Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Side 19
finnanleg I Kanada. Á slðustu 10 árum hafa verið reistar þar 70 verk- smiðjur. Af hráefni virðist enginn skortur. Sjávarstraumamir meðfram strönd landsins flytja með sér feiknin öll af síld og öðrum fiski, og það þarf ekki að leita að síldinni á miðunum. Síldin er um allan sjó. Útgerðarfé- lögin láta í té báta og veiðarfæri og greiða fiskimönmmum 3 dali (114 kr.) fyrir síldartonnið. Það er lítið verð, en þó gott samanborið við venjuleg daglaun í Perú. Farið er til veiða snemma á morgnana og komið að landi á há- degi með fullfermi. Þeir fara svo aftur út 1 eftirmiðdaginn og koma að á kvöldin. Bátamir geta flestir borið um 50 tonn af síld. Daginn út og daginn inn er veitt á sömu miðum. Straumurinn kemur alltaf með nýjar síldartorfur. Þama er alltaf blíða logn og bezta veður. Það gefur auga leið að við slíkar aðstæður myndast hörð samkeppni. Margir hér (í British Columbia) leita því eftir öðmm fisktegundum til þess að bæta upp verksmiðjuveið- ina, m ,a. álaveiðar. Fyrir reyktan ál fást 2,25 dalir pr. kíló. Svo eru einnig stundaðar rækjuveiðar. Frá Bretlandi fengum við fyrir skömmu nokkuð magn af hraðfryst- um rækjum í 5 punda pakkningum og vom þær seldar fyrir 70 cent pundið. Annars finnst mér alveg furðu- legt hve gífuriegt magn af fiski og alls konar fiskafurðum Bandaríkin kaupa erlendis frá. Þá er hér ágætis markaður fyrir makrílflök. Meir af hraðfrystum fiski og minna af saltfiski er leiðin til betra verðs á heimsmarkaðnum. Það mundi borga sig fyrir Norð- menn að senda sölumenn hingað. Hér í Kanada er mikið keypt af norskum fiskafurðum, mest saltsíld og niðursoðinn brislingur, sem er mikil eftirspurn eftir hjá norsk-, sænsk- og finnskfæddum Kanada- mönnum. Hann kostar hér 40 cent pundið, en það er meira en við gef- um fyrir smálax. Brislingurinn hefur víst hækkað drjúgt í verði í Noregi. Ég man eftir þegar ég í fyrsta skipti sá brisling. Það var í Flekke- fjord líklega 1898, því ég var þá byrjaður í skóla. Við fengum 3 full austurstrog fyrir 10 aura. Móðir mín steikti brislinginn á VÍKINGUR pönnu með smjðri og hrærðum eggj- um. Þetta þótti mér svo góður mat- ur, að þessi máltíð er mér i fersku minni, eftir 60 ár“. Þetta skrifar hinn aldni, norski Kanadamaður og biður Fiskaren að skila kveðju til „Gamle landet". France hleypt af stokkunum Mesta hafskipi Frakka var hleypt af stokkunum í St. Nazaire á At- lantshafsströnd í Frakklandi 10. maí s.l. Hið nýja skip er 55 þús. smálestir. Yvonne de Gaulle, eigin- kona forsetans, gaf skipinu nafnið France. Það er rúmlega 315 metrar á lengd og getur náð 30 hnúta hraða. France verður í Ameríkusiglingum og verða tvö farrými á því. Bátasmíðar auknar Jón Árnason hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að Fiskveiða- sjóði íslands verði heimilað að veita skipasmíðastöðvum lán til bygging- ar nýrra fiskiskipa innanlands gegn ríkisábyrgð . 1 greinargerð með frumvarpinu segir Jón Árnason: í fjáriögnjm fyrir árið 1960 var samþykkt heimild til handa ríkis- stjóminni að ábyrgjast allt að 10 millj. kr. lán fyrir skipasmíðastöðv- ar til bátasmíða innanlands gegn þeim tryggingum, er hún metur gildar, enda greiðist lánið að fullu af stofnláni, sem Fiskveiðasjóður íslands veitir. Ríkisstjómin setur að öðru leyti nánari skilyrði um ábyrgðir þessar. Þróun skipasmíða. Með þessari samþykkt hefur AI- þingi sýnt vilja sinn til að styðja að eðlilegri þróun skipasmíðastöðv- anna með það fyrir augum að auka bátasmíðar innanlands. Samþykkt þessi ætti jafnframt að fela í sér þá tryggingu, að atvinna þeirra manna, sem skipasmíðar stunda, verði jafnari og öruggari en nú á sér stað, en á því er hin mesta nauð- syn. Eins og nú er háttað, er það víða svo, að einu verkefni skipa- smíðastöðvanna eru hið árlega við- hald bátaflotans, sem verður að framkvæma á sem skemmstum tíma á milli vertíða. Það er því höf- uðnauðsyn, að hver skipasmíðastöð hafi jafnan með höndum einhverja nýsmíði og tryggi með þeim hætti eðlilegt viðhald og aukningu skipa- flotans í landinu og enn fremur sam- felida vinnu þeirra manna, sem þessa atvinnugrein stunda. Til þess að samþykkt sú, sem að framan getur, megi veita þá fyrir- greiðslu, sem til er ætlazt, er nauð- synlegt, að gerð verði breyting á lögum um Fiskveiðasjóð Islands, svo sem lagt er til í frumvarpi þessu. Skip fyrir 500 millj. kr. Sérstök nefnd, sem norska Stór- þingið kaus til að undirbúa tillögur varðandi nýsköpun í efnahags- og atvinnulífi Finnmerkur og Þrænda- laga hefur nýlega skilað áliti sínu. Gerir nefndin ráð fyrir feikna mik- illi fjárfestingu í endurnýjun fiski- skipastóls byggðarlaganna. Nýsköpunin á að ná yfir 10 ára tímabil og leggur nefndin til að láta smíða togskip fyrir 170 milljónir n. kr., að viðbættum 20 bátum fyrir 17 milljónir n. kr. Enda þótt hér sé myndariega af stað farið, myndi þessi fjölgun skinanna ekki nægja til að sjá fiskvinnslustöðvunum í fyrrgreindum fylkjum fyrir hrá- efni. Talið er að til þess þyrfti að smiða um 90 fiskiskip af ýmsum gerðum fýrir um það bil 500 millj. n. kr. í greinargerð nefndarinnar segir m. a.: Norðmenn gjalda þess nú, að á uppbyggingarárunum að styrjöld- inni lokinni, var mest áherzla lögð á að reisa fiskiðjuverin. en það gleymdist að sjá svo um að fiskiðfu- verin fengju nægilegt hráefni til stöðugs reksturs. Er þar einnig lagt til að byggðir verði þrír stórir skuttoerarar eins fljótt og unnt er. Reynslan sýnir að þessi gerð skipa hentar mjög vel viö Norður-Noreg. Er því ráðgert að 30 slík skip verði byggð á næstu 10 árum. Um það bil 1000 manns ættu að geta haft stöðuga vinnu á fiskiskipunum árið um kring og framleiðsla fiskiðjuveranna yrði þá stöðug. Hlutafélög verða mynduð um kaup togaranna, sem kosta um það bil 6 millj. n. kr. hver. Þykir æski- legast að skipstjórar eigi að ein- hverju leyti línubátana. Nefndin leggur áherzlu á það að stjórnmála- leg viðhorf ráði engu áliti nefndar- innar, heldur sé markmiðið með til- lögunum að leysa vandræði er stafi af hráefnaskorti fiskiðjuveranna í norðurhéruðum Noregs. 155

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.