Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Síða 37
Andvarp dagsins kom frá tann-
lækninum: „í dag hef ég ekki séð
einn kjaft“.
*
„Pabbi, kennarinn sagði, að sum
dýr fengju nýjan pels einu sinni á
ári“.
„Það er rétt, drengur minn, en þú
mátt ekki segja henni mömmu þinni
frá því“.
*
Ef þú vilt sannfærast um hversu
ómissandi þú ert, skaltu stinga
fingrinum niður í skál með vatni
og mæla svo holuna sem myndast
þegar þú hefur tekið hann upp aftur.
*
Óli smiður lét sjaldan smámuni
smámuni á sig fá. Eitt sinn kom
sýslumaðurinn til hans og tilkynnti
honum að föðurbróðir hans í Ame-
ríku væri dauður og hefði arfleitt
hann að hálfri milljón dollara og
einum hundi.
Óli sat þegjandi stundarkorn, og
spurði svo: „Af hvaða hundakyni
skyldi hann vera?“
*
Tveir Marzbúar lentu geimskipi
sínu í Afríku og voru strax um-
kringdir af öpum. Þá sagði annar
Marzbúinn við kunningja sinn:
„Þeir líta sannarlega ekki svo
heimskulega út þessir hérna, mér
finnst útvarpsdagskráin hjá þeim
ekki sem verst“.
*
livert skipti, sem við íörum hér framhjá.
^skrar strákurinn af hungrl
víkingur
Kalli sklfulagningamaður datt of-
an af þriggja hæða húsi, og lá á
götunni. Fjöldi fólks kom þegar á
vettvang. Lögreglumann bar þar að
og spurði hvað um væri að vera. í
því stóð Kalli upp og sagði vun leið
og hann burstaði rykið af fötum
sínum: „Það veit ég svei mér ekki,
eg er nýkominn hingað“.
*
Kona kaupmannsins var orðin af-
brýðissöm út í kvenmann, sem lagði
leið sína í búðina í tíma og ótíma.
Kvöld eitt sagði hún við mann sinn:
„Ég sá til þín þegar þú varst að
klípa hana Sigríði í kinnina og þú
kleipst hana hér og þar“.
„Ójá“, sagði maðurinn. „Þetta var
bara viðskiptaklípa".
" *
hefur verkað'." Fiskurinn kr.mur sprell
lifandi úr dóslnni
*
Áætlunarbíllinn með leiklistar-
fólkið var á skemmtiferð í Dan-
mörku og ók framhjá gamalli
sveitakirkju. Á tuminum stóð ár-
talið 1643.
„Hvað þýða þessar tölui’?" spurði
ung leikkona.
„O, það er símanúmer prestsins",
svaraði bílstjórinn.
„En praktiskt hjá honum! hróp-
aði leikkonan.
*■ •
„Mamma, þarf ég að fara í skól-
ann í dag, mér líður svo illa ?“
„Hvar líður þér illa ?“
„í skólanum".
Kr nauðsynlegrt að svona fiskar fái hreint
vatn á hverjum degri?
*
í fangelsinu: ,,Er það brennivínið,
sem hefir komið yður hingað?"
„Nei, það er vatn“.
„Vatn?“
„Já, ég var mjólkurbússtjóri".
*
Landafræðitími í sovézkum skóla:
„Hvað eru áttirnar margar?"
„Fjórar".
„Skakkt, þær eru þr1ár“.
„Þrjár?"
„Já, austur, vestur — og Júgó-
slavía“.
*
Hver sagði þetta og hvenær?
Æskufólkið er orðið spillt af of
miklum þægindum, það er illa vanið
og hefur fvrirlitninvu á vfirboður-
um sínum. Það er hætt að rísa úr
sætum sínum þegar fullorðið fólk
kemur inn. Það stendur upp í hár-
inu á foreldrum sínum og er sítal-
andi þó gestir séu viðstaddir. það
hámar í sig matinn og kúgar kenn-
ara sína.
Þetta er haft eftir gríska heim-
spekingnum Sókrates, sem var uppi
fyrir 2400 árum.
Jríúaktin
*
Kínverskt spakmæli.
Höggvið velgerðir í marmara. —
Skrlfið mótgerðir í sand.
*
Heiðarleiki er ekki spurning um
þrjá fjórðu hluta. Bolti með nálar-
gati er næstum því heill.
173