Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Qupperneq 26
VELSKOLINN Skólaslit 21. maí 1960. Vélskólanum í Reykjavík var sagt upp laugardaginn 21. maí við athöfn, er fram fór í hátíða- sal Sjómannaskólans. í skólaslitaræðu sinni mmntist skólastjórinn, Gunnar Bjarna- son, fyrst þriggja nemenda, er látizt höfðu á skólaárir.u, þeirra Halldórs Tryggvasonar í 2. bekk B, Eiríks Steingrímssonar í raf- magnsdeild A og Óla Hrafns Ólafssonar í rafmagnsdeild B. Allir voru þessir menn efnileg ungmenni og að þeim mikil eft- irsjá. Var þeim að lokum vottuð virðing með því að menn risu úr sætum. Síðan ræddi skólastjórinn skólastarfið s.l. vetur. Kvað hann talsverða bót hafa orðið að því, að hægt var að nota nýja vélasalinn nú í vetur, þó ekki hafi það verið nema að nokkru leyti enda langt frá því, að hann sé enn kominn í sæmilegt horf. Harmaði skólastjórinn mjög, að ekkert fé fengist til að ganga frá neinu til fullnustu, og sagði að það milibilsástand, sem nú hefur ríkt í nokkur ár torveld- aði ákaflega allt kennslustarfið. Taldi hann, að lítils samræmis gætti milli þeira milljónaverð- mæta, sem eru í höndum vél- stjóranna, bæði á sjó og í landi, og þeirra upphæða, sem fjár- veitingavaldið telur sig geta af höndum innt til að mennta þessa menn og búa þá undir störf þeirra, sem þar að auki eru beint eða óbeint í sambandi við aðal- framleiðslu þjóðarinar. Á þessu ári er ekkert unnið við fram- kvæmdir í skólanum. Fyrir þær kr. 500.000.00 sem á fjárlögum fyrir árið 1960 voru veittar til Sjómannaskólans, var gengið í fyrrasumar frá gólfi og ljósum og öðru óhjákvæmilegu, svo hægt væri að koma vélum inn í nýja vélasalinn, og þar við sit- ur. Timburhlerar eru fyrir dyr- um í stað hurða og annað eftir því, Það þarf engan að undra, I REYKJAVIK þótt tækniþróunin sé langt frá því að vera ör á Islandi. Á s.l. sumri fór einn kennari skólans, Andrés Guðjónsson til Englands og var þar á olíurann- sóknarstofu hjá Wakefieldfélag- inu. Olíuverzlun íslands (BP) sá um þessa för og kostaði hana, og er skólinn þakklátur fyrir þessa fyrirgreiðslu. — Hreinn Pálsson forstjóri átti þar mestan hlut að. Því miður er ekki útlit fyrir, að hægt verði að senda neinn kennara ut- an í sumar. Við eigum að vísu heimboð frá ýmsum fyrirtækj- um, en getum fjárhagsins vegna ekki þekkst þau. Að því er mik- ill skaði, því engum er eins nauðsynlegt að fara utan, helzt árlega, eins og tæknikennurum, m. a. til að kynnast öllum nýj- ungum jafnóðum og þær koma fram í sínu fagi. Eitt tæki hefur skólanum bæzt á þessu ári. Er það raf- magnstafla fyrir vélasalinn. Hún var keypt í fyrra, en vegna þess að fé til vélakaupa hrökk það ár ekki til, var samið um að greiða helming nú eftir áramótin síð- ustu. Seinni greiðslan varð skól- anum nokkuð dýr, vegna gengis- breytingarinnar og hækkaðs tolls. Taflan er smíðuð í Odense í Danmörku, en firmað sem gerði hana hefur rafmagnstöflur fyrir skip og vélskóla að sér- grein. Fallizt hefur verið á að ráða 1 fastan kennara í vélfræði að skólanum í haust. Er þá hug- myndin að auka verulega kensl- una, svo hún verði helmingi meiri næsta vetur heldur en hún hefur verið. Yfirleitt hefur sú stefna ráðið, að auka verklegu kennsluna eins og hægt er, án þess að slá af bóklegu kennsl- unni og verður þetta eitt spor í þá átt. Við skólann störfuðu í vetur 18 kennarar auk skólastjóra og þakkaði skólastjóri þeim ánægju- legt samstarf. Nemendur skólans voru í haust 131. Vélstjórar og vél- stjóraefni voru 123 en rafvirkj- ar 8. 1 1. bekk voru 40 (2 bekkjardeildir) í 2. bekk 42 (2 bekkir) í rafmagnsdeild vél- stjóra 41 ((2 bekkir) og 8 í eldri deild rafvirkja. Yngri deild rafvirkja starfaði ekki vegna ónógrar aðsóknar í haust. 2 nemendur í 1. bekk hættu við nám og 3 létuzt, eins og áður hefur verið sagt. Undir próf gengu alls 88 nem- endur og stóðust það 34 vél- stjórar í rafmagnsdeild, 39 vél- stjórar og 8 rafvirkjar. Ágætis- einkunn hlutu Óskar Pétursson, vélstj., rafmagnsdeild, 7.07, raf- virkjarnir Haukur Arinbjamar- son 7.36 og Ingimar Karlsson 7.31. Átta vélstjórar hlutu ágæt- iseinkunn þeir Guðlaugur Ket- ilsson 7.54, Svavar Sveinsson 7.44, Jón Sigurðsson 7.32, Jón Vilhelmsson 7.13, Kristmann Gunnarsson 7.13, Brynjólfur Guðmundsson 7.10, Sveinn Sig- urðsson 7.04 og Gunnar Gutt- ormsson 7.00. Hæstu einkunn í eimvéla- fræði hlaut Svavar Sveinsson 38% (af 40 mögulegum), en hæstu einkunn í mótorfræði Guð- laugur Ketilsson 39% (af 40 mögulegum). Beztan árangur úr vélfræðifögunum samanlagt hlaut Guðlaugur Ketilsson 100 stig (af 104 mögulegum). Er skólastjóri hafði afhent skírteini, árnaði hann nemend- um allra heilla og kvaðst vona, að þeir yrðu gæfumenn í starfi, stétt sinni til sóma og föður- landinu til heilla. Síðan afhenti hann bókaverð- laun þeim Óskari Péturssyni úr rafmagnsdeild vélstjóra, Hauk Arinbjarnarsyni úr rafmagns- deild rafvirkja og Guðlaugi Ket- ilssyni og Svavari Sveinssyni úr vélstjóradeild. Þegar skólastjóri hafði lokið máli sínu, kvaddi sér hljóðs Ey- þór Þórðarson úr hópi 10 ára vélstjóra, sem þarna voru mætt- ir. Árnaði hann skólanum allra heilla og tilkynnti, að þeir fé- VÍKINGUR 162

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.