Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Page 22
Háttvirti sandormnr! Snjöllustu verkfræðingar og uppfinningamenn mega að vissu leyti, þakka sínum sæla fyrir, að dýrin tala ekki mannamál. Því annars fengju þeir sennilega margt óskemmtilegt að heyra um sína eigin snilli. Ef að til dæmis sandormur frá Kara- Kum eyðimörkinni kæmi á bygg- ingarsvæði, þar sem verið væri að þrýsta stólpum niður forar- leðju eða fasta jörð, með „vibra- tion“ aðferð, myndi hann hrista kúlulagaða hausinn og segja háðslega „Snilldarvinna!" Þetta geri ég alltaf svona. .. Strax ef ég verð var við einhverja hættu, byrja ég að „vibrera" og bora mig á augabragði djúpt niður í sandinn .. Hverju myndu verkfræðing- amir svara? Sennilega: Kæri herra Sandormur, að sjálfsögðu getur komið fyrir í einstaka til- fellum hliðstæður við náttúr- una...“ En við slíku myndi Sandormurinn bregðast hinn versti við og segja: „I einstaka tilfelli? Nei, herrar mínir, þið stælið fjölda margt úr dýralífi náttúrunnar. Sannanir? Mætti ég minna yður á! Það var á ár- unum ...“ . .. Það var snemma í fyrri heimsstyrjöldinni. Þýzku kaf- bátarnir voru að ná yfirtökum á siglingaleiðunum. Þá fékk breski flotinn útbúnað á all- marga tundurspilla er gerði kleift að finna kafbátanna neð- ansjávar ef þeir voru nærri, af hávaðanum frá skrúfum þeirra, ef þær voru í gangi — svo- nefndan Hydrophon. Þegar þetta tæki var sett í notkun trúðu menn því, að auðvelt myndi reynast að yfirvinna kafbátana á nokkrum vikum. En þessi von brást. Útbúnaðurinn hafði einu slæman galla. Þegar skipið, sem hafði útbúnaðinn, var á fullri ferð, gerði straumsjórinn frá hraðanum svo mikinn hávaða kringum hlustunartækin, að það yfirgnæfði skrúfuþyt kaf- bátanna. Breska hermálastjómin setti á laggimar nefnd sérfræðinga, er var fengið það hlutverk, að finna ráð við þessum galla á Hydrophan-tækjunum. Dagar og vikur liðu án þess að sérfræð- ingunum tækist að finna nokkra lausn. En einn daginn mætti hinn frægi eðlisfræðingur Rob- ert Wood á fundi hjá nefndinni. Og honum varð strax að orði: verkfræðingarnir verða að læra af selunum! Þeir heyra nefni- lega ágætlega, þó að þeir séu á hraðsundi í sjónum!“ Hlustunarútbúnaði Hydro- phon tækjanna var strax breytt í sama form eins og heymarút- búnaði selsins, er fyrirkomið af náttúrunnar hendi. Og eftir það ,,heyrðu“ tækin prýðilega, þó að full ferð væri á leitarskipinu. * Lengi höfðu menn unnið á- rangurslaust að því að gera til- raunir til þess að hjálpa blindu fólki, og þó ekki væri nema að örlitlu leyti til þess að sigrast á sjónleysinu. Loks tókst mönn- um að útbúa hátíðnitæki, sem sendir frá sér bylgjur, er gefa frá sér merki í viðtökutæki sem einnig fylgir útbúnaðinum, sem hengdur er um háls hins blinda og gerir þannig aðvart um hindrun. Fordæmið að uppfinn- ingunni er dregið af þekkingu á því hvemig leðurblökur eru útbúnar af náttúrunnar hendi til þess að fljúga um hindrunar- laust í myrkri! Og tekist hefui’ að gera þessi tæki svo nákvæm, að þau verða vör við þunnan snærisstreng. Fjöldi skipa eru nú útbúin með ratsjám sem byggðar eru upp á sama grundvallaratriði, að senda hátíðnisveiflur út frá sér, er endurkastast strax, ef þær mæta einhverri mótstöðu. Jámsmiðir hafa fremst í vængjunum svört smáþykkildi, sem nefnd eru „Pterostigma“, ef þau eru fjarlægð úr vængjun- um missir jámsmiðurinn jafn- vægi við flug sitt og steypir stömpum við að fljúga. Þegar flugsiglingafræðingnum M. K. Tichonrawow var sagt frá þessu sérkennilega fyrirbæri, varð honum strax hugsað til óstöð- ugleika í flugvélavængjum, en vegna hans höfðu fjöldi flugvéla hrapað og margir tilraunaflug- menn látið lífið. Nú hafa flug- vélabyggingasérfræðingar náð þessum óstöðugleika úr vængj- unum á mjög einfaldan hátt: T líkingu við „Pterostigma" járn- smiðanna hafa þeir þyngt í hlutum flugvélavængbroddanna. Hefðu þeir, sem flugvélar byggja, fyrr veitt athygli og notfært sér tækniútbúnað jám- smiðanna! hefðu sennilega mikl- ar fómir sparast. M. K. Tichonrawow segir í bók sinni „Flug fuglanna":... náttúran sýnir okkur oft á hve furðulega einfaldan hátt er auð- velt að leysa margbrotið verk- efni. Fyrirbærið með járnsmiðinn varð til þess, að flugvélaverk- fræðingar fóru að veita flugi fugla og flugna meiri athygli. Og af því leiddi margskonar uppfinningar. T. d. tókst með sérstaklega fullkominni hrað- myndatökuaðferð að sjá það, að vængir fiðrilda á flugi mynduðu bogadrátt og að útbroddar vængjanna mynduðu hreyfingu, sem líktist tölustafnum átta. En samkvæmt því myndu vind- mylluspaðar, sem hægt væri að skifta eða stilla á svipaðan máta eins og hjá fiðrildunum, geta unnið áfram, með tiltölulega lít- illi vindorku. ¥ Hinn framúrskarandi sér- fræðingur í djúpsjávarköfun R. Davis hefur ritað leiðarvísir fjTÍr kafara en í kaflanum um útbúnaðinn vísar hann til lík- amsbyggingar lítils orms á VÍKINGUR 158

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.