. ár. Þá
væru tveir togarar nýkomnir til
landsins og þrír væntanlegir. Þá
væri það einnig gleðiefni, að á
síðustu vertíð hefði þurft að
ráða helmingi færri erlenda
menn til starfa á fiskiskipaflot-
ann en árið áður.
Ráðherrann vék að því, að
síðustu ár hefði oft verið hugsað
meira um aflamagnið en gæði
aflans, en einnig í þessu efni
væri orðin breyting til batnaðar.
Minnti ræðumaður í því sam-
bandi á lög um ferskfiskeftirlit,
er samþykkt voru á síðasta
bingi.
Ræðumaður minntist á hina
breyttu skipan, er tekin var upp
í vetur, er krónan var skráð á
Vf kingur
því gengi er ætla mátti að dygði
til þess að útflutningsframleiðsl-
an gæti staðið undir sér án
nokkurra opinberra bóta. Þá
ræddi hann nokkuð um land-
helgismálið og lét í ljós þá ósk,
að Bretar tækju aldrei framar
upp vopnaða gæzlu togara í ís-
lenzkri landhelgi.
Hdfstevm, Baldmnsson vék
m. a. í ræðu sinni að launakjör-
um sjómanna. Kvað hann að-
ferðir við launaútreikninga
þeirra meingallaðar og erfitt að
halda þeim áfram við þær
breyttu aðstæður, er leiddu af
efnahagsráðstöfununum.
Væri það því ánægjulegt, að
sjómenn hefðu á ráðstefnu sinni
nýverið lagt eindregið til, að haf-
izt yrði handa um endurskoðun
þessa launakerfis í samvinnu við
útvegsmenn og með gagnkvæm-
um skilningi ætti að mega finna
farsæla lausn þessa máls.
Þá fór ræðumaður nokkrum
orðum um þær skemmdir á hrá-
efni, sem borið hefði á að und-
anförnu, sem brýna nauðsyn
bæri til að færa til betri vegar.
Egill Hjörvar ræddi um til-
gang Sjómannadagsins og hags-
muna- og áhugamál sjómanna.
Fór hann nokkrum orðum um
launakjör sjómanna og nauðsyn
þess, að þeir bæru ekki minna
úr býtum en þeir, sem ynnu að
aflanum í landi. Væru sjó-
mannasamtökin vel vakandi fyr-
ir öllum breytingum á kjörum
félaga sinna.
Að lokum sagði Egill, að sjó-
menn tækju sér í munn á þess-
um degi orð Grettis Ásmunds-
sonarog segðu til þeirra, sem
stýrðu landinu og þjóðarinnar:
,,Ekki mun skuturinn eftir
liggja, ef vel er róið framá“.
Henry Hálfdánarson, formað-
ur Sjómannaráðs, afhenti því
næst heiðursmerki Sjómanna-
dagsins. Þau hlutu fimm kunnir
heiðursmenn úr sjómannastétt:
Auðunn Sæmundsson skipstjóri,
Grímur Þorkelsson, skipstjóri,
Jóhann Pétursson, skipstjóri,
Sigurður Einarsson, timburmað-
ur, og Sigurjón Kristjánsson,
vélstjóri. Einnig afhenti Henry
„Fjalarbikarinn“, sem Guðlaug-
ur Ketilsson hlaut að þessu sinni
fyrir framúrskarandi náms-
árangur í Vélskólanum. Hlaut
hann þar 104 stig af 110 mögu-
legum.
Úrslit í kappróðrinum, sem
var mjög fjörugur, urðu sem hér
segir:
1. Mb. Guðmundur Þórðarson
2:46.2 mín.
2. Mb. Ásgeir 2:50.4 mín.
3. Bv. Jón forseti 2:50.7 mín.
4. Mb. Hafþór 2:53.0 mín.
5. Ms. Goðafoss 2:53.6 mín.
6. Unglingadeild Slysavarna-
félags Islands 2:57.2 mín.
7. Mb. Gísli J. Johnsen 2:57.8
mín.
8. Ameríska olíuskipið Crown
block 2:58.8 mín.
9. Mb. Björn Jónsson 3:06.2.
10. Unglingasveit Sjóvinnu-
námskeiðs Reykjavíkurbæj-
ar 3:07.6 mín.
Skipshöfnin á Guðmundi
Þórðarsyni fékk lárviðarsveig
og lágmyndina Fiskimanninn að
launum, en skipshöfnin á Ás-
geiri fékk June-Munktellbikar-
inn. Forstjóri hinna sænsku
verksmiðja, er framleiða m. a.
June-Munktell vélarnar, Gustav
Östergren, sem gaf bikarinn í
upphafi Sjómannadagsins, var
nú staddur hér. Afhenti hann
skipverjum af Ásgeiri bikarinn
og hverjum einstökum í róðrar-
sveitinni minjagrip.
Eyjólfur Jónsson kom að landi
úr Viðeyjarsundi um það leyti,
er kappróðurinn var að hefjast,
og var vel fagnað af viðstödd-
um, sem voru afar margir sem
fyrr segir.
Sjómannadagurinn á
Siglufiröi.
Hátíðahöldin á sjómannadag-
inn hófust með guðsþjónustu
fyrir hádegi. Sjómenn gengu í
skrúðgöngu frá hafnarbryggj-
147