Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Page 21
Nýr þýzkur skuttogari.
allur aflinn sé strax gjörnýttur,
því unnið er einnig úr öllum úr-
gangi aflans.
Fyrirspurn: Telur þú að Is-
lendingar ættu að stefna nú þeg-
ar að því að koma sér upp verk-
smiðjutogurum til þess að leita
á fjarlæg mið?
Svar: Eins og þér er kunnugt,
lagði miliþinganefnd í sjávarút-
vegsmálum til í skýrzlu sinni
1959, um fyrirkomulag í tækni-
legum umbótum í togararekstri
landsmanna, að stefnt yrði að
því, í aðaldráttum, að þrenns-
konar stærðir togara virtust
honta bezt í náinni framtíð, þ. e.
togarar af svipaðri stærð og
minni dieseltogaramir Hallveig
og Jón Þörláksson, í öðru lagi
700—1000 smál. togarar, og í
þriðja lagi taldi nefndin nauð-
togurinn
synlegt að Islendingar eignuðust
verksmiðjutogara er gætu full-
unnið afla sinn á fjarlægum
miðum.
Ég hef í veru minni erlendis
kynnt mér eftir föngum, hvað
efst er á baugi hjá nágranna-
þjóðum okkar í þessum efnum,
og hef fengið staðfestingu á þvi,
að þar sé einnig um nokkrar til-
breytingar að ræða um stærðir
fiskiskipa almennt. Og mun á-
stæðan fyrir því að verulegu
leyti vera sú, að ljóst var, að
þegar ýmsar þjóðir gerðu al-
vöru úr útvíkkun landhelgi sinn-
ar, yrði óhjákvæmilegt annað en
að sækja þyrfti til aflafanga á
fjarlægari mið.
Hafa Þjóðverjar einkum sýnt
mikla hugkvæmni og skjót við-
brögð við þessum breyttu við-
horfum, er kemur einkum fram
í sívaxandi byggingu þeirra á
„skuttogurum" (um 800 smál.
skipum), er upphaflega voru
nefnd „gerfi-verksmiðjutogar-
ar“. Hefur reynzlan af þeim
skipum þessarar gerðar, er síðan
hafa verið byggð, verið svo góð,
eftir að ýmsir tæknilegir ágallar
hafa verið bættir, að þeir leggja
nú mikinn hug á byggingu slíkra
skipa fyrir sjálfa sig. Má t. d.
benda á, að hjá Seebeck í Brem-
erhaven, sem er ein helzta tog-
arabyggingastöð Þýzkalands, eru
nú í smíðum 4 togarar fyrir
þýzk togarafélög af svipaðri
stærð og hinn nýi togari Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar Maí, en
allir með skuttogaralagi.
Að hér sé ekki um neitt bráða-
birgða fyrirbæri að ræða, má
marka af því, að Seebeck skipa-
smíðastöðin hefur látið gera
mjög fullkomið „Model af skut-
togara, sem notað er m. a. til
þess að gera allskonar tilraunir
með í sambandi við veiðar á
skipum með þessu byggingar-
lagi. Eru þessar tilraunir gerðar
í sambandi við best þekktu
og reyndustu togaraskipstjóra
Þýzkalands. Telja þeir sig nú
hafa komizt yfir alla þá byrjun-
arorðugleika, er komið hafa
fram við þessa nýju gerð tog-
veiðiskipa.
Með hliðsjón af starfi okkar í
milliþinganefnd í sjávarútvegs-
málum, sem fyrr getur, kynnti
ég mér þessar nýjungar allveg
sérstaklega og tel að hér sé um
svo athyglisvert mál að ræða, að
vinda verði bráðan bug að því,
að íslendingar notfæri sér sem
allra fyrst þá reynslu, sem feng-
in er í þessum efnum. Mér tókst
að ná samkomulagi við þá aðila
er hér eiga hlut að máli í Þýzka-
landi, um að íslendingar mættu
senda einn eða tvo skipstjóra,
til þess að fara eina eða tvær
veiðiferðir með þessum skipum,
er þau væru tilbúin á næsta ári.
Til þess að kynna sér veiðiað-
ferð á þeim og meðferð aflans.
Og einnig kæmi þá í ljós hvort
eða hvaða breytingar þeir teldu
við þurfa, miðað við íslenzkar
aðstæður, ef íslendingar létu
byggja slík skip.
Eins og þegar er kunnugt, er
gert ráð fyrir á þessari skipa-
gerð, að talsverður hluti aflans
sé flakaður og frystur, einkum
í upphafi veiðiferða, en annar
hluti aflans fluttur ísvarinn
heim, eins og venja er til, allur
úi'gangur er nýttur um borð.
Hafa menn mikla trú á því í
Þýzkalandi, að þetta séu hentug-
ustu togveiðiskipin fyrir þá í
framtíðinni.
Fyrirspurn: Ég hef orðið þess
talsvert var meðal almennings,
er hefur vakandi áhuga á sjáv-
arútvegsmálum, hversvegna eng-
inn af nýju togurum okkar, sem
nú eru að koma til landsins, sé
byggður með þessu nýja skut-
togaralagi. Hver er aðal ástæðan
fyrir því? Framhald á bls. 176.
VÍKINGUR
157