Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Síða 33
\
Skuttogari til Siglufjarðar
Skuttogarar eða verksmiðju-
togarar hafa á undanförnum ár-
um verið reyndir af ýmsum þjóð-
um og gefið mjög góða raun. Er
tilkoma þeirra af flestum talin
marka þáttaskil í veiðiaðferðum
og miklar vonir bundnar við
notkun þeirra. H. f. Útver á
Siglufirði hefur nú lagt drög að
því að fá einn slíkan togara
smíðaðan í Þýzkalandi og hefur
framkvæmdastjóri félagsins —
Vigfús Friðjónsson útgerðar-
maður — gefið eftirfarandi upp-
lýsingar um skipið.
Vigfús kvaðst hafa fengið
teikningar og leitað tilboða hjá
þýzku skipasmíðastöðinni Rich-
mers Werft í Bremerhaven í
1500 tonna skuttogara, en á
skuttogurum og öðrum togurum
er sá höfuðmunur, að þar þarf
enginn að vinna úti á opnu
dekki. Eru tvö dekk á skipinu
og trollið tekið inn að aftan-
verðu. Þá eru og í skuttogurun-
um aðstæður til þess að vinna úr
fiskinum á siglingu.
í skuttogurum af þeirri gerð,
sem Vigfús hefur hug á að
kaupa er frystihús, er tekur 65
tonn af fiski, fiskimjölsverk-
smiðja og mjölgeymsla fyrir um
100 tonn og einnig ber togarinn
500 tonn af ísuðum fiski. Lengd
skipsins er 237 fet og breidd 36
fet. Vélarnar eru um 2000 hest-
öfl og ganghraðinn 15 sjómílur
á klukkustund. Með þessum
ganghraða myndi sigling héðan
á Nýfundnalandsmið taka um
3y2 sólarhring og er það um það
bil sólarhring styttra
Vigfús sagði, að í skipasmíða-
stöðinni Richmers Werft væru
nú 6 slíkir togarar í smíðum.
Tvo þeirra eiga Norðmenn og
eru það fyrstu skuttogararnir,
sem þeir eignast. Þá eiga Bretar
tvo og Þjóðverjar sjálfir tvo.
Skip þessi eru byggð með hlið
sjón af þeirri reynslu, sem feng-
izt hefur af ensku skuttogurun-
um Fairtry I og II, sem hafa
gefið góða raun. Þeir togarar
eru þó nokkru stærri eða um
2000 tonn.
Fullbúinn með öllum tækjum
á togari af þessari gerð að kosta
um 44 millj. íslenzkra króna, en
togarar af venjulegri gerð munu
kosta um 36—37 millj. Smíði
skipsins tekur eitt ár. Vigfús
hefur sótt um bæjarábyrgð til
bæjarstjórnar Siglufjarðar fyrir
um það bil tveim mánuðum en
ekki fengið fullnægjandi svar.
Sagðist hann ætla að sækja um
ríkisábyrgð, ef bæjarábyrgð
fengist ekki til togarakaupanna.
Á skuttogara eru 29 manna
áhöfn og auk þess 15—20 menn,
sem vinna við vinnslu fiskjarins.
Fer tala þeirra nokkuð eftir því,
hvernig vinnslunni er hagað.
Vigfús kvaðst hafa í hyggju að
lata gera nokkrar breytingar á
skipinu frá því sem er á teikn-
ingu. Þannig ætlar hann í stað
fiskimjölsverksmiðjunnar að láta
setja í skipið frysti til þess að
frysta fiskúrganginn til dýra-
fóðurs, en með því móti má gera
hann verðmætari en ella.
Þá ætlar hann einnig að láta
gera 6 tveggja manna klefa í
skipinu handa ungum hjónum,
sem kynnu að vilja vinna sam-
an á sjónum um nokkurra mán-
aða skeið.
Vigfús sagði að lokum, að
reynsla annarra þjóða hefði leitt
það ótvírætt í ljós, að skuttog-
arar væru veiðiskip framtíðar-
innar. Þeir væru mikið hentugri
ep stóru togararnir af gömlu
gerðinni og nýttu aflann stórum
betur, þegar sótt væri á fjarlæg
mið. íslendingum væri brýn
nauðsyn að fylgjast vel með þró-
un fiskveiðitækninnar og þess
vegna ættu þeir nú að afla sér
skuttogara.
Aðalhluthafarnir í Útver h.í.
eru bræðurnir Vigfús og Árni
Friðjónssynir á Siglufirði.
Sigfús Elíasson:
Víðir Bl frá Garði
Heillœósk til skipstjórcms
Eiggerts Gíslasonar.
Logi ljós við stafni,
lýsi gæfuknerri,
dulið sýn um djúpið blátt.
Skíni máttarskjöldur,
skarti sævaröldur,
bæði dag og dimma nátt.
Blessun þess hins Hæsta
hljóttu, fleyið glæsta
ristir straum um stjörnunátt.
Markið skín þér heilagt, hátt.
Sigldu djarft í sólarátt,
sigra skalt í Drottins nafni.
Yfir hverri röst sem rís
ríkir máttug gæfudís,
alla vegu Víðis jafni.
Gulli hafs og silfri safni
Segull — kraftur andans — vís.
Ví
KINGUR
169